Opinbera forgjöf Gareth Bale sem verður í ráshóp með Rory McIlroy Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. september 2023 23:30 Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gareth Bale er lunkinn golfari. Stuart Franklin/Getty Images Ráhóparnir fyrir BMW PGA Championship Celebrity Pro-Am mótið í golfi sem hefst á morgun voru birtir fyrr í dag. Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gareth Bale verður í ráshóp með Norður-Íranum Rory McIlroy. Bale er einn af fjölmörgum fyrrverandi knattspyrnumönnum sem taka þátt á mótinu, enda hefur Walesverjinn aldrei reynt að leyna golfáhuga sínum. Þessi fyrrverandi leikmaður Tottenham og Real Madrid gekk meira að segja svo langt að segja að hann hefði meiri áhuga á að spila golf en fyrir spænska stórveldið er hann var leikmaður Madrídinga. Bale lagði knattspyrnuskóna á hilluna í janúar á þessu ári og hefur hann því haft nokkra mánuði til að leggja enn meiri áherslu á golfið. Það kemur líklega fáum á óvart að Bale er nokkuð lunkinn golfari, en um leið og ráshóparnir voru birtir var forgjöf áhugamannanna sem taka þátt opinberuð. Gareth Bale mætir til leiks með 0,5 í forgjöf, sem verður að teljast ansi gott. Með honum í ráshóp verður einnig fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Tottenham, Jermaine Jenas, sem er með þrjá í forgjöf. Þá eru fleiri fyrrverandi knattspyrnumenn sem taka þátt á mótinu. Þar má meðal annars nefna John Terry, fyrrverandi fyrirliða Chelsea og enska landsliðsins, sem er með 7,5 í forgjöf, ásamt Theo Walcott og Ben Foster. Walcott er með 10,2 í forgjöf og Foster átta. Ráshópana í heild sinni má sjá með því að smella hér. Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bale er einn af fjölmörgum fyrrverandi knattspyrnumönnum sem taka þátt á mótinu, enda hefur Walesverjinn aldrei reynt að leyna golfáhuga sínum. Þessi fyrrverandi leikmaður Tottenham og Real Madrid gekk meira að segja svo langt að segja að hann hefði meiri áhuga á að spila golf en fyrir spænska stórveldið er hann var leikmaður Madrídinga. Bale lagði knattspyrnuskóna á hilluna í janúar á þessu ári og hefur hann því haft nokkra mánuði til að leggja enn meiri áherslu á golfið. Það kemur líklega fáum á óvart að Bale er nokkuð lunkinn golfari, en um leið og ráshóparnir voru birtir var forgjöf áhugamannanna sem taka þátt opinberuð. Gareth Bale mætir til leiks með 0,5 í forgjöf, sem verður að teljast ansi gott. Með honum í ráshóp verður einnig fyrrverandi liðsfélagi hans hjá Tottenham, Jermaine Jenas, sem er með þrjá í forgjöf. Þá eru fleiri fyrrverandi knattspyrnumenn sem taka þátt á mótinu. Þar má meðal annars nefna John Terry, fyrrverandi fyrirliða Chelsea og enska landsliðsins, sem er með 7,5 í forgjöf, ásamt Theo Walcott og Ben Foster. Walcott er með 10,2 í forgjöf og Foster átta. Ráshópana í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira