Illa farið með Orra Stein í jafntefli FCK Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2023 18:51 Orri Steinn kom inn af bekknum í kvöld en var tekinn af velli skömmu síðar. Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson hóf leikinn á varamannabekknum hjá FCK í kvöld en auk Galatasaray eru Bayern Munchen og Manchester United með liðunum í A-riðli í Meistaradeildinni. Dönsku meistararnir byrjuðu betur í kvöld. Mohamed Elyounoussi kom FCK yfir á 38. mínútu eftir sendingu Lukas Lerager og Diogo Goncalves kom danska liðinu í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks. FCK í draumastöðu í Tyrklandi. Á 70. mínútu kom Orri Steinn síðan inn af bekknum. Hann hafði hins vegar ekki verið lengi inni á vellinum þegar samherji hans Elias Jelert fékk sitt annað gula spjald fyrir brot og dönsku meistararnir orðnir einum færri. Þá greip Jacob Neestrup þjálfari FCK til örþrifaráða. Hann gerði tvær breytingar, kippti Orra Sveini aftur af velli og setti varnarmann inn í staðinn. Ætlunin augljóslega að reyna að halda fengnum hlut. Afar svekkjandi fyrir Íslendinginn efnilega sem aðeins hafði verið inni á vellinum í örfáar mínútur. Þessi örþrifaráð Neestrup dugðu þó skammt. Galatasaray minnkaði muninn í 2-1 á 86. mínútu með þrumuskoti Sascha Boey af stuttu færi og Tete jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar með frábæru skoti. Tyrkneska liðið reyndi hvað það gat til að knýja fram sigur undir lokin. Það tókst hins vegar ekki og bæði lið þurftu að sætta sig við 2-2 jafntefli. Þetta var fyrsti leikurinn í A-riðli en í kvöld mætast Bayern Munchen og Manchester United í Þýskalandi og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Orri Steinn Óskarsson hóf leikinn á varamannabekknum hjá FCK í kvöld en auk Galatasaray eru Bayern Munchen og Manchester United með liðunum í A-riðli í Meistaradeildinni. Dönsku meistararnir byrjuðu betur í kvöld. Mohamed Elyounoussi kom FCK yfir á 38. mínútu eftir sendingu Lukas Lerager og Diogo Goncalves kom danska liðinu í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks. FCK í draumastöðu í Tyrklandi. Á 70. mínútu kom Orri Steinn síðan inn af bekknum. Hann hafði hins vegar ekki verið lengi inni á vellinum þegar samherji hans Elias Jelert fékk sitt annað gula spjald fyrir brot og dönsku meistararnir orðnir einum færri. Þá greip Jacob Neestrup þjálfari FCK til örþrifaráða. Hann gerði tvær breytingar, kippti Orra Sveini aftur af velli og setti varnarmann inn í staðinn. Ætlunin augljóslega að reyna að halda fengnum hlut. Afar svekkjandi fyrir Íslendinginn efnilega sem aðeins hafði verið inni á vellinum í örfáar mínútur. Þessi örþrifaráð Neestrup dugðu þó skammt. Galatasaray minnkaði muninn í 2-1 á 86. mínútu með þrumuskoti Sascha Boey af stuttu færi og Tete jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar með frábæru skoti. Tyrkneska liðið reyndi hvað það gat til að knýja fram sigur undir lokin. Það tókst hins vegar ekki og bæði lið þurftu að sætta sig við 2-2 jafntefli. Þetta var fyrsti leikurinn í A-riðli en í kvöld mætast Bayern Munchen og Manchester United í Þýskalandi og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti