Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 13. september 2023 21:11 Finnbjörn segir að meiri áherslu hefði átt að setja á tilfærslukerfin eins og barna-, húsnæðis- og vaxtabætur Stöð 2 Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp tíðindalítið og gefa lítið inn í yfirvofandi kjaraviðræður. „Það er ekkert í þessu sem ríkisstjórnin er að boða til að lækka verðbólgu,“ segir Finnbjörn um nýtt fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra. Frumvarpið var kynnt í gær og fara fram umræður um það á þingi á morgun. Finnbjörn segir of lítið gert fyrir heimilin í frumvarpinu og nefnir í því samhengi að litla hækkun sé að finna á barnabótum í frumvarpinu, og ekkert gefið í húsnæðis- eða vaxtabætur. Finnbjörn bendir á að það liggi fyrir að á næsta ári muni lán margra heimila falla af föstum vöxtum og að ASÍ hefði viljað sjá skýrari viðbrögð við því. „Ef það eru engar ráðstafanir fyrir það fólk, mun fara illa,“ segir Finnbjörn en hann var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir jákvætt, fyrir kjarasamningsviðræðurnar sem framundan eru, að í frumvarpinu sé verið að veita stofnlán til þúsund íbúða. „Það veitir ekki af því húsnæðismarkaðurinn er alveg í rusli hérna.“ Finnbjörn segir slíkar aðgerðir tala inn í yfirvofandi kjaraviðræður en fjármálaráðherra hefur sagt að hann vilji sjá gerða langtímasamninga á markaði. Finnbjörn segir þó þessi stofnlán í raun það eina í frumvarpinu sem tali til nýrra kjarasamninga. „Það er ekki verið að létta undir í neinum kjaraviðræðum með þessum frumvarpi,“ segir Finnbjörn og að það gæti komið til hörku í viðræðunum. „En við vitum alveg hvert við viljum fara í því. Við viljum auka kaupmátt fólks í landinu. Bara eins og fyrirtækin eru ekki tilbúin til þess að gefa eftir, þá gefum við ekkert eftir í þessum efnum.“ Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Stéttarfélög ASÍ Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06 Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14 „Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“ Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“. 12. september 2023 18:54 Segja rangt að Samtökin '78 fái ekki fjárveitingu Forsætisráðuneytið segir alrangt að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna Samtakanna '78 í fjárlögum næsta árs. Samtökin fái þó minna á næsta ári en þessu. 12. september 2023 17:15 Skilur ekkert í yfirlýsingum um aðhald í ríkisfjármálum Formaður Miðflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um aðhald í ríkisfjármálum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt. Þingmaður Viðreisnar segir lítið nýtt í frumvarpinu. 12. september 2023 12:31 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira
Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp tíðindalítið og gefa lítið inn í yfirvofandi kjaraviðræður. „Það er ekkert í þessu sem ríkisstjórnin er að boða til að lækka verðbólgu,“ segir Finnbjörn um nýtt fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra. Frumvarpið var kynnt í gær og fara fram umræður um það á þingi á morgun. Finnbjörn segir of lítið gert fyrir heimilin í frumvarpinu og nefnir í því samhengi að litla hækkun sé að finna á barnabótum í frumvarpinu, og ekkert gefið í húsnæðis- eða vaxtabætur. Finnbjörn bendir á að það liggi fyrir að á næsta ári muni lán margra heimila falla af föstum vöxtum og að ASÍ hefði viljað sjá skýrari viðbrögð við því. „Ef það eru engar ráðstafanir fyrir það fólk, mun fara illa,“ segir Finnbjörn en hann var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir jákvætt, fyrir kjarasamningsviðræðurnar sem framundan eru, að í frumvarpinu sé verið að veita stofnlán til þúsund íbúða. „Það veitir ekki af því húsnæðismarkaðurinn er alveg í rusli hérna.“ Finnbjörn segir slíkar aðgerðir tala inn í yfirvofandi kjaraviðræður en fjármálaráðherra hefur sagt að hann vilji sjá gerða langtímasamninga á markaði. Finnbjörn segir þó þessi stofnlán í raun það eina í frumvarpinu sem tali til nýrra kjarasamninga. „Það er ekki verið að létta undir í neinum kjaraviðræðum með þessum frumvarpi,“ segir Finnbjörn og að það gæti komið til hörku í viðræðunum. „En við vitum alveg hvert við viljum fara í því. Við viljum auka kaupmátt fólks í landinu. Bara eins og fyrirtækin eru ekki tilbúin til þess að gefa eftir, þá gefum við ekkert eftir í þessum efnum.“
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Stéttarfélög ASÍ Kjaraviðræður 2023 Tengdar fréttir Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06 Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14 „Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“ Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“. 12. september 2023 18:54 Segja rangt að Samtökin '78 fái ekki fjárveitingu Forsætisráðuneytið segir alrangt að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna Samtakanna '78 í fjárlögum næsta árs. Samtökin fái þó minna á næsta ári en þessu. 12. september 2023 17:15 Skilur ekkert í yfirlýsingum um aðhald í ríkisfjármálum Formaður Miðflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um aðhald í ríkisfjármálum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt. Þingmaður Viðreisnar segir lítið nýtt í frumvarpinu. 12. september 2023 12:31 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira
Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. 13. september 2023 12:06
Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14
„Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“ Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“. 12. september 2023 18:54
Segja rangt að Samtökin '78 fái ekki fjárveitingu Forsætisráðuneytið segir alrangt að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna Samtakanna '78 í fjárlögum næsta árs. Samtökin fái þó minna á næsta ári en þessu. 12. september 2023 17:15
Skilur ekkert í yfirlýsingum um aðhald í ríkisfjármálum Formaður Miðflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um aðhald í ríkisfjármálum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt. Þingmaður Viðreisnar segir lítið nýtt í frumvarpinu. 12. september 2023 12:31