Bíómynd um Kristinn Guðnason fjallkóng með meiru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. september 2023 13:05 Kristinn sem er búin að vera fjallkóngur yfir 40 ár hér staddur í Landmannaréttum með góðu fólki. Aðsend Á sama tíma og göngur og réttir standa nú yfir um allt land verður ný íslensk kvikmynd, „Konungur fjallanna“ frumsýnd annað kvöld i Bíóhúsinu á Selfossi. Myndin fjallar um Kristinn Guðnason, fjallkóng í leitum með gangnamönnum á Landmannaafrétti. Á hverju hausti halda bændur úr Holta- og Landsveit til fjalla í þeim tilgangi að smala saman fé sem gengið hefur frjálst á fjöllum sumarlangt. Markmiðið er bara eitt, að koma fénu til byggða heilu og höldnu. Nú er búið að gera kvikmynd um einn fremsta fjallkóng landsins, Kristinn Guðnason í Skarði eins og hann er oftast kallaður en myndin verður frumsýnt í Bíóhúsinu á Selfossi sunnudagskvöldið 10. september fyrir boðsgesti en fer svo í almenna sýningu í bíóinu og í Laugarásbíói 12. september. Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils eru framleiðendur myndarinnar en þær eru með fyrirtækið Hekla Films og Arnar Þórisson fer með leikstjórn og stjórnar kvikmyndatöku. Guðrún segir að nýja myndin gefi raunsanna mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru með augum fjallkóngsins. Myndin fer í almenna sýningar í Bíóhúsinu á Selfossi og í Laugarásbíói í Reykjavík þriðjudaginn 12. septemberMagnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur finnst bara mjög merkilegt að það sé farið í leitir í viku um svona víðfeðmt svæði eins og Landmannaafréttur er og þetta er auðvitað mikið afrek í hvert skipti, sem að komið er til byggða með fé heilu á höldnu eftir að það hefur gengið sumarlangt á fjöllum. Þetta er bara eitthvað, sem við teljum að eigi erindi við alla landsmenn,“ segir Guðrún. Guðrún segir að það hafi bæði verið erfitt og skemmtilegt og ekki síður flókið að skjóta myndina og svo öll eftirvinnslan, sem fylgdi í kjölfarið en hvernig lýsir hún Kristni Guðnasyni? „Kristinn er magnaður maður. Hann hefur verið fjallkóngur í meira en 40 ár og hefur skilað því starfi með glæsibrag og margir myndi segja að hann væri hinn eini sanni íslenski kúreki.“ Guðrún Hergils en hún og Áslaug Pálsdóttir eru framleiðendur myndarinnar.Aðsend En af hverju ætti fólk að fara á þessa mynd en ekki einhverja aðra? „Já, það er góð spurning. Það var nú einhver sem spurði af hverju ætti ég að sjá Kristinn en ekki Tom Cruise? Ég held að Kristinn sé nú bara ansi flottur og gaman fyrir alla að sjá og sjá þessa ótrúlega náttúrufegurð, sem er þarna á þessu svæði,“ segir Guðrún um leið og hún hvetur fólk til að fjölmenna í bíó og sjá myndina „Konungur fjallanna“. Flottur hópur fólks kom að upptöku og framleiðslu myndarinnar.Aðsend Rangárþing ytra Réttir Landbúnaður Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Á hverju hausti halda bændur úr Holta- og Landsveit til fjalla í þeim tilgangi að smala saman fé sem gengið hefur frjálst á fjöllum sumarlangt. Markmiðið er bara eitt, að koma fénu til byggða heilu og höldnu. Nú er búið að gera kvikmynd um einn fremsta fjallkóng landsins, Kristinn Guðnason í Skarði eins og hann er oftast kallaður en myndin verður frumsýnt í Bíóhúsinu á Selfossi sunnudagskvöldið 10. september fyrir boðsgesti en fer svo í almenna sýningu í bíóinu og í Laugarásbíói 12. september. Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils eru framleiðendur myndarinnar en þær eru með fyrirtækið Hekla Films og Arnar Þórisson fer með leikstjórn og stjórnar kvikmyndatöku. Guðrún segir að nýja myndin gefi raunsanna mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru með augum fjallkóngsins. Myndin fer í almenna sýningar í Bíóhúsinu á Selfossi og í Laugarásbíói í Reykjavík þriðjudaginn 12. septemberMagnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur finnst bara mjög merkilegt að það sé farið í leitir í viku um svona víðfeðmt svæði eins og Landmannaafréttur er og þetta er auðvitað mikið afrek í hvert skipti, sem að komið er til byggða með fé heilu á höldnu eftir að það hefur gengið sumarlangt á fjöllum. Þetta er bara eitthvað, sem við teljum að eigi erindi við alla landsmenn,“ segir Guðrún. Guðrún segir að það hafi bæði verið erfitt og skemmtilegt og ekki síður flókið að skjóta myndina og svo öll eftirvinnslan, sem fylgdi í kjölfarið en hvernig lýsir hún Kristni Guðnasyni? „Kristinn er magnaður maður. Hann hefur verið fjallkóngur í meira en 40 ár og hefur skilað því starfi með glæsibrag og margir myndi segja að hann væri hinn eini sanni íslenski kúreki.“ Guðrún Hergils en hún og Áslaug Pálsdóttir eru framleiðendur myndarinnar.Aðsend En af hverju ætti fólk að fara á þessa mynd en ekki einhverja aðra? „Já, það er góð spurning. Það var nú einhver sem spurði af hverju ætti ég að sjá Kristinn en ekki Tom Cruise? Ég held að Kristinn sé nú bara ansi flottur og gaman fyrir alla að sjá og sjá þessa ótrúlega náttúrufegurð, sem er þarna á þessu svæði,“ segir Guðrún um leið og hún hvetur fólk til að fjölmenna í bíó og sjá myndina „Konungur fjallanna“. Flottur hópur fólks kom að upptöku og framleiðslu myndarinnar.Aðsend
Rangárþing ytra Réttir Landbúnaður Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira