Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. september 2023 16:00 Grein Tótlu um hinsegin fræðslu Samtakanna '78 frá því í júní er nú mest lesin á Vísi eftir umræður helgarinnar. Vísir/Vilhelm Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. „Við höfum ekki sinnt kynfræðslu í grunnskólum og munum ekki gera það,“ segir Tótla I. Sæmundardóttir í samtali við Vísi. Skoðanagrein Tótlu frá því í júní þar sem hún gerir grein fyrir því hvernig hinsegin fræðsla Samtakanna '78 í grunnskólum fer fram hefur verið í mikilli dreifingu vegna umræðunnar um kynfræðslu á samfélagsmiðlum og er mest lesna skoðanagreinin á Vísi í dag. „Þessi ruglingur er eitthvað sem við erum stöðugt að reyna að leiðrétta og það var upphaflega tilgangurinn með þessari grein. Við vorum alltaf að fá einhverjar fyrirspurnir sem tengdust kynfræðslu og við getum ekki svarað þeim, af því að við tökum kynfræðslu ekki að okkur.“ Í grein sinni fjallar Tótla meðal annars um það hvernig Samtökin hafi setið undir stöðugum árásum og áreiti, sem virðast byggja á innfluttum áróðri og fordómum. „Yfirleitt er fræðsla og sýnileiki hinsegin fólks meðal barna það fyrsta sem afturhaldsöfl ráðast að víða um heim og því koma þessar árásir okkur ekki á óvart,“ skrifar Tótla. Fullyrt hafi verið að kennsla Samtakanna hafi annarlegan tilgang. „Það hefur raunar ekki liðið sá dagur undanfarna mánuði að við höfum ekki verið kölluð barnaníðingar og ‘groomerar’, bæði á samfélagsmiðlum og utan þeirra. Helsti ótti fólksins sem talar svona virðist vera að við séum að reyna að gera börn hinsegin.“ Misvísandi skjáskot í dreifingu Umræðan sem vísað er til fór meðal annars fram á Facebook hópunum Pabbatips og Mæðratips, þar sem pabbar og mömmur hafa getað gefið hvort öðru ráð. Þar veltu foreldrar fyrir sér skjáskoti úr teiknuðu kennslubókinni „Kyn, kynlíf og allt hitt.“ Á skjáskotinu mátti sjá barn í baði snerta sig og lýstu nokkrir foreldrar yfir áhyggjum af því að börn sín væru of ung fyrir viðkomandi námsefni. Þá fór að bera á hatursorðræðu í garð hinsegin fólks í þræðinum inni á Pabbatips sem var á endanum lokað. Eftirfarandi skjáskoti var dreift í hópum líkt og Pabbatips og Mæðratips. Myndum úr bókinni hefur áður verið deilt án samhengis á samfélagsmiðlum. Meðal annars mynd af blaðsíðu 23 þar sem rætt er um merkingu orðanna „kyn og kynlíf.“ Eftirfarandi skjáskoti hefur verið dreift á samfélagsmiðlum, þar sem ætla mætti að börn séu hvatin til kynferðislegra athafna með fjölskyldumeðlimi. „Það fyrsta sem þú ættir að vita um kyn og kynlíf er að þetta eru orð. Sum orð þýða alltaf það sama (eins og sólskin eða vaxlitur). Önnur orð hafa margar mismunandi merkingar (eins og að leika,“ segir í bókinni og ennfremur: „Að leika getur þýtt að leika leikrit uppi á sviði en það merkir líka eitthvað sem við gerum öll. Þér gæti til dæmis fundist gaman að leika þér í íþróttum eða í tölvuleikjum. Kannski syngurðu, leikur á hljóðfæri eða skapar list. Þið gætuð leikið ykkur ein, við einhvern í fjölskyldunni eða við vini.“ Útskýrt er að viðkomandi getu fundist gaman að leika, en í hvaða leikjum viðkomandi leiki sér far eftir því hver viðkomandi sé. Það fari eftir því hvar viðkomandi ólst upp, hver sé í fjölskyldunni og samfélaginu og mörgu öðru. „Kyn og kynlíf eru orð eins og að leika. Þau hafa margar merkingar.“ Hefur skjáskoti af setningunni „Þið gætuð leikið ykkur ein, við einhvern í fjölskyldunni eða við vini“ verið deilt á samfélagsmiðlum líkt og átt sé við að krakkar geti stundað kynlíf með fjölskyldumeðlim. Þegar síðan er lesin í heild sinni má sjá að skjáskotið hefur tekið merkingu hennar úr samhengi. Skoða má bókina á vef Menntamálastofnunar. Umrætt kennsluefni hefur meðal annars verið gefið út sem hluti af kynfræðsluverkefninu vika6. Á vef borgarinnar kemur fram að jafnréttisskóli Reykjavíkur stýri verkefninu en unglingar borgarinnar kjósi þema á hverju ári. Skólinn láti útbúa veggspjöld á hverju ári með litlum fræðslumolum sem tengist þema vikunnar hverju sinni og sendir í alla grunnskóla og félagsmiðstöðvar borgarinnar. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, hefur meðal annars skrifað grein á Vísi um verkefnið. Þar segir hún að aðgengi ungmenna að klámi hafi aukist gríðarlega, eðlilegt sé að unglingar séu forvitnir um kynlíf. Markmið Viku6 sé að hvetja starfsfólk til að sýna ungu fólki að kynheilbrigði skipti máli og einnig að brjóta niður tabú í tengslum við heilbrigða umræðu um kynlíf, sambönd og samskipti. BDSM á plakati vegna Hatara Áður hefur Reykjavíkurborg varað skóla borgarinnar við hópi fólks sem kenna sig við Samtökin 22 en hópurinn mætti í Langholtsskóla í Reykjavík og heimtaði svör vegna veggspjalda þar sem fjallað er um kynlíf og kynhneigð. Samtökin hétu áður LGB teymið og hafa verið sökuð um transfóbíu. Þannig skrifuðu tæplega þrjú hundruð manns úr samfélagi hinsegin fólks nafn sitt undir skoðanagrein á Vísi í apríl þar sem málatilbúnaði samtakanna var hafnað. Á einu veggspjaldanna sem Samtökin 22 vildu ræða við skólastjórnendur er meðal annars fjallað um BDSM-hneigð. Ýmsum rangfærslum hefur verið haldið fram um plakatið, meðal annars að þau séu ætluð ungum börnum en að sögn Tótlu er það ætlað unglingadeild. Á plakatinu stendur: „BDSM-hneigð: að laðast að fólki sem deilir löngunum um samþykk og meðvituð valdaskipti.“ „Þegar þetta plakat var skrifað, í samstarfi við okkur, þá var Hatari nýbúinn að fara í Eurovision fyrir Ísland. Þá komu upp allskonar spurningar frá nemendum, svo að það var tekin ákvörðun um það á þeim tímapunkti að það væri mikilvægt að hafa þessa eina einföldu setningu með, á tíma þar sem börn voru að klæða sig upp í leður og ólar. Þetta átti að vera einföld útskýring á flóknu konsepti.“ Hinsegin Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Félagasamtök Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
„Við höfum ekki sinnt kynfræðslu í grunnskólum og munum ekki gera það,“ segir Tótla I. Sæmundardóttir í samtali við Vísi. Skoðanagrein Tótlu frá því í júní þar sem hún gerir grein fyrir því hvernig hinsegin fræðsla Samtakanna '78 í grunnskólum fer fram hefur verið í mikilli dreifingu vegna umræðunnar um kynfræðslu á samfélagsmiðlum og er mest lesna skoðanagreinin á Vísi í dag. „Þessi ruglingur er eitthvað sem við erum stöðugt að reyna að leiðrétta og það var upphaflega tilgangurinn með þessari grein. Við vorum alltaf að fá einhverjar fyrirspurnir sem tengdust kynfræðslu og við getum ekki svarað þeim, af því að við tökum kynfræðslu ekki að okkur.“ Í grein sinni fjallar Tótla meðal annars um það hvernig Samtökin hafi setið undir stöðugum árásum og áreiti, sem virðast byggja á innfluttum áróðri og fordómum. „Yfirleitt er fræðsla og sýnileiki hinsegin fólks meðal barna það fyrsta sem afturhaldsöfl ráðast að víða um heim og því koma þessar árásir okkur ekki á óvart,“ skrifar Tótla. Fullyrt hafi verið að kennsla Samtakanna hafi annarlegan tilgang. „Það hefur raunar ekki liðið sá dagur undanfarna mánuði að við höfum ekki verið kölluð barnaníðingar og ‘groomerar’, bæði á samfélagsmiðlum og utan þeirra. Helsti ótti fólksins sem talar svona virðist vera að við séum að reyna að gera börn hinsegin.“ Misvísandi skjáskot í dreifingu Umræðan sem vísað er til fór meðal annars fram á Facebook hópunum Pabbatips og Mæðratips, þar sem pabbar og mömmur hafa getað gefið hvort öðru ráð. Þar veltu foreldrar fyrir sér skjáskoti úr teiknuðu kennslubókinni „Kyn, kynlíf og allt hitt.“ Á skjáskotinu mátti sjá barn í baði snerta sig og lýstu nokkrir foreldrar yfir áhyggjum af því að börn sín væru of ung fyrir viðkomandi námsefni. Þá fór að bera á hatursorðræðu í garð hinsegin fólks í þræðinum inni á Pabbatips sem var á endanum lokað. Eftirfarandi skjáskoti var dreift í hópum líkt og Pabbatips og Mæðratips. Myndum úr bókinni hefur áður verið deilt án samhengis á samfélagsmiðlum. Meðal annars mynd af blaðsíðu 23 þar sem rætt er um merkingu orðanna „kyn og kynlíf.“ Eftirfarandi skjáskoti hefur verið dreift á samfélagsmiðlum, þar sem ætla mætti að börn séu hvatin til kynferðislegra athafna með fjölskyldumeðlimi. „Það fyrsta sem þú ættir að vita um kyn og kynlíf er að þetta eru orð. Sum orð þýða alltaf það sama (eins og sólskin eða vaxlitur). Önnur orð hafa margar mismunandi merkingar (eins og að leika,“ segir í bókinni og ennfremur: „Að leika getur þýtt að leika leikrit uppi á sviði en það merkir líka eitthvað sem við gerum öll. Þér gæti til dæmis fundist gaman að leika þér í íþróttum eða í tölvuleikjum. Kannski syngurðu, leikur á hljóðfæri eða skapar list. Þið gætuð leikið ykkur ein, við einhvern í fjölskyldunni eða við vini.“ Útskýrt er að viðkomandi getu fundist gaman að leika, en í hvaða leikjum viðkomandi leiki sér far eftir því hver viðkomandi sé. Það fari eftir því hvar viðkomandi ólst upp, hver sé í fjölskyldunni og samfélaginu og mörgu öðru. „Kyn og kynlíf eru orð eins og að leika. Þau hafa margar merkingar.“ Hefur skjáskoti af setningunni „Þið gætuð leikið ykkur ein, við einhvern í fjölskyldunni eða við vini“ verið deilt á samfélagsmiðlum líkt og átt sé við að krakkar geti stundað kynlíf með fjölskyldumeðlim. Þegar síðan er lesin í heild sinni má sjá að skjáskotið hefur tekið merkingu hennar úr samhengi. Skoða má bókina á vef Menntamálastofnunar. Umrætt kennsluefni hefur meðal annars verið gefið út sem hluti af kynfræðsluverkefninu vika6. Á vef borgarinnar kemur fram að jafnréttisskóli Reykjavíkur stýri verkefninu en unglingar borgarinnar kjósi þema á hverju ári. Skólinn láti útbúa veggspjöld á hverju ári með litlum fræðslumolum sem tengist þema vikunnar hverju sinni og sendir í alla grunnskóla og félagsmiðstöðvar borgarinnar. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, hefur meðal annars skrifað grein á Vísi um verkefnið. Þar segir hún að aðgengi ungmenna að klámi hafi aukist gríðarlega, eðlilegt sé að unglingar séu forvitnir um kynlíf. Markmið Viku6 sé að hvetja starfsfólk til að sýna ungu fólki að kynheilbrigði skipti máli og einnig að brjóta niður tabú í tengslum við heilbrigða umræðu um kynlíf, sambönd og samskipti. BDSM á plakati vegna Hatara Áður hefur Reykjavíkurborg varað skóla borgarinnar við hópi fólks sem kenna sig við Samtökin 22 en hópurinn mætti í Langholtsskóla í Reykjavík og heimtaði svör vegna veggspjalda þar sem fjallað er um kynlíf og kynhneigð. Samtökin hétu áður LGB teymið og hafa verið sökuð um transfóbíu. Þannig skrifuðu tæplega þrjú hundruð manns úr samfélagi hinsegin fólks nafn sitt undir skoðanagrein á Vísi í apríl þar sem málatilbúnaði samtakanna var hafnað. Á einu veggspjaldanna sem Samtökin 22 vildu ræða við skólastjórnendur er meðal annars fjallað um BDSM-hneigð. Ýmsum rangfærslum hefur verið haldið fram um plakatið, meðal annars að þau séu ætluð ungum börnum en að sögn Tótlu er það ætlað unglingadeild. Á plakatinu stendur: „BDSM-hneigð: að laðast að fólki sem deilir löngunum um samþykk og meðvituð valdaskipti.“ „Þegar þetta plakat var skrifað, í samstarfi við okkur, þá var Hatari nýbúinn að fara í Eurovision fyrir Ísland. Þá komu upp allskonar spurningar frá nemendum, svo að það var tekin ákvörðun um það á þeim tímapunkti að það væri mikilvægt að hafa þessa eina einföldu setningu með, á tíma þar sem börn voru að klæða sig upp í leður og ólar. Þetta átti að vera einföld útskýring á flóknu konsepti.“
Hinsegin Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Félagasamtök Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira