Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2023 18:25 Mótmælendur sem eru ósáttir við stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum létu heyra vel í sér á Austurvelli við þingsetningu í dag. Vísir/Arnar Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. Þing var sett 154. skipti í dag. Athöfnin hófst með guðsjþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni gengu forseti Íslands, biskup, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Þar fyrir utan mátti finna mótmælendur, sem vildu vekja athygli á mismunandi málstöðum. Strandveiðimenn mótmæltu til að mynda stöðvun strandveiða í sumar, sem þeir segja ótímabæra. Matvælaráðherra tilkynnti í byrjun júlí að ekki væri svigrúm til að bæta við veiðiheimildum til handa strandveiðimönnum. Síðasti dagur veiðanna var 11. júlí, og því var um að ræða stystu strandveiðavertíð í sögu greinarinnar hér á landi. Strandveiðimenn á Austurvelli voru klæddir lopapeysum og sjóbuxum og létu óánægju sína í ljós við ráðamenn. Þá var fjöldi fólks á Austurvelli til að mótmæla brottvísunum hælisleitenda, sem hafa verið mikið í sviðsljósinu í sumar, eftir að áhrif nýrra útlendingalaga, sem tóku gildi í vor, fóru að koma fram. Mótmælendur báru skilti til að sýna samstöðu með fólk sem vísað hefur verið úr landi, auk þess sem fólk sem sjálft hefur verið svipt allri félagslegri þjónustu eftir að hafa fengið synjun um að dvelja hér á landi var á svæðinu. „Að leita öryggis er ekki glæpur“ og „Brottvísanir drepa“ var á meðal þess sem stóð á skiltum mótmælenda. Þriðji mótmælendahópurinn bar skilti með skilaboðum á borð við „Klámið burt“ og „Enginn fæðist í röngum líkama“. Ekki liggur fyrir hvaðan sá hópur vill klámið burt, en telja verður líklegt að síðarnefnda skiltið vísi til andstöðu við trans fólk, og hinsegin fræðslu í grunnskólum. Í spilaranum hér að ofan má sjá myndefni frá mótmælunum í dag. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Þing var sett 154. skipti í dag. Athöfnin hófst með guðsjþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö. Að henni lokinni gengu forseti Íslands, biskup, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Þar fyrir utan mátti finna mótmælendur, sem vildu vekja athygli á mismunandi málstöðum. Strandveiðimenn mótmæltu til að mynda stöðvun strandveiða í sumar, sem þeir segja ótímabæra. Matvælaráðherra tilkynnti í byrjun júlí að ekki væri svigrúm til að bæta við veiðiheimildum til handa strandveiðimönnum. Síðasti dagur veiðanna var 11. júlí, og því var um að ræða stystu strandveiðavertíð í sögu greinarinnar hér á landi. Strandveiðimenn á Austurvelli voru klæddir lopapeysum og sjóbuxum og létu óánægju sína í ljós við ráðamenn. Þá var fjöldi fólks á Austurvelli til að mótmæla brottvísunum hælisleitenda, sem hafa verið mikið í sviðsljósinu í sumar, eftir að áhrif nýrra útlendingalaga, sem tóku gildi í vor, fóru að koma fram. Mótmælendur báru skilti til að sýna samstöðu með fólk sem vísað hefur verið úr landi, auk þess sem fólk sem sjálft hefur verið svipt allri félagslegri þjónustu eftir að hafa fengið synjun um að dvelja hér á landi var á svæðinu. „Að leita öryggis er ekki glæpur“ og „Brottvísanir drepa“ var á meðal þess sem stóð á skiltum mótmælenda. Þriðji mótmælendahópurinn bar skilti með skilaboðum á borð við „Klámið burt“ og „Enginn fæðist í röngum líkama“. Ekki liggur fyrir hvaðan sá hópur vill klámið burt, en telja verður líklegt að síðarnefnda skiltið vísi til andstöðu við trans fólk, og hinsegin fræðslu í grunnskólum. Í spilaranum hér að ofan má sjá myndefni frá mótmælunum í dag.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum