„Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. september 2023 21:01 Bergþóra og Geirdís fara fyrir hópi fólks sem kalla sig Hjólabúa og hafa lengi barist fyrir varanlegri staðsetningu fyrir þá sem kjósa búsetuúrræði líkt og hjólhýsi. Vísir/Arnar Halldórsson Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. Eftir að hafa verið gert að yfirgefa Laugardalinn í byrjun sumars var fólkinu úthlutað plássi á iðnaðarplani við Sævarhöfða. Þar er yfirgefin verksmiðjubygging í mikilli niðurníðslu. Í roki hafa þykkar rúður í húsinu brotnað og glerbrot dreifst yfir planið þar sem hópurinn hefst nú við. Mikill hávaði frá umferð er á svæðinu og lítið skjól. Þá er þar ekkert heitt vatn. Bergþóra og Geirdís fara fyrir hópi fólks sem kalla sig Hjólabúa og hafa lengi barist fyrir varanlegri staðsetningu fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. Þær gagnrýna harðlega samskipta-og afskiptaleysi borgarinnar þar sem mikil óvissa ríkir um framhaldið og veturinn handan við hornið. „Það er bara allt í járnum, við erum búnar að reyna senda tölvupósta og hringja og fá einhver viðbrögð. Við erum að reyna að fá sæti við borðið þannig við séum svolítið með í umræðunni en það hefur bara gengið illa, því miður, segir Geirdís. „Við erum búin að gera ýmislegt til að reyna að koma á samtali. Það er bara rosalegur seinagangur, ég skil þetta ekki. Ég er farin að hugsa hvort þetta séu hreinlega fordómar fyrir þessu búsetuformi.“ En nú er þetta orðið mjög vinsælt búsetuform í heiminum og ef þetta er hægt í þeim löndum sem við miðum okkur við, af hverju ekki á litla Íslandi? Bergþóra tekur undir orð Geirdísar. „Borgin bara gerir ekki neitt. Þetta byrjaði árið 2017. Ef þau myndu bara vinna vinnuna sína þá væri þetta ekki svona. Ég skil bara ekki svona hangsarahátt. Það er hægt að fara til útlanda og skoða hjólastíga, afhverju er ekki hægt að skoða svona úrræði, ég hefði haldið að það væri meiri þörf á því.“ Aðspurð hvort hún sé með skilaboð til borgarstjóra segir Bergþóra þau svo mörg að hún viti ekki hvar hún eigi að byrja. „Bara fara að vinna vinnuna sína, svara tölvupóstum og ekki bara gera ekki neitt.“ Hvernig leggst veturinn í ykkur? „Bara ágætlega, verðum við ekki að segja það. Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð,“ segir Bergþóra. „Við náttúrulega verðum að gera það besta úr stöðunni eins og hún er núna, á meðan við fáum engin svör, ekkert samtal og ekki neitt,“ segir Geirdís. Við verðum að reyna að koma okkur eins kósý fyrir og við mögulega getum. En mig kvíður pínulítið fyrir vetrinum hér. Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Eftir að hafa verið gert að yfirgefa Laugardalinn í byrjun sumars var fólkinu úthlutað plássi á iðnaðarplani við Sævarhöfða. Þar er yfirgefin verksmiðjubygging í mikilli niðurníðslu. Í roki hafa þykkar rúður í húsinu brotnað og glerbrot dreifst yfir planið þar sem hópurinn hefst nú við. Mikill hávaði frá umferð er á svæðinu og lítið skjól. Þá er þar ekkert heitt vatn. Bergþóra og Geirdís fara fyrir hópi fólks sem kalla sig Hjólabúa og hafa lengi barist fyrir varanlegri staðsetningu fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. Þær gagnrýna harðlega samskipta-og afskiptaleysi borgarinnar þar sem mikil óvissa ríkir um framhaldið og veturinn handan við hornið. „Það er bara allt í járnum, við erum búnar að reyna senda tölvupósta og hringja og fá einhver viðbrögð. Við erum að reyna að fá sæti við borðið þannig við séum svolítið með í umræðunni en það hefur bara gengið illa, því miður, segir Geirdís. „Við erum búin að gera ýmislegt til að reyna að koma á samtali. Það er bara rosalegur seinagangur, ég skil þetta ekki. Ég er farin að hugsa hvort þetta séu hreinlega fordómar fyrir þessu búsetuformi.“ En nú er þetta orðið mjög vinsælt búsetuform í heiminum og ef þetta er hægt í þeim löndum sem við miðum okkur við, af hverju ekki á litla Íslandi? Bergþóra tekur undir orð Geirdísar. „Borgin bara gerir ekki neitt. Þetta byrjaði árið 2017. Ef þau myndu bara vinna vinnuna sína þá væri þetta ekki svona. Ég skil bara ekki svona hangsarahátt. Það er hægt að fara til útlanda og skoða hjólastíga, afhverju er ekki hægt að skoða svona úrræði, ég hefði haldið að það væri meiri þörf á því.“ Aðspurð hvort hún sé með skilaboð til borgarstjóra segir Bergþóra þau svo mörg að hún viti ekki hvar hún eigi að byrja. „Bara fara að vinna vinnuna sína, svara tölvupóstum og ekki bara gera ekki neitt.“ Hvernig leggst veturinn í ykkur? „Bara ágætlega, verðum við ekki að segja það. Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð,“ segir Bergþóra. „Við náttúrulega verðum að gera það besta úr stöðunni eins og hún er núna, á meðan við fáum engin svör, ekkert samtal og ekki neitt,“ segir Geirdís. Við verðum að reyna að koma okkur eins kósý fyrir og við mögulega getum. En mig kvíður pínulítið fyrir vetrinum hér.
Félagsmál Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira