Blóð tekið úr færri hryssum þegar reglugerð ESB tekur við Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. september 2023 15:13 Skjáskot úr heimildarmynd alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation sem gáfu út heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi fyrir tæpum tveimur árum. Reglugerð um blóðmerahald, sem gilt hefur undanfarið ár, mun falla úr gildi 1. nóvember næstkomandi. Reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni mun taka gildi um starfsemina í staðin. Tilkynning um breytinguna birtist á vef Matvælaráðuneytisins í gær. Kemur þar fram að í formlegu áminningarbréfi frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, frá 10. maí síðastliðnum hafi stofnunin lýst þeirri afstöðu að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum EES samningsins með setningu sérreglna um málefnið. „Þessi starfsemi fellur þá undir reglugerð sem heitir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þá þurfa allir þeir sem halda slíkar hryssur að fá starfsleyfi fyrir slíkri starfsemi og sá sem tekur blóð úr þeim þarf að sækja um leyfi til dýratilrauna,“ segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Uppfylla þurfi önnur skilyrði með nýju reglugerðinni. „Þessi reglugerð er mjög nákvæm og þær reglur sem gilda um dýratilraunir eru mjög strangar og það gætu verið viðbótarkröfur sem koma við það sem er samkvæmt núverandi reglugerð.“ Þetta tímabil, sem lýkur í október, verður klárað samkvæmt þeirri reglugerð sem þegar er í gildi en sú nýja tekur gildi 1. nóvember. „Það þarf að fara ofan í saumana á því hvaða skilyrði eru það sem þarf að uppfylla við notkun dýra sem notuð eru í tilraunum. Í fyrsta lagi þarf að uppfylla ströng skilyrði um fjölda dýra. Hvað þarf mörg dýr að lágmarki til að gera tilraun? Sá massi af dýrum sem verið hefur hér á Íslandi að taka úr þúsundum hryssna. Það mun aldrei ganga upp þegar þetta fellur undir dýratilraun,“ segir Sigurborg. Þannig að það verða færri hryssur sem tekið verður blóð úr á hverju tímabili? „Ef það verður gefið leyfi geri ég algjörlega ráð fyrir því.“ MAST þurfi að gefa út leyfi fyrir tilraunastarfsemina seme fara á í á næsta tímabili. „Ef það á að gera þetta næsta ár verður að sækja um starfsleyfi fyrir hvern einasta stað sem hryssur eru haldnar fyrir slíka starfsemi. Síðan þarf Ísteka að sækja um leyfi til dýratilrauna,“ sagði Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá MAST. Blóðmerahald Tengdar fréttir Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 15. september 2023 16:55 Um blóðtökur úr fylfullum hryssum Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er. 11. ágúst 2023 11:01 Álit ESA og blóðmerahald Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 18. júlí 2023 07:01 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjá meira
Tilkynning um breytinguna birtist á vef Matvælaráðuneytisins í gær. Kemur þar fram að í formlegu áminningarbréfi frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, frá 10. maí síðastliðnum hafi stofnunin lýst þeirri afstöðu að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum EES samningsins með setningu sérreglna um málefnið. „Þessi starfsemi fellur þá undir reglugerð sem heitir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þá þurfa allir þeir sem halda slíkar hryssur að fá starfsleyfi fyrir slíkri starfsemi og sá sem tekur blóð úr þeim þarf að sækja um leyfi til dýratilrauna,“ segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Uppfylla þurfi önnur skilyrði með nýju reglugerðinni. „Þessi reglugerð er mjög nákvæm og þær reglur sem gilda um dýratilraunir eru mjög strangar og það gætu verið viðbótarkröfur sem koma við það sem er samkvæmt núverandi reglugerð.“ Þetta tímabil, sem lýkur í október, verður klárað samkvæmt þeirri reglugerð sem þegar er í gildi en sú nýja tekur gildi 1. nóvember. „Það þarf að fara ofan í saumana á því hvaða skilyrði eru það sem þarf að uppfylla við notkun dýra sem notuð eru í tilraunum. Í fyrsta lagi þarf að uppfylla ströng skilyrði um fjölda dýra. Hvað þarf mörg dýr að lágmarki til að gera tilraun? Sá massi af dýrum sem verið hefur hér á Íslandi að taka úr þúsundum hryssna. Það mun aldrei ganga upp þegar þetta fellur undir dýratilraun,“ segir Sigurborg. Þannig að það verða færri hryssur sem tekið verður blóð úr á hverju tímabili? „Ef það verður gefið leyfi geri ég algjörlega ráð fyrir því.“ MAST þurfi að gefa út leyfi fyrir tilraunastarfsemina seme fara á í á næsta tímabili. „Ef það á að gera þetta næsta ár verður að sækja um starfsleyfi fyrir hvern einasta stað sem hryssur eru haldnar fyrir slíka starfsemi. Síðan þarf Ísteka að sækja um leyfi til dýratilrauna,“ sagði Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá MAST.
Blóðmerahald Tengdar fréttir Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 15. september 2023 16:55 Um blóðtökur úr fylfullum hryssum Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er. 11. ágúst 2023 11:01 Álit ESA og blóðmerahald Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 18. júlí 2023 07:01 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjá meira
Skilyrðum fyrir blóðmerahaldi breytt Reglugerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóðmerahald verður felld úr gildi og verður starfsemin felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 15. september 2023 16:55
Um blóðtökur úr fylfullum hryssum Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er. 11. ágúst 2023 11:01
Álit ESA og blóðmerahald Í vor sem leið birti ESA, Eftirlitsstofnun með samningnum um EES, álit sitt varðandi blóðmeraiðnað á Íslandi. Spurningin sem lögð var fyrir stofnunina var hvort vinnsla PMSG hormóns úr blóði fylfullra mera félli undir gildissvið reglugerðar 460/2017, sem er innleiðing á Evróputilskipun 2010/63, um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 18. júlí 2023 07:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent