Umdeildar breytingar leikskólamála sagðar ganga vel Árni Sæberg skrifar 14. september 2023 14:31 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, er ánægð með breytingarnar. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Kópavogs segir fyrstu niðurstöður varðandi breytingar á leikskólamálum bæjarins vera mjög jákvæðar. Breytingarnar voru mjög umdeildar þegar tilkynnt var um þær í sumar. Breytingarnar, sem kynntar voru í lok júlí voru þær helstar að sex klukkustunda vist á dag yrði gjaldfrjáls en gjald færi stigvaxandi eftir því hversu lengi börn eru vistuð. Mikil ólga var meðal foreldra leikskólabarna í bænum og þeir sögðu margir að leikskólakostnaður þeirra hækkaði gríðarlega eftir breytingarnar. „Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ sagði einn þeirra. Skóla fullmannaðir og dvalartími styst Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að breytingarnar hafi gengið vel og haft jákvæð áhrif. Flestir leikskólar sé fullmannaðir og dvalartími barna hafi styst verulega. Námsumhverfi og skipulag leikskóladags allra barna í leikskólum sé afslappaðri, áreiti minna og viðvera starfsfólks með börnum meiri og rólegri. Með sama áframhaldi muni stöðugleiki og gæði í starfi leikskólanna aukast foreldrum og börnum til hagsbóta. Færri börn séu í leikskólum á morgnana og seinnipart dags sem skapi betri aðstæður og rólegra umhverfi fyrir þau börn sem dvelja lengur á leikskólanum. Þannig hafi breytingarnar jákvæð áhrif fyrir öll börn hversu langur sem dvalartíminn er. „Þessar fyrstu niðurstöður eru afar jákvæðar sem bendir til þess að breytingarnar, sem byggja á tillögum starfshóps skipaður fulltrúum helstu hagsmunaðila, eru að skila árangri. Að mati leikskólastjóra gengur mönnun í leikskólum mun betur miðað við fyrri ár, dvalartími barna er að styttast og foreldrar eru að nýta sér aukinn sveigjanleika til að stytta daga vikunnar. Markmið breytinganna var að efla leikskólastarfið með betri mönnun og bættri þjónustu, ég trúi ekki öðru en að við séum að ná því markmiði,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra. Tæplega þriðjungur stytt dvöl Þá segir að tæplega tvö þúsund börn séu innrituð í leikskóla Kópavogs. Tæplega þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna sinna og um nítján prósent barna, séu nú skráð í sex tíma eða minna á dag, samanborið við tvö prósent í fyrra. Meðaldvalarstundir barna, miðað við samþykktar umsóknir, hafi farið úr 8,1 tíma haustið 2022 niður í 7,5 tíma á dag. Á síðastliðnu skólaári hafi 85 prósent barna, um 1.700, verið í átta tíma dvöl eða meira en í dag séu um 56 prósent barna, um 1.100, í átta tíma dvöl eða meira. Þess megi geta að umsóknir breytingu á dvalartíma séu enn að berast og taki fjöldatölur því stöðugum breytingum. Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Breytingarnar, sem kynntar voru í lok júlí voru þær helstar að sex klukkustunda vist á dag yrði gjaldfrjáls en gjald færi stigvaxandi eftir því hversu lengi börn eru vistuð. Mikil ólga var meðal foreldra leikskólabarna í bænum og þeir sögðu margir að leikskólakostnaður þeirra hækkaði gríðarlega eftir breytingarnar. „Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ sagði einn þeirra. Skóla fullmannaðir og dvalartími styst Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að breytingarnar hafi gengið vel og haft jákvæð áhrif. Flestir leikskólar sé fullmannaðir og dvalartími barna hafi styst verulega. Námsumhverfi og skipulag leikskóladags allra barna í leikskólum sé afslappaðri, áreiti minna og viðvera starfsfólks með börnum meiri og rólegri. Með sama áframhaldi muni stöðugleiki og gæði í starfi leikskólanna aukast foreldrum og börnum til hagsbóta. Færri börn séu í leikskólum á morgnana og seinnipart dags sem skapi betri aðstæður og rólegra umhverfi fyrir þau börn sem dvelja lengur á leikskólanum. Þannig hafi breytingarnar jákvæð áhrif fyrir öll börn hversu langur sem dvalartíminn er. „Þessar fyrstu niðurstöður eru afar jákvæðar sem bendir til þess að breytingarnar, sem byggja á tillögum starfshóps skipaður fulltrúum helstu hagsmunaðila, eru að skila árangri. Að mati leikskólastjóra gengur mönnun í leikskólum mun betur miðað við fyrri ár, dvalartími barna er að styttast og foreldrar eru að nýta sér aukinn sveigjanleika til að stytta daga vikunnar. Markmið breytinganna var að efla leikskólastarfið með betri mönnun og bættri þjónustu, ég trúi ekki öðru en að við séum að ná því markmiði,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra. Tæplega þriðjungur stytt dvöl Þá segir að tæplega tvö þúsund börn séu innrituð í leikskóla Kópavogs. Tæplega þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna sinna og um nítján prósent barna, séu nú skráð í sex tíma eða minna á dag, samanborið við tvö prósent í fyrra. Meðaldvalarstundir barna, miðað við samþykktar umsóknir, hafi farið úr 8,1 tíma haustið 2022 niður í 7,5 tíma á dag. Á síðastliðnu skólaári hafi 85 prósent barna, um 1.700, verið í átta tíma dvöl eða meira en í dag séu um 56 prósent barna, um 1.100, í átta tíma dvöl eða meira. Þess megi geta að umsóknir breytingu á dvalartíma séu enn að berast og taki fjöldatölur því stöðugum breytingum.
Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira