„Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2023 18:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“. „Það kemur náttúrulega á óvart að það er lítið nýtt að frétta þarna. Það aðhald og þau úrræði sem voru kynnt til sögunnar í dag eru í raun úrræði sem hafa verið kynnt þrisvar til fjórum sinnum áður, úrræði sem voru fyrst kynnt til sögunnar í mars, þegar var há verðbólga. Við höfum ennþá séð háar verðbólgutölur og vaxtatölur líka, fara upp á við. Þess vegna bjuggumst við kannski við því að við myndum sjá meira útspil inn í kjaraveturinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hennar flokkur hefði viljað fá inn fullfjármagnaðan kjarapakka fyrir heimilin í landinu, til þess að koma í veg fyrir óróa á vinnumarkaði. „Ég myndi segja að það sé það sem Samfylkingin er kannski með augun á núna. Vegna þess að við breytum ekki heildarstefnunni hjá ríkisstjórninni, en við hefðum viljað sjá kjarapakka fyrir heimilin í landinu og munum berjast fyrir því áfram í vetur,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Gefur lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gaf lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar um aðhald. „Þetta með aðhaldið eða sparnaðinn virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim. Því þau rökstyðja þetta þannig að þau hefðu vel getað hugsað sér að eyða miklu meiri peningum, en þau ætli að eyða aðeins minni peningum, en reka samt ríkið áfram með mjög umtalsverðum halla þrátt fyrir allar þessar aukatekjur sem koma vegna ferðaþjónustu og aukinnar einkaneyslu á Íslandi,“ sagði Sigmundur. Hann tók þá í sama streng og Kristrún, og sagði lítið nýtt hafa verið kynnt. „Svo eru kynntir þessir 17 milljarðar í þriðja eða fjórða skiptið held ég núna, sem eru opnu vinnurýmin og stafrænar lausnir og eitthvað slíkt, og hærri gjöld og skattar á almenning. Það er undirstaða 17 milljarða króna aðhaldsins svokallaða,“ sagði Sigmundur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira
„Það kemur náttúrulega á óvart að það er lítið nýtt að frétta þarna. Það aðhald og þau úrræði sem voru kynnt til sögunnar í dag eru í raun úrræði sem hafa verið kynnt þrisvar til fjórum sinnum áður, úrræði sem voru fyrst kynnt til sögunnar í mars, þegar var há verðbólga. Við höfum ennþá séð háar verðbólgutölur og vaxtatölur líka, fara upp á við. Þess vegna bjuggumst við kannski við því að við myndum sjá meira útspil inn í kjaraveturinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hennar flokkur hefði viljað fá inn fullfjármagnaðan kjarapakka fyrir heimilin í landinu, til þess að koma í veg fyrir óróa á vinnumarkaði. „Ég myndi segja að það sé það sem Samfylkingin er kannski með augun á núna. Vegna þess að við breytum ekki heildarstefnunni hjá ríkisstjórninni, en við hefðum viljað sjá kjarapakka fyrir heimilin í landinu og munum berjast fyrir því áfram í vetur,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Gefur lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gaf lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar um aðhald. „Þetta með aðhaldið eða sparnaðinn virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim. Því þau rökstyðja þetta þannig að þau hefðu vel getað hugsað sér að eyða miklu meiri peningum, en þau ætli að eyða aðeins minni peningum, en reka samt ríkið áfram með mjög umtalsverðum halla þrátt fyrir allar þessar aukatekjur sem koma vegna ferðaþjónustu og aukinnar einkaneyslu á Íslandi,“ sagði Sigmundur. Hann tók þá í sama streng og Kristrún, og sagði lítið nýtt hafa verið kynnt. „Svo eru kynntir þessir 17 milljarðar í þriðja eða fjórða skiptið held ég núna, sem eru opnu vinnurýmin og stafrænar lausnir og eitthvað slíkt, og hærri gjöld og skattar á almenning. Það er undirstaða 17 milljarða króna aðhaldsins svokallaða,“ sagði Sigmundur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira