Ein vinsælasta veggmynd miðborgarinnar horfin Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2023 20:00 Myndin var gríðarvinsæl sem bakgrunnur fyrir Instagram-myndir, einkum meðal ferðamanna. Verslunarstjóri við Skólavörðustíg harmar mjög að málað hafi verið yfir eina vinsælustu veggmynd miðborgarinnar, að því er virðist í óleyfi. Vinsældir myndarinnar voru slíkar að oft myndaðist löng biðröð ferðamanna fyrir framan hana. Nágrannar við Vegamótastíg ráku margir upp stór augu einn morguninn í nýliðinni viku. Veggmyndin sem fyrir var á bak og burt og í hennar stað komið nýtt verk, talsvert meira abstrakt, og allt í málningarslettum á gangstéttinni fyrir framan. Áður prýddu vegginn útþandir lundavængir, tilvalinn bakgrunnur fyrir Instagram-myndir. Ferðamenn og aðrir voru enda duglegir að nýta sér vegginn einmitt til þess, eins og færslurnar sem sjást í meðfylgjandi innslagi eru til vitnis um. Anna Helga Guðmundsdóttir verslunarstjóri Pennans Eymundsson, bókabúðar og kaffihúss á móti veggnum, vottar einnig um það. „Á góðviðrisdögum var biðröð í að komast í að taka mynd, áhrifavaldar einir með „timer“ að taka allskonar stellingar fyrir framan vængina. Það var mjög gaman að þessu, þetta var mjög falleg mynd,“ segir Anna. Veggurinn stendur jafnramt á bak við Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og umlykur þar portið við húsið. Þorsteinn Bragason forstjóri Minjaverndar, sem fer með yfirráð yfir húsinu, segir að listamennirnir sem máluðu hið nýja verk hafi ekki fengið til þess leyfi. Listamennirnir sem máluðu vængina hafi hins vegar beðið um leyfi og fengið það. Anna Helga Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Pennans Eymundsson á Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Það er þýski listamaðurinn CEBU sem á heiðurinn af vængjamyndinni og hefur greinilega skilið eftir sig fleiri veggmyndir á ferð sinni um landið. Og þó að vængirnir hafi ekki staðið ýkja lengi, líklegast ekki málaðir nema á þessu ári, verður þeirra sárt saknað. „Svo kemur þetta,“ segir Anna og bendir á nýja verkið. „Sem ég veit ekki hver gerði eða hvað á að vera eða neitt. Og ég vil allavega frekar sjá vængina. En svo breytist þetta með tímanum og maður verður að taka því.“ Þannig að þú kannski bara hvetur aðra listamenn til að brjóta heilann og koma með nýja tillögu? „Já, það er alltaf gott að fá tilbreytingu í lífið,“ segir Anna. Og ferðamenn sem urðu á vegi fréttastofu undu sér vissulega vel án vængjanna í dag; stilltu sér glaðir upp við aðra veggmynd neðar í götunni. Markaður fyrir veggmyndir í Reykjavík er semsagt sprelllifandi. Styttur og útilistaverk Reykjavík Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Nágrannar við Vegamótastíg ráku margir upp stór augu einn morguninn í nýliðinni viku. Veggmyndin sem fyrir var á bak og burt og í hennar stað komið nýtt verk, talsvert meira abstrakt, og allt í málningarslettum á gangstéttinni fyrir framan. Áður prýddu vegginn útþandir lundavængir, tilvalinn bakgrunnur fyrir Instagram-myndir. Ferðamenn og aðrir voru enda duglegir að nýta sér vegginn einmitt til þess, eins og færslurnar sem sjást í meðfylgjandi innslagi eru til vitnis um. Anna Helga Guðmundsdóttir verslunarstjóri Pennans Eymundsson, bókabúðar og kaffihúss á móti veggnum, vottar einnig um það. „Á góðviðrisdögum var biðröð í að komast í að taka mynd, áhrifavaldar einir með „timer“ að taka allskonar stellingar fyrir framan vængina. Það var mjög gaman að þessu, þetta var mjög falleg mynd,“ segir Anna. Veggurinn stendur jafnramt á bak við Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og umlykur þar portið við húsið. Þorsteinn Bragason forstjóri Minjaverndar, sem fer með yfirráð yfir húsinu, segir að listamennirnir sem máluðu hið nýja verk hafi ekki fengið til þess leyfi. Listamennirnir sem máluðu vængina hafi hins vegar beðið um leyfi og fengið það. Anna Helga Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Pennans Eymundsson á Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Það er þýski listamaðurinn CEBU sem á heiðurinn af vængjamyndinni og hefur greinilega skilið eftir sig fleiri veggmyndir á ferð sinni um landið. Og þó að vængirnir hafi ekki staðið ýkja lengi, líklegast ekki málaðir nema á þessu ári, verður þeirra sárt saknað. „Svo kemur þetta,“ segir Anna og bendir á nýja verkið. „Sem ég veit ekki hver gerði eða hvað á að vera eða neitt. Og ég vil allavega frekar sjá vængina. En svo breytist þetta með tímanum og maður verður að taka því.“ Þannig að þú kannski bara hvetur aðra listamenn til að brjóta heilann og koma með nýja tillögu? „Já, það er alltaf gott að fá tilbreytingu í lífið,“ segir Anna. Og ferðamenn sem urðu á vegi fréttastofu undu sér vissulega vel án vængjanna í dag; stilltu sér glaðir upp við aðra veggmynd neðar í götunni. Markaður fyrir veggmyndir í Reykjavík er semsagt sprelllifandi.
Styttur og útilistaverk Reykjavík Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira