„Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. september 2023 21:01 Bergþóra og Geirdís fara fyrir hópi fólks sem kalla sig Hjólabúa og hafa lengi barist fyrir varanlegri staðsetningu fyrir þá sem kjósa búsetuúrræði líkt og hjólhýsi. Vísir/Arnar Halldórsson Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. Eftir að hafa verið gert að yfirgefa Laugardalinn í byrjun sumars var fólkinu úthlutað plássi á iðnaðarplani við Sævarhöfða. Þar er yfirgefin verksmiðjubygging í mikilli niðurníðslu. Í roki hafa þykkar rúður í húsinu brotnað og glerbrot dreifst yfir planið þar sem hópurinn hefst nú við. Mikill hávaði frá umferð er á svæðinu og lítið skjól. Þá er þar ekkert heitt vatn. Bergþóra og Geirdís fara fyrir hópi fólks sem kalla sig Hjólabúa og hafa lengi barist fyrir varanlegri staðsetningu fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. Þær gagnrýna harðlega samskipta-og afskiptaleysi borgarinnar þar sem mikil óvissa ríkir um framhaldið og veturinn handan við hornið. „Það er bara allt í járnum, við erum búnar að reyna senda tölvupósta og hringja og fá einhver viðbrögð. Við erum að reyna að fá sæti við borðið þannig við séum svolítið með í umræðunni en það hefur bara gengið illa, því miður, segir Geirdís. „Við erum búin að gera ýmislegt til að reyna að koma á samtali. Það er bara rosalegur seinagangur, ég skil þetta ekki. Ég er farin að hugsa hvort þetta séu hreinlega fordómar fyrir þessu búsetuformi.“ En nú er þetta orðið mjög vinsælt búsetuform í heiminum og ef þetta er hægt í þeim löndum sem við miðum okkur við, af hverju ekki á litla Íslandi? Bergþóra tekur undir orð Geirdísar. „Borgin bara gerir ekki neitt. Þetta byrjaði árið 2017. Ef þau myndu bara vinna vinnuna sína þá væri þetta ekki svona. Ég skil bara ekki svona hangsarahátt. Það er hægt að fara til útlanda og skoða hjólastíga, afhverju er ekki hægt að skoða svona úrræði, ég hefði haldið að það væri meiri þörf á því.“ Aðspurð hvort hún sé með skilaboð til borgarstjóra segir Bergþóra þau svo mörg að hún viti ekki hvar hún eigi að byrja. „Bara fara að vinna vinnuna sína, svara tölvupóstum og ekki bara gera ekki neitt.“ Hvernig leggst veturinn í ykkur? „Bara ágætlega, verðum við ekki að segja það. Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð,“ segir Bergþóra. „Við náttúrulega verðum að gera það besta úr stöðunni eins og hún er núna, á meðan við fáum engin svör, ekkert samtal og ekki neitt,“ segir Geirdís. Við verðum að reyna að koma okkur eins kósý fyrir og við mögulega getum. En mig kvíður pínulítið fyrir vetrinum hér. Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Eftir að hafa verið gert að yfirgefa Laugardalinn í byrjun sumars var fólkinu úthlutað plássi á iðnaðarplani við Sævarhöfða. Þar er yfirgefin verksmiðjubygging í mikilli niðurníðslu. Í roki hafa þykkar rúður í húsinu brotnað og glerbrot dreifst yfir planið þar sem hópurinn hefst nú við. Mikill hávaði frá umferð er á svæðinu og lítið skjól. Þá er þar ekkert heitt vatn. Bergþóra og Geirdís fara fyrir hópi fólks sem kalla sig Hjólabúa og hafa lengi barist fyrir varanlegri staðsetningu fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. Þær gagnrýna harðlega samskipta-og afskiptaleysi borgarinnar þar sem mikil óvissa ríkir um framhaldið og veturinn handan við hornið. „Það er bara allt í járnum, við erum búnar að reyna senda tölvupósta og hringja og fá einhver viðbrögð. Við erum að reyna að fá sæti við borðið þannig við séum svolítið með í umræðunni en það hefur bara gengið illa, því miður, segir Geirdís. „Við erum búin að gera ýmislegt til að reyna að koma á samtali. Það er bara rosalegur seinagangur, ég skil þetta ekki. Ég er farin að hugsa hvort þetta séu hreinlega fordómar fyrir þessu búsetuformi.“ En nú er þetta orðið mjög vinsælt búsetuform í heiminum og ef þetta er hægt í þeim löndum sem við miðum okkur við, af hverju ekki á litla Íslandi? Bergþóra tekur undir orð Geirdísar. „Borgin bara gerir ekki neitt. Þetta byrjaði árið 2017. Ef þau myndu bara vinna vinnuna sína þá væri þetta ekki svona. Ég skil bara ekki svona hangsarahátt. Það er hægt að fara til útlanda og skoða hjólastíga, afhverju er ekki hægt að skoða svona úrræði, ég hefði haldið að það væri meiri þörf á því.“ Aðspurð hvort hún sé með skilaboð til borgarstjóra segir Bergþóra þau svo mörg að hún viti ekki hvar hún eigi að byrja. „Bara fara að vinna vinnuna sína, svara tölvupóstum og ekki bara gera ekki neitt.“ Hvernig leggst veturinn í ykkur? „Bara ágætlega, verðum við ekki að segja það. Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð,“ segir Bergþóra. „Við náttúrulega verðum að gera það besta úr stöðunni eins og hún er núna, á meðan við fáum engin svör, ekkert samtal og ekki neitt,“ segir Geirdís. Við verðum að reyna að koma okkur eins kósý fyrir og við mögulega getum. En mig kvíður pínulítið fyrir vetrinum hér.
Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira