Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. september 2023 22:30 Frá nýju brúnni yfir Þorskafjörð. Í dag var lokið við að leggja fyrri umferð bundins slitlags á tenginguna að vestanverðu og seinni umferð slitlags að austanverðu. Þar með er klæðning komin á alla 2,7 kílómetrana. Upp úr mánaðamótum verður byrjað að setja upp vegrið. Egill Aðalsteinsson Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum. Í fréttum Stöðvar 2 var farið um vestfirskar heiðar en vegfarendur á leið um Vestfjarðaveg sjá núna hvern áfangann bætast við af öðrum. Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnast fyrir jól og vegurinn um Teigsskóg í lok október en með því losna vegfarendur við Hjallaháls. Veglínan frá Teigsskógi í átt að Hallsteinsnesi. Fjær sér yfir mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar í átt að Skálanesi.Egill Aðalsteinsson Lokaáfangarnir í Gufudalssveit, þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar, gætu klárast annaðhvort 2026 eða 2027, að sögn verkefnisstjóra Vegagerðarinnar, Sigurþórs Guðmundssonar. Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Í endurbyggingu leiðarinnar um Dynjandisheiði, milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar, er þegar búið að leggja slitlag á þrettán kílómetra. Suðurverk er núna að vinna í næstu þrettán kílómetrunum á hæsta hluta heiðarinnar og á sá kafli að klárast um mitt næsta sumar. Ofan við botn Geirþjófsfjarðar fylgir nýr vegur núverandi veglínu að mestu.Egill Aðalsteinsson En stóra spurningin er um framhaldið: Hvenær verður ráðist í næsta áfanga, kaflann úr Dynjandisvogi og að sýslumörkum á heiðinni? Samkvæmt upplýsingum Sigurþórs, verkefnisstjóra Vegagerðarinnar, er núna stefnt að útboði þessa kafla á næsta ári og segir hann að verklok gætu náðst árið 2026. Útsýnið niður í Trostansfjörð af Bíldudalsvegi.Egill Aðalsteinsson Það er hins vegar meiri óvissa um legginn til Bíldudals en samkvæmt drögum að samgönguáætlun stefnir núna í að upphaf framkvæmda þar bíði til ársins 2029. Sigurþór telur álitlegt að fyrsti áfangi yrði frá Vestfjarðavegi niður af Dynjandisheiði. Jóhann Birkir Helgason, eftirlitsmaður framkvæmdanna á Dynjandisheiði, er sjálfur Ísfirðingur. Við spurðum hann hvaða þýðingu vegarbæturnar þar hefðu fyrir Vestfirðinga. Jóhann Birkir Helgason, starfsmaður Verkís, er eftirlitsmaður Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson „Alveg gríðarlega mikla. Ég vinn mikið á Patreksfirði og Tálknafirði og að geta komið hérna yfir alla daga ársins án þess að þurfa að þrífa bílinn alveg hátt og lágt þegar maður kemur. Það er alveg gríðarmikill munur fyrir hinn almenna Vestfirðing. En svo náttúrlega fyrir atvinnulífið og fiskflutninga hérna á milli er þetta alveg gríðarlega mikilvægt,“ svarar Jóhann, sem er eftirlitsmaður Verkís fyrir Vegagerðina. Frá hæsta hluta Dynjandisheiðar. Nýi vegarkaflinn til vinstri en sá gamli til hægri.Egill Aðalsteinsson Vegarbætur á heiðinni sem og í Gufudalssveit eru einnig taldar leiða til þess að svokölluð suðurleið tekur við af Djúpvegi sem aðaltengingin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. „Já, þetta verður mun styttri leið að fara. Og það er þá hægt að velja á milli verstu vetrarmánuðina hvora leiðina þú ferð, eftir því hvernig viðrar.“ Og ekki spillir útsýnið af Dynjandisheiði. Horft niður í Geirþjófsfjörð, einn af innfjörðum Arnarfjarðar.Egill Aðalsteinsson „Þetta er alveg magnað að horfa hérna niður í Geirþjófsfjörðinn. Þetta er alveg gríðarlega flott.“ -Þetta er kannski með flottari fjallvegum landsins? „Já, það finnst mér,“ svarar Ísfirðingurinn Jóhann Birkir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Vegagerð Ísafjarðarbær Vesturbyggð Reykhólahreppur Dýrafjarðargöng Teigsskógur Tengdar fréttir Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41 Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið um vestfirskar heiðar en vegfarendur á leið um Vestfjarðaveg sjá núna hvern áfangann bætast við af öðrum. Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnast fyrir jól og vegurinn um Teigsskóg í lok október en með því losna vegfarendur við Hjallaháls. Veglínan frá Teigsskógi í átt að Hallsteinsnesi. Fjær sér yfir mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar í átt að Skálanesi.Egill Aðalsteinsson Lokaáfangarnir í Gufudalssveit, þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar, gætu klárast annaðhvort 2026 eða 2027, að sögn verkefnisstjóra Vegagerðarinnar, Sigurþórs Guðmundssonar. Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson Í endurbyggingu leiðarinnar um Dynjandisheiði, milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar, er þegar búið að leggja slitlag á þrettán kílómetra. Suðurverk er núna að vinna í næstu þrettán kílómetrunum á hæsta hluta heiðarinnar og á sá kafli að klárast um mitt næsta sumar. Ofan við botn Geirþjófsfjarðar fylgir nýr vegur núverandi veglínu að mestu.Egill Aðalsteinsson En stóra spurningin er um framhaldið: Hvenær verður ráðist í næsta áfanga, kaflann úr Dynjandisvogi og að sýslumörkum á heiðinni? Samkvæmt upplýsingum Sigurþórs, verkefnisstjóra Vegagerðarinnar, er núna stefnt að útboði þessa kafla á næsta ári og segir hann að verklok gætu náðst árið 2026. Útsýnið niður í Trostansfjörð af Bíldudalsvegi.Egill Aðalsteinsson Það er hins vegar meiri óvissa um legginn til Bíldudals en samkvæmt drögum að samgönguáætlun stefnir núna í að upphaf framkvæmda þar bíði til ársins 2029. Sigurþór telur álitlegt að fyrsti áfangi yrði frá Vestfjarðavegi niður af Dynjandisheiði. Jóhann Birkir Helgason, eftirlitsmaður framkvæmdanna á Dynjandisheiði, er sjálfur Ísfirðingur. Við spurðum hann hvaða þýðingu vegarbæturnar þar hefðu fyrir Vestfirðinga. Jóhann Birkir Helgason, starfsmaður Verkís, er eftirlitsmaður Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði.Egill Aðalsteinsson „Alveg gríðarlega mikla. Ég vinn mikið á Patreksfirði og Tálknafirði og að geta komið hérna yfir alla daga ársins án þess að þurfa að þrífa bílinn alveg hátt og lágt þegar maður kemur. Það er alveg gríðarmikill munur fyrir hinn almenna Vestfirðing. En svo náttúrlega fyrir atvinnulífið og fiskflutninga hérna á milli er þetta alveg gríðarlega mikilvægt,“ svarar Jóhann, sem er eftirlitsmaður Verkís fyrir Vegagerðina. Frá hæsta hluta Dynjandisheiðar. Nýi vegarkaflinn til vinstri en sá gamli til hægri.Egill Aðalsteinsson Vegarbætur á heiðinni sem og í Gufudalssveit eru einnig taldar leiða til þess að svokölluð suðurleið tekur við af Djúpvegi sem aðaltengingin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. „Já, þetta verður mun styttri leið að fara. Og það er þá hægt að velja á milli verstu vetrarmánuðina hvora leiðina þú ferð, eftir því hvernig viðrar.“ Og ekki spillir útsýnið af Dynjandisheiði. Horft niður í Geirþjófsfjörð, einn af innfjörðum Arnarfjarðar.Egill Aðalsteinsson „Þetta er alveg magnað að horfa hérna niður í Geirþjófsfjörðinn. Þetta er alveg gríðarlega flott.“ -Þetta er kannski með flottari fjallvegum landsins? „Já, það finnst mér,“ svarar Ísfirðingurinn Jóhann Birkir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Vegagerð Ísafjarðarbær Vesturbyggð Reykhólahreppur Dýrafjarðargöng Teigsskógur Tengdar fréttir Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41 Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. 18. september 2023 21:41
Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22