Vísbendingar um ofbeldi innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 18. september 2023 21:46 Í skýrslunni er fjallað um einelti, ofbeldi, vanvirðingu og kynþáttafordóma innan sveitarinnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að finna vísbendingar um einelti og ofbeldi innan sveitarinnar. Í upphafi árs óskaði stjórn Sinfóníunnar eftir því að Ríkisendurskoðun myndi gera úttekt á starfsemi hljómsveitarinnar. Sú úttekt birtist í dag. Þar segir meðal annars að samkvæmt upplýsingum úr starfsmannakönnun hafi vinnustaðamenning innan Sinfóníunnar veikst undanfarin ár. Þar spili inn í nokkur erfið starfsmannamál. Kannanirnar hafi sýnt fram á aukna óánægju með starfsaðstæður og laun. Og þá séu vísbendingar um aukið álag, einelti og ofbeldi sem vinna þurfi bug á. Jafnframt er minnst á að starfsfólk hafi upplifað vanvirðingu og kynþáttafordóma. Í skýrslunni kemur fram að almennt megi segja að meiri tortryggni ríki gagnvart stjórnendum meðal hljóðfæraleikara heldur en hjá starfsfólki á skrifstofu. Stjórn og framkvæmdastjórn hljómsveitarinnar hefur brugðist við með því að endurskoða feril um viðbrögð við einelti og ofbeldi. Ríkisendurskoðun segir að halda þurfi því áfram. Erfiður rekstur Farið er yfir víðara svið í skýrslunni. Þar er bent á að rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi verið erfiður undanfarin ár. Til að mynda hafi heimfaraldurinn haft áhrif á aðsókn. Hlutfall sértekna af heildartekjum hafi fallið úr um 22 prósentum í um tíu prósent á síðustu tveimur árum. Á sama tíma hefur rekstrarkostnaður farið hækkandi á meðan fjárveitingar standa í stað. Ríkisendurskoðun segir mikilvægt að auka aðsókn, fjölga tónleikagestum og setja fram skýra aðgerðaráætlun í því sambandi. Þá þurfi að endurmeta stefnu og rekstrarumhverfi sveitarinnar til framtíðar. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Vinnumarkaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Í upphafi árs óskaði stjórn Sinfóníunnar eftir því að Ríkisendurskoðun myndi gera úttekt á starfsemi hljómsveitarinnar. Sú úttekt birtist í dag. Þar segir meðal annars að samkvæmt upplýsingum úr starfsmannakönnun hafi vinnustaðamenning innan Sinfóníunnar veikst undanfarin ár. Þar spili inn í nokkur erfið starfsmannamál. Kannanirnar hafi sýnt fram á aukna óánægju með starfsaðstæður og laun. Og þá séu vísbendingar um aukið álag, einelti og ofbeldi sem vinna þurfi bug á. Jafnframt er minnst á að starfsfólk hafi upplifað vanvirðingu og kynþáttafordóma. Í skýrslunni kemur fram að almennt megi segja að meiri tortryggni ríki gagnvart stjórnendum meðal hljóðfæraleikara heldur en hjá starfsfólki á skrifstofu. Stjórn og framkvæmdastjórn hljómsveitarinnar hefur brugðist við með því að endurskoða feril um viðbrögð við einelti og ofbeldi. Ríkisendurskoðun segir að halda þurfi því áfram. Erfiður rekstur Farið er yfir víðara svið í skýrslunni. Þar er bent á að rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi verið erfiður undanfarin ár. Til að mynda hafi heimfaraldurinn haft áhrif á aðsókn. Hlutfall sértekna af heildartekjum hafi fallið úr um 22 prósentum í um tíu prósent á síðustu tveimur árum. Á sama tíma hefur rekstrarkostnaður farið hækkandi á meðan fjárveitingar standa í stað. Ríkisendurskoðun segir mikilvægt að auka aðsókn, fjölga tónleikagestum og setja fram skýra aðgerðaráætlun í því sambandi. Þá þurfi að endurmeta stefnu og rekstrarumhverfi sveitarinnar til framtíðar.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Vinnumarkaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira