Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2023 20:13 „Í stöðuskýrslu stýrihóps ráðherra voru sett fram fjárhagsleg rök fyrir sameiningu skólanna sem standast enga skoðun og lagði ég til að umræddur kafli yrði felldur burt. Við því var ekki orðið,“ skrifar Karl í bréfi til starfsmanna MA. Vísir/Vilhelm/Stjórnarráðið Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. Karl Frímannsson skólameistari MA sendi í dag bréf til allra starfsmanna skólans þar sem hann greindi frá afstöðu sinni. Norðlenski vefmiðillinn Akureyri.net greindi fyrst frá og birti bréfið í heild sinni. Í bréfinu segist Karl frá upphafi málsins hafa ítrekað talað gegn því að farið yrði í þá vinnu að auka samstarf skólanna ef markmiðið yrði að spara og skera niður. „Í stöðuskýrslu stýrihóps ráðherra voru sett fram fjárhagsleg rök fyrir sameiningu skólanna sem standast enga skoðun og lagði ég til að umræddur kafli yrði felldur burt. Við því var ekki orðið,“ skrifar Karl til starfsmanna. Þá segist hann ekki getað haldið málinu áfram á meðan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segi málið til þess fallið að spara. „Eins og staðan er núna, þegar ráðherra á undanförnum dögum ítrekar í fjölmiðlum að markmið með vinnunni sé að spara og hagræða, sé ég mér ekki fært sem skólameistari MA að halda málinu áfram og leggst alfarið gegn því að hefja nokkra vinnu um aukið samstarf á þessum forsendum. Hef ég upplýst ráðherra um afstöðu mína,“ skrifar Karl jafnframt. Loks segir hann erfitt að að sjá málið þróast á þann veg sem raun ber vitni. Hann ítrekar að innan Menntaskólans á Akureyri starfi öflugur og framsækinn hópur sem vinni að farsælum breytingum í þágu nemenda og skólans. Fjölgar í hópi mótfallinna Miklar umræður hafa skapast vegna áforma um mögulega sameiningu MA og VMA. Nemendur MA blésu fyrr í mánuðinum til mótmæla á Ráðhústorgi vegna málsins. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti nemendafélags MA sagði nemendur sjokkeraða yfir áformunum. Þá sendi Kennarafélag MA frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fram kom að félagið væri alfarið á móti sameiningu skólanna og skori á ráðherra að falla frá áformunum. Þá sagði félagið skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Loks hefur Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar skorað á Ásmund, flokksbróður sinn, að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir að það verði að gefa svigrúm til þess að umræðan geti átt sér stað á málefnalegum grundvelli, með það að endamarkmiði að framhaldsskólasamfélagið á Akureyri verði það öflugasta á landinu. Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Karl Frímannsson skólameistari MA sendi í dag bréf til allra starfsmanna skólans þar sem hann greindi frá afstöðu sinni. Norðlenski vefmiðillinn Akureyri.net greindi fyrst frá og birti bréfið í heild sinni. Í bréfinu segist Karl frá upphafi málsins hafa ítrekað talað gegn því að farið yrði í þá vinnu að auka samstarf skólanna ef markmiðið yrði að spara og skera niður. „Í stöðuskýrslu stýrihóps ráðherra voru sett fram fjárhagsleg rök fyrir sameiningu skólanna sem standast enga skoðun og lagði ég til að umræddur kafli yrði felldur burt. Við því var ekki orðið,“ skrifar Karl til starfsmanna. Þá segist hann ekki getað haldið málinu áfram á meðan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segi málið til þess fallið að spara. „Eins og staðan er núna, þegar ráðherra á undanförnum dögum ítrekar í fjölmiðlum að markmið með vinnunni sé að spara og hagræða, sé ég mér ekki fært sem skólameistari MA að halda málinu áfram og leggst alfarið gegn því að hefja nokkra vinnu um aukið samstarf á þessum forsendum. Hef ég upplýst ráðherra um afstöðu mína,“ skrifar Karl jafnframt. Loks segir hann erfitt að að sjá málið þróast á þann veg sem raun ber vitni. Hann ítrekar að innan Menntaskólans á Akureyri starfi öflugur og framsækinn hópur sem vinni að farsælum breytingum í þágu nemenda og skólans. Fjölgar í hópi mótfallinna Miklar umræður hafa skapast vegna áforma um mögulega sameiningu MA og VMA. Nemendur MA blésu fyrr í mánuðinum til mótmæla á Ráðhústorgi vegna málsins. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti nemendafélags MA sagði nemendur sjokkeraða yfir áformunum. Þá sendi Kennarafélag MA frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem fram kom að félagið væri alfarið á móti sameiningu skólanna og skori á ráðherra að falla frá áformunum. Þá sagði félagið skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Loks hefur Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar skorað á Ásmund, flokksbróður sinn, að endurskoða vinnu og markmið með sameiningu MA og VMA með það að leiðarljósi að efla nám framhaldsskólanna í breiðu samráði. Hún segir að það verði að gefa svigrúm til þess að umræðan geti átt sér stað á málefnalegum grundvelli, með það að endamarkmiði að framhaldsskólasamfélagið á Akureyri verði það öflugasta á landinu.
Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira