Gjaldtaka við Reykjavíkurflugvöll eftir tvö ár Bjarki Sigurðsson skrifar 10. september 2023 12:09 Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla. Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir félagið þurfa að bíða eftir samþykktri samgönguáætlun til að geta hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við Reykjavíkurflugvöll. Fjöldi fólks leggi ökutækjum sínum þar án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn. Í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli segir að Isavia innanlandsflugvellir hafi verið í undirbúningi á innleiðingu gjaldskyldu á bílastæðum við flugvöllinn. Í svarinu kemur einnig fram að tekjur af bílastæðagjöldum og sektum muni renna til Isavia innanlandsflugvalla og standa undir rekstri og viðhaldi bílastæðanna. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segist ekki geta svarað því hvenær gjaldskyldan yrði innleidd. „Staðan á Reykjavíkurflugvelli býður samgönguáætlunar og hvort það verði samþykkt að fara í uppbyggingu á flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður þetta tekið í heild sinni. Við höfum verið að undirbúa gjaldtöku bæði á Akureyri og Egilsstaðaflugvelli og ég reikna með að það fari í gang núna í haust,“ segir Sigrún. Hún segir að það yrði afar gagnlegt fyrir Isavia innanlandsflugvelli að taka upp gjaldskyldu á stæðinu sem fyrst svo stýra megi flæðinu þar. Fjöldi fólks á það til að leggja í stæðunum til lengri tíma. „Sumir geyma bílana sína þarna mjög lengi og teppa þá bílastæðin fyrir öðrum sem eru að fara dagsferðir út á land og fleira. Þannig í rauninni er það sú stýring sem við viljum taka upp,“ segir Sigrún. Hún segir Isavia innanlandsflugvelli vilja nýta stæðin betur fyrir þá farþega sem eru að fljúga hverju sinni. „Því þetta er bílastæði sem er vel staðsett þannig ég á von á því að margir séu að nýta þetta til lengri tíma án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn,“ segir Sigrún. Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bílastæði Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli segir að Isavia innanlandsflugvellir hafi verið í undirbúningi á innleiðingu gjaldskyldu á bílastæðum við flugvöllinn. Í svarinu kemur einnig fram að tekjur af bílastæðagjöldum og sektum muni renna til Isavia innanlandsflugvalla og standa undir rekstri og viðhaldi bílastæðanna. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segist ekki geta svarað því hvenær gjaldskyldan yrði innleidd. „Staðan á Reykjavíkurflugvelli býður samgönguáætlunar og hvort það verði samþykkt að fara í uppbyggingu á flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður þetta tekið í heild sinni. Við höfum verið að undirbúa gjaldtöku bæði á Akureyri og Egilsstaðaflugvelli og ég reikna með að það fari í gang núna í haust,“ segir Sigrún. Hún segir að það yrði afar gagnlegt fyrir Isavia innanlandsflugvelli að taka upp gjaldskyldu á stæðinu sem fyrst svo stýra megi flæðinu þar. Fjöldi fólks á það til að leggja í stæðunum til lengri tíma. „Sumir geyma bílana sína þarna mjög lengi og teppa þá bílastæðin fyrir öðrum sem eru að fara dagsferðir út á land og fleira. Þannig í rauninni er það sú stýring sem við viljum taka upp,“ segir Sigrún. Hún segir Isavia innanlandsflugvelli vilja nýta stæðin betur fyrir þá farþega sem eru að fljúga hverju sinni. „Því þetta er bílastæði sem er vel staðsett þannig ég á von á því að margir séu að nýta þetta til lengri tíma án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn,“ segir Sigrún.
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bílastæði Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?