„Þá sprakk bara veggurinn“ Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 11. september 2023 21:14 Átta manns voru í innri sal Pure Deli þegar veggurinn gaf sig og reyk tók að streyma inn í rýmið. Vísir/Margrét Björk Kona sem var inni á veitingastaðnum Pure Deli í Ögurhvarfi í Kópavogi í kvöld þegar eldur kom upp segir litlu hafa munað að stórslys yrði þegar veggur veitingastaðarins sprakk að hluta til. Eldurinn kom upp í húsnæði Zo-On, við hlið Pure Deli. „Við sátum þarna í innri salnum að bíða eftir matnum okkar. Svo byrjaði að koma brunaboð úr reykskynjaranum og allt pípti og pípti. Við skildum ekkert hvaða læti þetta voru og töluðum við þann sem var að gera pizzurnar fyrir aftan okkur og spurði hvort þetta væri eðlilegt hljóð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir sem var inni á staðnum Pure Deli í fimm manna hópi. „Svo kom bara eins og það væri brestur og við hugsuðum að vatnskerfið væri farið í gang. Þá stóðum við upp og ætluðum að drífa okkur út. Þá sprakk bara veggurinn. Við hlupum út með reykinn fyrir aftan okkur.“ Fréttamaður hitti Kristínu fyrir við staðinn, þar sem hún var komin til að skila hnífapörum sem hún hafði í óðagotinu kippt með sér. „Það kom bara svartur reykur. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist en við sáum þegar það byrjaði að skjótast af veggnum. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Íslendingar eru svo rólegir, þeir sitja alltaf bara kyrrir þótt það sé allt í gangi.“ Hún segir þá að fleiri viðskiptavinir hafi verið í innri salnum. „Við sátum sex við borðið, í innri salnum, og svo voru tveir aðrir þar. En hitt fólkið var allt frammi. Ég tók ekki eftir þessum tveimur en þeir hlupu bara út á sama tíma og við.“ Fólk hafi stokkið til og fært bíla sína til að greiða leið viðbragðsaðila að staðnum. „En ótrúlegt samt hvað allir voru rólegir. Einhverjir ætluðu að hlaupa aftur inn og ná í símana sína, en það var auðvitað ekkert í boði,“ segir Kristín. Slökkvilið Kópavogur Tengdar fréttir Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 11. september 2023 19:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
„Við sátum þarna í innri salnum að bíða eftir matnum okkar. Svo byrjaði að koma brunaboð úr reykskynjaranum og allt pípti og pípti. Við skildum ekkert hvaða læti þetta voru og töluðum við þann sem var að gera pizzurnar fyrir aftan okkur og spurði hvort þetta væri eðlilegt hljóð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir sem var inni á staðnum Pure Deli í fimm manna hópi. „Svo kom bara eins og það væri brestur og við hugsuðum að vatnskerfið væri farið í gang. Þá stóðum við upp og ætluðum að drífa okkur út. Þá sprakk bara veggurinn. Við hlupum út með reykinn fyrir aftan okkur.“ Fréttamaður hitti Kristínu fyrir við staðinn, þar sem hún var komin til að skila hnífapörum sem hún hafði í óðagotinu kippt með sér. „Það kom bara svartur reykur. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist en við sáum þegar það byrjaði að skjótast af veggnum. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Íslendingar eru svo rólegir, þeir sitja alltaf bara kyrrir þótt það sé allt í gangi.“ Hún segir þá að fleiri viðskiptavinir hafi verið í innri salnum. „Við sátum sex við borðið, í innri salnum, og svo voru tveir aðrir þar. En hitt fólkið var allt frammi. Ég tók ekki eftir þessum tveimur en þeir hlupu bara út á sama tíma og við.“ Fólk hafi stokkið til og fært bíla sína til að greiða leið viðbragðsaðila að staðnum. „En ótrúlegt samt hvað allir voru rólegir. Einhverjir ætluðu að hlaupa aftur inn og ná í símana sína, en það var auðvitað ekkert í boði,“ segir Kristín.
Slökkvilið Kópavogur Tengdar fréttir Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 11. september 2023 19:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 11. september 2023 19:27