Skíttapaði fyrir Íslandsmeistaranum í töfrateningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2023 23:13 Fréttamaður reyndi hvað hann gat til að skáka Óskari Péturssyni, Íslandsmeistara í töfrateningi, en mátti sín lítils þegar upp var staðið. Vísir/Steingrímur Dúi Íslandsmótið í Rubiks-kubbum, eða töfrateningum, fór fram um helgina. Þar komu saman keppendur á öllum aldri, sem deila þessu sjaldgæfa en þó vaxandi áhugamáli. Fréttamaður fékk að reka inn nefið á mótinu, og spreyta sig á móti Íslandsmeistaranum. Rubiks-kubburinn, eða töfrateningur, þarfnast ekki mikillar viðkynningar, enda er um eina vinsælustu þraut seinni ára að ræða. Eins konar púslteningur, sem gengur út á það að ná öllum hliðum, sem oftast eru sex, til að vera einlitar. Þó eru sennilega færri sem vita að keppt er í lausn töfrateningsins. Í slíkri keppni skiptir hraðinn öllu máli. Sá sem er fljótastur, hann vinnur. Íslandsmótið í ár fór fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina og keppendur voru allt frá því að vera níu ára upp í hátt í fimmtugt. Aðsóknin verður sífellt meiri, að sögn skipuleggjanda. „Þetta er búið að aukast rosa mikið. Í fyrra voru 42 keppendur, nú eru þeir 57. Ég ætla að stefna að því að hafa 80 manna mót á næsta ári. Þetta er allt að stækka rosalega mikið hjá okkur núna, ótrúlega gaman,“ segir Sigurður Guðni Gunnarsson, sem er einn fulltrúa Íslands hjá World Cube Association, eða heimssamtökum um töfrateninginn. Keppt var í 15 greinum, sem eru greindar að með stærð og lögun teninganna, sem og aðferð. Þannig var meðal annars keppt í tveimur flokkum blindandi. Sigurður segir unglingana sterkasta á velli, þrátt fyrir breitt aldursbil keppenda. „Um leið og fólk fer að vinna, þá hefur það minni tíma til þess að æfa sig. Þá dettur það aðeins niður,“ segir Sigurður. Sigurður Guðni Gunnarsson heldur utan um Íslandsmótið í töfratening. Í fyrra voru þátttakendur 42, en í ár voru þeir 57. Á næsta ári stefnir Sigurður á að halda 80 keppenda mót.Vísir/Steingrímur Dúi En hvar stendur Ísland í alþjóðlegum samanburði? „Heimsmetið, hraðasti tími nokkurn tímann, er þrjár sekúndur og þrettán sekúndubrot. Á Íslandi eru það sex komma eitthvað sekúndur. Þannig að við erum ekkert að ná einhverjum metum, en það er líka af því að við erum svo ótrúlega nýtt samfélag. Það á bara eftir að koma.“ Þannig að það er kannski einhver framtíðarheimsmeistari í salnum núna? „Það er aldrei að vita.“ Íslandsmeistarinn skólaði fréttamann til Fréttamanni hljóp kapp í kinn á mótsvæðinu, og ákvað að skora Íslandsmeistarann, Óskar Pétursson, á hólm. Það fór heldur verr en fréttamaður hefði séð fyrir sér, líkt og sjá má í innslaginu hér að ofan. Óskar fór inn í mótið sem Íslandsmeistari í stærstu greininni, 3x3 kubbi, og bar einnig sigur úr býtum í ár, þar sem hann var að meðaltali 8,22 sekúndur að klára kubbinn. Í heildina vann Óskar gull í 13 af 15 greinum mótsins. Íþróttir barna Grín og gaman Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Rubiks-kubburinn, eða töfrateningur, þarfnast ekki mikillar viðkynningar, enda er um eina vinsælustu þraut seinni ára að ræða. Eins konar púslteningur, sem gengur út á það að ná öllum hliðum, sem oftast eru sex, til að vera einlitar. Þó eru sennilega færri sem vita að keppt er í lausn töfrateningsins. Í slíkri keppni skiptir hraðinn öllu máli. Sá sem er fljótastur, hann vinnur. Íslandsmótið í ár fór fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina og keppendur voru allt frá því að vera níu ára upp í hátt í fimmtugt. Aðsóknin verður sífellt meiri, að sögn skipuleggjanda. „Þetta er búið að aukast rosa mikið. Í fyrra voru 42 keppendur, nú eru þeir 57. Ég ætla að stefna að því að hafa 80 manna mót á næsta ári. Þetta er allt að stækka rosalega mikið hjá okkur núna, ótrúlega gaman,“ segir Sigurður Guðni Gunnarsson, sem er einn fulltrúa Íslands hjá World Cube Association, eða heimssamtökum um töfrateninginn. Keppt var í 15 greinum, sem eru greindar að með stærð og lögun teninganna, sem og aðferð. Þannig var meðal annars keppt í tveimur flokkum blindandi. Sigurður segir unglingana sterkasta á velli, þrátt fyrir breitt aldursbil keppenda. „Um leið og fólk fer að vinna, þá hefur það minni tíma til þess að æfa sig. Þá dettur það aðeins niður,“ segir Sigurður. Sigurður Guðni Gunnarsson heldur utan um Íslandsmótið í töfratening. Í fyrra voru þátttakendur 42, en í ár voru þeir 57. Á næsta ári stefnir Sigurður á að halda 80 keppenda mót.Vísir/Steingrímur Dúi En hvar stendur Ísland í alþjóðlegum samanburði? „Heimsmetið, hraðasti tími nokkurn tímann, er þrjár sekúndur og þrettán sekúndubrot. Á Íslandi eru það sex komma eitthvað sekúndur. Þannig að við erum ekkert að ná einhverjum metum, en það er líka af því að við erum svo ótrúlega nýtt samfélag. Það á bara eftir að koma.“ Þannig að það er kannski einhver framtíðarheimsmeistari í salnum núna? „Það er aldrei að vita.“ Íslandsmeistarinn skólaði fréttamann til Fréttamanni hljóp kapp í kinn á mótsvæðinu, og ákvað að skora Íslandsmeistarann, Óskar Pétursson, á hólm. Það fór heldur verr en fréttamaður hefði séð fyrir sér, líkt og sjá má í innslaginu hér að ofan. Óskar fór inn í mótið sem Íslandsmeistari í stærstu greininni, 3x3 kubbi, og bar einnig sigur úr býtum í ár, þar sem hann var að meðaltali 8,22 sekúndur að klára kubbinn. Í heildina vann Óskar gull í 13 af 15 greinum mótsins.
Íþróttir barna Grín og gaman Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira