Hauskúpan var mögulega notuð sem öskubakki Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2023 20:01 Hauskúpubrotin eru um og yfir tíu sentímetra í þvermál. Flest er enn á huldu um eiganda höfuðkúpunnar. Vísir/Einar Hauskúpan sem fannst í Ráðherrabústaðnum í sumar er líklegast af smávaxinni konu og var mögulega notuð sem öskubakki. Iðnaðarmenn sem unnu við framkvæmdir í risi ráðherrabústaðarins fundu höfuðkúpuna undir gólffjölum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Mbl fyrr í vikunni að mönnunum hefði óneitanlega brugðið nokkuð við. Í fréttinni hér fyrir ofan sjáum við svo sjálfan vettvang beinafundarins; umrætt háaloft í Ráðherrabústaðnum þar sem alla jafna er lítill umgangur. Fjalirnar á gólfinu voru fjarlægðar í framkvæmdunum í sumar - og hauskúpubrotunum sem hvíldu undir þeim hefur verið fundið nýtt heimili í bili, á rannsóknarstofu Þjóðminjasafnsins í Hafnarfirði. Fréttamaður vitjar brotanna í innslaginu hér að ofan. Ekki er vitað hvenær eigandi höfuðkúpunnar var uppi eða hvort viðkomandi var Íslendingur, unnið er að greiningu. En aðrir þættir liggja fyrir. „Þetta er líklega kona hún hefur verið smávaxin, hann sér það á stærð höfuðkúpunnar,“ segir Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins. Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins, með höfuðkúpubrotin við hlið sér.Vísir/Einar Höfuðkúpur notaðar sem öskubakkar Ekki eru vísbendingar um að konan hafi hlotið áverka í lifanda lífi. Margt bendir hins vegar til þess að ekki hafi alltaf verið farið vel með beinin eftir andlát hennar, hvenær sem það var. „Við vitum að höfuðkúpur voru notaðar sem öskubakkar og við erum með hér í okkar safnkosti höfuðkúpur sem voru notaðar sem öskubakkar,“ segir Ágústa. Þannig að það er allavega ein kenning sem væri alveg raunhæfur möguleiki? „Já, og það væri hægt í framhaldinu að skoða það.“ Þá eru sérfræðingar engu nær um hvernig beinin rötuðu í Ráðherrabústaðinn. „Það er augljóst að einhver hefur sett þetta þarna, þetta er ekki eitthvað sem tapast milli gólffjala. Væntanlega hefur þetta verið sett þarna niður, lokað fyrir og ákveðið að þessi bein ættu að fá að hvíla þarna,“ segir Ágústa. „Þetta er náttúrulega eins og upphafið að glæpasögu og það átta sig allir á því, jafnvel kaldrifjaðir vísindamenn.“ Fornminjar Reykjavík Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Agnar og Sunna ráða gátuna Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er. 14. september 2023 13:18 Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. 13. september 2023 20:39 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Iðnaðarmenn sem unnu við framkvæmdir í risi ráðherrabústaðarins fundu höfuðkúpuna undir gólffjölum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Mbl fyrr í vikunni að mönnunum hefði óneitanlega brugðið nokkuð við. Í fréttinni hér fyrir ofan sjáum við svo sjálfan vettvang beinafundarins; umrætt háaloft í Ráðherrabústaðnum þar sem alla jafna er lítill umgangur. Fjalirnar á gólfinu voru fjarlægðar í framkvæmdunum í sumar - og hauskúpubrotunum sem hvíldu undir þeim hefur verið fundið nýtt heimili í bili, á rannsóknarstofu Þjóðminjasafnsins í Hafnarfirði. Fréttamaður vitjar brotanna í innslaginu hér að ofan. Ekki er vitað hvenær eigandi höfuðkúpunnar var uppi eða hvort viðkomandi var Íslendingur, unnið er að greiningu. En aðrir þættir liggja fyrir. „Þetta er líklega kona hún hefur verið smávaxin, hann sér það á stærð höfuðkúpunnar,“ segir Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins. Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins, með höfuðkúpubrotin við hlið sér.Vísir/Einar Höfuðkúpur notaðar sem öskubakkar Ekki eru vísbendingar um að konan hafi hlotið áverka í lifanda lífi. Margt bendir hins vegar til þess að ekki hafi alltaf verið farið vel með beinin eftir andlát hennar, hvenær sem það var. „Við vitum að höfuðkúpur voru notaðar sem öskubakkar og við erum með hér í okkar safnkosti höfuðkúpur sem voru notaðar sem öskubakkar,“ segir Ágústa. Þannig að það er allavega ein kenning sem væri alveg raunhæfur möguleiki? „Já, og það væri hægt í framhaldinu að skoða það.“ Þá eru sérfræðingar engu nær um hvernig beinin rötuðu í Ráðherrabústaðinn. „Það er augljóst að einhver hefur sett þetta þarna, þetta er ekki eitthvað sem tapast milli gólffjala. Væntanlega hefur þetta verið sett þarna niður, lokað fyrir og ákveðið að þessi bein ættu að fá að hvíla þarna,“ segir Ágústa. „Þetta er náttúrulega eins og upphafið að glæpasögu og það átta sig allir á því, jafnvel kaldrifjaðir vísindamenn.“
Fornminjar Reykjavík Tengdar fréttir Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21 Agnar og Sunna ráða gátuna Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er. 14. september 2023 13:18 Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. 13. september 2023 20:39 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Höfuðkúpa fannst í Ráðherrabústaðnum Við framkvæmdir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum fundust tveir hlutar úr höfuðkúpu manneskju. Ekki er grunur um glæpsamlegt athæfi. Beinin eru komin í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. 11. september 2023 16:21
Agnar og Sunna ráða gátuna Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er. 14. september 2023 13:18
Ekki góð örlög að enda sem höfuðkúpa í ráðherrabústað Íslensk erfiðagreinin raðgreinir nú sýni úr beinunum sem fundust undir gólffjölum í ráðherrabústaðnum. Kári Stefánsson segir það ekki góð örlög að enda þar. Hann segir það réttlætismál að komast að uppruna beinanna. 13. september 2023 20:39