Sigur í fyrsta Meistaradeildarleik Skyttanna í langan tíma Smári Jökull Jónsson skrifar 20. september 2023 21:05 Bukayo Saka fagnar sínu fyrsta Meistaradeildarmarki. Vísir/Getty Arsenal er mætt til leiks í Meistaradeildinni eftir sex ára fjarveru. Liðið mætti í kvöld hollenska liðinu PSV á heimavelli sínum í Lundúnum og þurftu lítið að hafa fyrir stigunum þremur. Bukayo Saka kom Arsenal yfir snemma leiks með góðu marki leikmenn Arsenal voru síður en svo hættir. Leandro Trossard og Gabriel Jesus bættu við mörkum í fyrri hálfleiknum. Fyrirliðinn Martin Ödegaard skoraði fjórða mark Skyttanna tuttugu mínútum fyrir leikslok og gulltryggði 4-0 sigur og PSV sá aldrei til sólar í leiknum. A blissful return to the Champions League for Arsenal. pic.twitter.com/uVkTT8lsmS— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 20, 2023 Þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem Arsenal leikur í Meistaradeildinni og óhætt að segja að lærisveinar Mikel Arteta byrji vel. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Arsenal er mætt til leiks í Meistaradeildinni eftir sex ára fjarveru. Liðið mætti í kvöld hollenska liðinu PSV á heimavelli sínum í Lundúnum og þurftu lítið að hafa fyrir stigunum þremur. Bukayo Saka kom Arsenal yfir snemma leiks með góðu marki leikmenn Arsenal voru síður en svo hættir. Leandro Trossard og Gabriel Jesus bættu við mörkum í fyrri hálfleiknum. Fyrirliðinn Martin Ödegaard skoraði fjórða mark Skyttanna tuttugu mínútum fyrir leikslok og gulltryggði 4-0 sigur og PSV sá aldrei til sólar í leiknum. A blissful return to the Champions League for Arsenal. pic.twitter.com/uVkTT8lsmS— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 20, 2023 Þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem Arsenal leikur í Meistaradeildinni og óhætt að segja að lærisveinar Mikel Arteta byrji vel.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti