Óttast að andleg veikindi hafi tekið sig upp á ný Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. september 2023 09:59 Magnús Kristinn er einn besti borðtennisspilari sem Ísland hefur alið. Hann er margfaldur Íslandsmeistari en hann keppti fyrir Víking í íþróttinni. Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. „Fjölskyldan er öll örmagna. Við erum auðvitað rosalega áhyggjufull. Maður sefur svo sem ekki mikið og borðar ekki mikið. Stundum finnst manni að maður nái ekki að hugsa skýrt eða halda utan um þetta allt saman því við höfum öll svo miklar áhyggjur.“ Þetta segir Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu. Ekkert hefur spurst til Magnúsar í átta daga, eða frá 10. september þegar hann átti að fljúga til Frankfurt en skilaði sér ekki í flugið. Rætt var við Rannveigu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir Magnús eiga stóran systkina- og vinahóp sem sæki styrk til hvers annars. Magnús eigi einnig ungan son og fósturson og mikilvægt sé að halda vel utan um þá á þessum erfiðu tímum. Glímdi við andleg veikindi Áður en Magnús fór til Dóminíska lýðveldisins hafði hann verið á Spáni. Rannveig segir að lítið sé vitað um ástæður ferðalagsins. Hins vegar hafi hann glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. „Hann hefur svolítið fjarlægst okkur í sumar. Við óttumst svolítið að hann sé kannski kominn á einhvern óþægilegan stað núna og þess vegna hafi hann tekið þessa hvatvísu ákvörðun að skella sér til Spánar, og síðan fengið þá hugmynd að fara til Dóminsíska Lýðveldisins. Og þess vegna erum við svolítið hrædd.“ Rannveig segir fjölskylduna hafa fengið óljósar og óstaðfestar fregnir af því að Magnús hafi farið upp á flugvöll, hugsanlega misst af fluginu og skilið farangurinn eftir. Seint í gærkvöldi fengu þau óstaðfestar fréttir af því að hugsanlega séu til myndir af honum yfirgefa flugvöllinn. „Og maður er svolítið hræddur um að kannski hafi hann fyllst örvæntingu ef hann missti af fluginu og er veikur fyrir. Þetta er afburðaríþróttamaður sem er mjög hraustur og vanur að standa sig. Þannig að honum hefur ekki fundist auðvelt að takast á við þetta.“ Magnús Kristinn er 36 ára gamall. Hann er um það bil 1,85 sm á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Reyna að koma á sambandi við trausta aðila úti Nú sé verið að vinna í því að komast í samband við fólk á staðnum sem geti aðstoðað. „Fólk hér heima sem þekkir vel til í Dómíníska lýðveldinu og er þaðan hefur sagt okkur að fara ekki út í það að borga neinum neitt nema við treystum viðkomandi alveg fullkomlega og að þetta sé einhver sem veit hvað hann er að gera. Við erum að reyna að koma á þannig samskiptum núna með hjálp ótrúlegasta fólks. Við erum mjög þakklát fyrir hvað fólk hefur reynst okkur vel og er tilbúið að aðstoða okkur.“ En eðlilega, maður veit svo sem hvernig maður myndi bregðast við sjálfur ef maður fengi allt í einu símtal utan úr heimi eða eitthvað bréf, ég veit ekki hvort maður myndi taka neitt mark á því. Þá sé unnið að því að nálgast gögn úr farsíma Magnúsar og kanna hvort einhverjar færslur séu á bankareikningi hans. Lögreglan, utanríkisráðuneytið og borgaraþjónusta vinni að málinu. Þá segir Rannveig að fjölmiðlar í Dómíniska lýðveldinu hafi margir reynst þeim vel. „Það er sérstaklega ein fréttakona sem hefur verið mjög dugleg. Hún gat til dæmis fengið það staðfest fyrir okkur að hann hefði pottþétt ekki farið úr landi og væri greinilega þarna enn þá.“ Við vonum bara að við fáum hann heilan heim. Það er það sem við óskum mest af öllu. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeir sem gætu haft upplýsingar um ferðir Magnúsar er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313. Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Fjölskyldan er öll örmagna. Við erum auðvitað rosalega áhyggjufull. Maður sefur svo sem ekki mikið og borðar ekki mikið. Stundum finnst manni að maður nái ekki að hugsa skýrt eða halda utan um þetta allt saman því við höfum öll svo miklar áhyggjur.“ Þetta segir Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu. Ekkert hefur spurst til Magnúsar í átta daga, eða frá 10. september þegar hann átti að fljúga til Frankfurt en skilaði sér ekki í flugið. Rætt var við Rannveigu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir Magnús eiga stóran systkina- og vinahóp sem sæki styrk til hvers annars. Magnús eigi einnig ungan son og fósturson og mikilvægt sé að halda vel utan um þá á þessum erfiðu tímum. Glímdi við andleg veikindi Áður en Magnús fór til Dóminíska lýðveldisins hafði hann verið á Spáni. Rannveig segir að lítið sé vitað um ástæður ferðalagsins. Hins vegar hafi hann glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. „Hann hefur svolítið fjarlægst okkur í sumar. Við óttumst svolítið að hann sé kannski kominn á einhvern óþægilegan stað núna og þess vegna hafi hann tekið þessa hvatvísu ákvörðun að skella sér til Spánar, og síðan fengið þá hugmynd að fara til Dóminsíska Lýðveldisins. Og þess vegna erum við svolítið hrædd.“ Rannveig segir fjölskylduna hafa fengið óljósar og óstaðfestar fregnir af því að Magnús hafi farið upp á flugvöll, hugsanlega misst af fluginu og skilið farangurinn eftir. Seint í gærkvöldi fengu þau óstaðfestar fréttir af því að hugsanlega séu til myndir af honum yfirgefa flugvöllinn. „Og maður er svolítið hræddur um að kannski hafi hann fyllst örvæntingu ef hann missti af fluginu og er veikur fyrir. Þetta er afburðaríþróttamaður sem er mjög hraustur og vanur að standa sig. Þannig að honum hefur ekki fundist auðvelt að takast á við þetta.“ Magnús Kristinn er 36 ára gamall. Hann er um það bil 1,85 sm á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Reyna að koma á sambandi við trausta aðila úti Nú sé verið að vinna í því að komast í samband við fólk á staðnum sem geti aðstoðað. „Fólk hér heima sem þekkir vel til í Dómíníska lýðveldinu og er þaðan hefur sagt okkur að fara ekki út í það að borga neinum neitt nema við treystum viðkomandi alveg fullkomlega og að þetta sé einhver sem veit hvað hann er að gera. Við erum að reyna að koma á þannig samskiptum núna með hjálp ótrúlegasta fólks. Við erum mjög þakklát fyrir hvað fólk hefur reynst okkur vel og er tilbúið að aðstoða okkur.“ En eðlilega, maður veit svo sem hvernig maður myndi bregðast við sjálfur ef maður fengi allt í einu símtal utan úr heimi eða eitthvað bréf, ég veit ekki hvort maður myndi taka neitt mark á því. Þá sé unnið að því að nálgast gögn úr farsíma Magnúsar og kanna hvort einhverjar færslur séu á bankareikningi hans. Lögreglan, utanríkisráðuneytið og borgaraþjónusta vinni að málinu. Þá segir Rannveig að fjölmiðlar í Dómíniska lýðveldinu hafi margir reynst þeim vel. „Það er sérstaklega ein fréttakona sem hefur verið mjög dugleg. Hún gat til dæmis fengið það staðfest fyrir okkur að hann hefði pottþétt ekki farið úr landi og væri greinilega þarna enn þá.“ Við vonum bara að við fáum hann heilan heim. Það er það sem við óskum mest af öllu. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeir sem gætu haft upplýsingar um ferðir Magnúsar er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313.
Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21
Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14