658 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. september 2023 16:35 Borgin segir 2021 árganginn mun stærri en 2017 árganginn, þann sem er kominn í 1. bekk. Vísir/Vilhelm 658 börn 12 mánaða og eldri voru á biðlista eftir leikskólaplássi í leikskóla sem reknir eru af Reykjavíkurborg þann 1. september síðastliðinn. Þá eru 67 börn til viðbótar að bíða eftir flutningi úr sjálfstætt starfandi leikskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að áætlað sé að um 180-200 börn 12 mánaða og eldri frá 1. september séu ekki með dagvistun. Þar er að stórum hluta um að ræða eldri börn sem nýkomin eru á biðlista eftir leikskóla í Reykjavík. Þar segir ennfremur að aðlögun í bæði borgarrekna og sjálfstætt starfandi leikskóla sé í fullum gangi. Börnin byrji í aðlögun eftir skipulagi, oft elstu börnin fyrst og svo eru börnin tekin inn eftir aldri og eftir því sem nýráðið starfsfólk hefur störf. 2021 árgangurinn stór Meðal þeirra barna sem eru á biðlistanum eru um 120 börn sem eiga eftir að fá úthlutað plássi hjá sjálfsstætt starfandi leikskóla í borginni. Börn sem eru að fara að hefja vistun í sjálfstætt starfandi leikskólum en eru á biðlista eftir borgarreknum leikskólum detta ekki út af biðlistanum fyrr en vistun hefst, að því er segir í tilkynningu borgarinnar. Þá séu í dag 375 í vist hjá dagforeldrum, og flest þeirra eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Alltaf sé ákveðin keðjuverkun í vistunarmálum barna á leikskólaaldri en þegar pláss bjóðist í borgarreknum leikskóla losni gjarnan pláss á móti hjá sjálfsstætt starfandi skólum og hjá dagforeldrum sem bjóðist þá öðrum börnum. Mikil hreyfing sé auk þess á listum þegar fjölskyldur flytji á milli bæjarfélaga. Bætast muni við pláss hjá borgarreknum jafnt sem sjálfstætt starfandi skólum þegar viðgerðum og endurbótum á húsnæði lýkur og þegar nýtt skólahúsnæði er opnað. Segir í tilkynningunni að vert sé að hafa í huga að 2021 árgangurinn sé sérlega stór árgangur, einungis 2009 árgangurinn sé stærri. Þá sé 2017 árgangurinn sem hóf skólagöngu í 1. bekk í haust minnsti árgangurinn í grunnskólum. Stærðarmunur þeirra sem voru að fara í skóla og þeirra sem séu að koma inn sé tæplega 300 börn. Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir að áætlað sé að um 180-200 börn 12 mánaða og eldri frá 1. september séu ekki með dagvistun. Þar er að stórum hluta um að ræða eldri börn sem nýkomin eru á biðlista eftir leikskóla í Reykjavík. Þar segir ennfremur að aðlögun í bæði borgarrekna og sjálfstætt starfandi leikskóla sé í fullum gangi. Börnin byrji í aðlögun eftir skipulagi, oft elstu börnin fyrst og svo eru börnin tekin inn eftir aldri og eftir því sem nýráðið starfsfólk hefur störf. 2021 árgangurinn stór Meðal þeirra barna sem eru á biðlistanum eru um 120 börn sem eiga eftir að fá úthlutað plássi hjá sjálfsstætt starfandi leikskóla í borginni. Börn sem eru að fara að hefja vistun í sjálfstætt starfandi leikskólum en eru á biðlista eftir borgarreknum leikskólum detta ekki út af biðlistanum fyrr en vistun hefst, að því er segir í tilkynningu borgarinnar. Þá séu í dag 375 í vist hjá dagforeldrum, og flest þeirra eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Alltaf sé ákveðin keðjuverkun í vistunarmálum barna á leikskólaaldri en þegar pláss bjóðist í borgarreknum leikskóla losni gjarnan pláss á móti hjá sjálfsstætt starfandi skólum og hjá dagforeldrum sem bjóðist þá öðrum börnum. Mikil hreyfing sé auk þess á listum þegar fjölskyldur flytji á milli bæjarfélaga. Bætast muni við pláss hjá borgarreknum jafnt sem sjálfstætt starfandi skólum þegar viðgerðum og endurbótum á húsnæði lýkur og þegar nýtt skólahúsnæði er opnað. Segir í tilkynningunni að vert sé að hafa í huga að 2021 árgangurinn sé sérlega stór árgangur, einungis 2009 árgangurinn sé stærri. Þá sé 2017 árgangurinn sem hóf skólagöngu í 1. bekk í haust minnsti árgangurinn í grunnskólum. Stærðarmunur þeirra sem voru að fara í skóla og þeirra sem séu að koma inn sé tæplega 300 börn.
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira