Dalvíkingar upp um tvær deildir á tveimur árum: „Það var heljarinnar partí“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2023 09:01 Leikmenn Dalvíkur/Reynis fagna sigrinum á Hetti/Hugin sem kom þeim upp í Lengjudeildina. sævar geir sigurjónsson Dalvík/Reynir tryggði sér sæti í Lengjudeild karla um síðustu helgi og hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum. Mikill uppgangur er á Dalvík enda hefur orðið bylting í aðstöðumálum félagsins. Eftir 4-2 sigur á Hetti/Hugin á föstudaginn var ljóst að Dalvík/Reynir myndi spila í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Eftir 4-2 sigur ÍR á KFA daginn var svo ljóst að Dalvík/Reynir myndi vinna 2. deildina. Dalvíkingar féllu niður í 3. deild 2020 og lentu í 7. sæti hennar árið eftir. Tímabilið 2022 tók Dalvík/Reynir hins vegar við sér, lenti í 2. sæti 3. deildar og vann sér sæti í 2. deildinni. Liðið gerði sér svo lítið fyrir og vann hana í sumar. „Galdurinn á bak við þetta er mikil uppbygging á svæðinu. Við fórum í risastórar breytingar á vellinum sem hefur verið svaðaleg upplyfting fyrir allt starfið. Það eru ekki nema 5-6 ár síðan liðið æfði varla á Dalvík. Það æfði á Árskógssandi og handónýtum völlum hér og þar. Breytingin á starfinu hefur verið svakaleg,“ sagði Kristinn Þór Björnsson, framkvæmdastjóri Dalvíkur/Reynis, í samtali við Vísi. „Svo fórum við að endurhugsa hlutina hjá okkur. Við erum með mjög skýran fjárhagsramma utan um það hvernig við viljum gera hlutina. Við fyllum liðið okkar ekki af aðkeyptum mönnum. Við erum með fjóra erlenda leikmenn og höfum viljað nota heimamenn auk stráka af svæðinu. Það er okkar módel sem við ætlum að halda okkur við og hefur gengið vonum framar.“ Aðstöðubylting Kristinn segir að sú ákvörðun að ráðast í viðamiklar framkvæmdir á Dalvíkurvelli hafi margborgað sig. Nýtt fyrsta flokks gervigras var lagt á völlinn auk þess sem vallarhús var reist. Síðan var fljóðljósum komið fyrir við völlinn. Kristinn Þór Björnsson er framkvæmdastjóri Dalvíkur/Reynis.sævar geir sigurjónsson „Iðkendafjöldinn í yngri flokkunum hefur aukist og hópurinn breikkað mikið. Allt líf í kringum fótboltann hefur gjörbreyst með þessari framkvæmd. Að æfa fótbolta er orðið heilsárs sport á Dalvík. Áður var það varla hægt nema í þrjá mánuði,“ sagði Kristinn. „Við fengum ekki nema 170 milljónir til verksins frá Dalvíkurbæ en félagið náði á ótrúlegan hátt, ásamt sjálfboðaliðum, að klára þetta.“ Stefnan ekki sett upp Sem fyrr sagði var Dalvík/Reynir nýliði í 2. deildinni í sumar og fyrir tímabilið var liðinu spáð um miðja deild. Væntingarnar hjá heimamönnum voru líka hóflegar en þær breyttust eftir því sem tímabilinu vatt fram. Borja Lopez Laguna fagnar marki sínu gegn Hetti/Hugin.sævar geir sigurjónsson „Stefnan var ekki sett þangað,“ sagði Kristinn og vísaði til árangurs tímabilsins. „Við vorum með 2-3 ára plan í huga, að liðið mátti ekki falla. Það var skýrt. Við ætluðum að festa okkur í sessi sem gott 2. deildarlið. En þegar fór að líða á tímabilið sáum við að við vorum langt frá því að falla og nær því að blanda okkur í einhverja baráttu. Þá var tekin ákvörðun að ná í tvo leikmenn til að gefa okkur tækifæri og það heppnaðist fullkomlega.“ Kristinn segir að föstudagurinn renni Dalvíkingum seint úr minni enda miklu til tjaldað. Dalvíkingar fagna eftir að Lengjudeildarsætið var í höfn.sævar geir sigurjónsson „Það var heljarinnar partí. Mætingin var frábær og eftirvæntingin í bæjarfélaginu mikil. Svo var leikurinn spennandi. Það hjálpaði ekki hjartveikum að við urðum manni færri í seinni hálfleiknum en við kláruðum þetta með fjórða markinu og þá fór allt á hliðina,“ sagði Kristinn. „Eftir leik voru svo mikil fagnaðarhöld eins og gefur að skilja og partí fram eftir.“ Sófameistarar Leikmenn Dalvíkur/Reynis komu svo saman daginn eftir og fylgdust með leik ÍR og KFA. Og úrslitin í honum urðu hagstæð og Dalvíkingar urðu því sófameistarar eins og sagt er. „Menn hittust í aðstöðunni hjá okkur og fundu lélegt streymi frá leik ÍR og KFA. Leikmenn og stjórnarmenn horfðu á leikinn saman. Það var ekki bjart upplitið á þeim þegar KFA komst í 0-2 en léttist lundin þegar ÍR fór að sækja. Þeir enduðu síðan á að vinna og við urðum sófameistarar,“ sagði Kristinn. Hann segir að Dalvíkingar séu ekki enn byrjaðir að undirbúa eða sjá fyrir sér næsta tímabil, enda er þetta ekki enn búið. En þeir ætla að standa sig vel undir stjórn Dragans Stojanovic. Dragan Stojanovic er reyndur þjálfari.sævar geir sigurjónsson „Hann á risastóran þátt í þessari velgengni. Hann kemur inn með aðrar áherslur og spilar aðeins öðruvísi fótbolta sem hentar liðið eins og Dalvík/Reyni mjög vel. Hann náði í góða leikmenn sem hjálpuðu okkur mikið. Við fengum lánsstráka frá KA og Þór og Áki Sölvason gerði tveggja ára samning við okkur,“ sagði Kristinn og vísaði þar til markahæsta leikmanns Dalvíkur/Reynis á tímabilinu. Í lokaumferð 2. deildarinnar um næstu helgi fara Dalvíkingar á Húsavík og mæta þar Völsungum. Eftir leikinn fá meistararnir 2. deildar bikarinn afhentan. Íslenski boltinn Dalvíkurbyggð Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Sjá meira
Eftir 4-2 sigur á Hetti/Hugin á föstudaginn var ljóst að Dalvík/Reynir myndi spila í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Eftir 4-2 sigur ÍR á KFA daginn var svo ljóst að Dalvík/Reynir myndi vinna 2. deildina. Dalvíkingar féllu niður í 3. deild 2020 og lentu í 7. sæti hennar árið eftir. Tímabilið 2022 tók Dalvík/Reynir hins vegar við sér, lenti í 2. sæti 3. deildar og vann sér sæti í 2. deildinni. Liðið gerði sér svo lítið fyrir og vann hana í sumar. „Galdurinn á bak við þetta er mikil uppbygging á svæðinu. Við fórum í risastórar breytingar á vellinum sem hefur verið svaðaleg upplyfting fyrir allt starfið. Það eru ekki nema 5-6 ár síðan liðið æfði varla á Dalvík. Það æfði á Árskógssandi og handónýtum völlum hér og þar. Breytingin á starfinu hefur verið svakaleg,“ sagði Kristinn Þór Björnsson, framkvæmdastjóri Dalvíkur/Reynis, í samtali við Vísi. „Svo fórum við að endurhugsa hlutina hjá okkur. Við erum með mjög skýran fjárhagsramma utan um það hvernig við viljum gera hlutina. Við fyllum liðið okkar ekki af aðkeyptum mönnum. Við erum með fjóra erlenda leikmenn og höfum viljað nota heimamenn auk stráka af svæðinu. Það er okkar módel sem við ætlum að halda okkur við og hefur gengið vonum framar.“ Aðstöðubylting Kristinn segir að sú ákvörðun að ráðast í viðamiklar framkvæmdir á Dalvíkurvelli hafi margborgað sig. Nýtt fyrsta flokks gervigras var lagt á völlinn auk þess sem vallarhús var reist. Síðan var fljóðljósum komið fyrir við völlinn. Kristinn Þór Björnsson er framkvæmdastjóri Dalvíkur/Reynis.sævar geir sigurjónsson „Iðkendafjöldinn í yngri flokkunum hefur aukist og hópurinn breikkað mikið. Allt líf í kringum fótboltann hefur gjörbreyst með þessari framkvæmd. Að æfa fótbolta er orðið heilsárs sport á Dalvík. Áður var það varla hægt nema í þrjá mánuði,“ sagði Kristinn. „Við fengum ekki nema 170 milljónir til verksins frá Dalvíkurbæ en félagið náði á ótrúlegan hátt, ásamt sjálfboðaliðum, að klára þetta.“ Stefnan ekki sett upp Sem fyrr sagði var Dalvík/Reynir nýliði í 2. deildinni í sumar og fyrir tímabilið var liðinu spáð um miðja deild. Væntingarnar hjá heimamönnum voru líka hóflegar en þær breyttust eftir því sem tímabilinu vatt fram. Borja Lopez Laguna fagnar marki sínu gegn Hetti/Hugin.sævar geir sigurjónsson „Stefnan var ekki sett þangað,“ sagði Kristinn og vísaði til árangurs tímabilsins. „Við vorum með 2-3 ára plan í huga, að liðið mátti ekki falla. Það var skýrt. Við ætluðum að festa okkur í sessi sem gott 2. deildarlið. En þegar fór að líða á tímabilið sáum við að við vorum langt frá því að falla og nær því að blanda okkur í einhverja baráttu. Þá var tekin ákvörðun að ná í tvo leikmenn til að gefa okkur tækifæri og það heppnaðist fullkomlega.“ Kristinn segir að föstudagurinn renni Dalvíkingum seint úr minni enda miklu til tjaldað. Dalvíkingar fagna eftir að Lengjudeildarsætið var í höfn.sævar geir sigurjónsson „Það var heljarinnar partí. Mætingin var frábær og eftirvæntingin í bæjarfélaginu mikil. Svo var leikurinn spennandi. Það hjálpaði ekki hjartveikum að við urðum manni færri í seinni hálfleiknum en við kláruðum þetta með fjórða markinu og þá fór allt á hliðina,“ sagði Kristinn. „Eftir leik voru svo mikil fagnaðarhöld eins og gefur að skilja og partí fram eftir.“ Sófameistarar Leikmenn Dalvíkur/Reynis komu svo saman daginn eftir og fylgdust með leik ÍR og KFA. Og úrslitin í honum urðu hagstæð og Dalvíkingar urðu því sófameistarar eins og sagt er. „Menn hittust í aðstöðunni hjá okkur og fundu lélegt streymi frá leik ÍR og KFA. Leikmenn og stjórnarmenn horfðu á leikinn saman. Það var ekki bjart upplitið á þeim þegar KFA komst í 0-2 en léttist lundin þegar ÍR fór að sækja. Þeir enduðu síðan á að vinna og við urðum sófameistarar,“ sagði Kristinn. Hann segir að Dalvíkingar séu ekki enn byrjaðir að undirbúa eða sjá fyrir sér næsta tímabil, enda er þetta ekki enn búið. En þeir ætla að standa sig vel undir stjórn Dragans Stojanovic. Dragan Stojanovic er reyndur þjálfari.sævar geir sigurjónsson „Hann á risastóran þátt í þessari velgengni. Hann kemur inn með aðrar áherslur og spilar aðeins öðruvísi fótbolta sem hentar liðið eins og Dalvík/Reyni mjög vel. Hann náði í góða leikmenn sem hjálpuðu okkur mikið. Við fengum lánsstráka frá KA og Þór og Áki Sölvason gerði tveggja ára samning við okkur,“ sagði Kristinn og vísaði þar til markahæsta leikmanns Dalvíkur/Reynis á tímabilinu. Í lokaumferð 2. deildarinnar um næstu helgi fara Dalvíkingar á Húsavík og mæta þar Völsungum. Eftir leikinn fá meistararnir 2. deildar bikarinn afhentan.
Íslenski boltinn Dalvíkurbyggð Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Sjá meira