„Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2023 21:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga og Gunnar Jakobsson. Vísir Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Þrátt fyrir að ríki og sveitarfélögin hafi á síðasta ári undirritað svokallaðan rammasamning um uppbyggingu á 35 þúsund íbúðum á næstu tíu árum hafa sveitarfélögin enn þá miklar áhyggjur af húsnæðismálum. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu um fjármál þeirra í dag. „Stærsta mál okkar er húsnæðisuppbyggingin um allt land. Við treystum því að ríkið komi þar myndarlega inn, svo við náum að byggja upp húsnæði fyrir allt fólkið sem hér býr. En það þarf líka að tryggja að lífskjörin í landinu verði þannig að fólk geti leigt eða keypt þessar íbúðir og velji að búa á hér á landi. Það er stórt samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og þar köllum við til stjórnvalda um hvað þau ætli að gera,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða skaut föstu skotum að fjármálaráðherra á fundinum í dag þar sem hún benti á að sveitarfélögin þurfi mun meira fjármagn þaðan í húsnæðismálin og ýmsa aðra málaflokka eins og málefni fatlaðra, í grunnskóla og samgöngur. Sveitarfélögin þurfi að vera ábyrgari í fjármálum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því hins vegar í ræðu sinni á fundum að sveitarfélögin yrðu að sýna ábyrgari fjármálastjórn. Hann segir ríkisstjórnina nú þegar hafa uppfyllt skilyrði rammasamkomulagsins um húsnæðisuppbyggingu. „Ég held að ríkið sé nú þegar vel að standa undir því sem við höfum gefið út að við myndum vilja gera í þessu félagslega húsnæði. Það sem ég hef meiri áhyggjur af er að það hægi á framkvæmdum vegna íbúða á almennum markaði vegna vaxtahækkana og mögulega vegna þess að lóðir eru ekki tilbúnar,“ segir Bjarni. „Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika segir svo þetta um stöðuna á húsnæðismarkaðnum í dag: „Það virðist vera nægt framboð í dag. Ef við berum saman uppbyggingu húsnæðis við mannfjöldaþróun á Íslandi er ekki verið að byggja nóg til að mæta eftirspurn á næstu árum. Það hefur náttúrulega verið mikill kraftur í atvinnulífinu og ferðaþjónustan hefur verið drifin áfram af erlendu vinnuafli að hluta og einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa,“ segir Gunnar. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sjá meira
Þrátt fyrir að ríki og sveitarfélögin hafi á síðasta ári undirritað svokallaðan rammasamning um uppbyggingu á 35 þúsund íbúðum á næstu tíu árum hafa sveitarfélögin enn þá miklar áhyggjur af húsnæðismálum. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu um fjármál þeirra í dag. „Stærsta mál okkar er húsnæðisuppbyggingin um allt land. Við treystum því að ríkið komi þar myndarlega inn, svo við náum að byggja upp húsnæði fyrir allt fólkið sem hér býr. En það þarf líka að tryggja að lífskjörin í landinu verði þannig að fólk geti leigt eða keypt þessar íbúðir og velji að búa á hér á landi. Það er stórt samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og þar köllum við til stjórnvalda um hvað þau ætli að gera,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða skaut föstu skotum að fjármálaráðherra á fundinum í dag þar sem hún benti á að sveitarfélögin þurfi mun meira fjármagn þaðan í húsnæðismálin og ýmsa aðra málaflokka eins og málefni fatlaðra, í grunnskóla og samgöngur. Sveitarfélögin þurfi að vera ábyrgari í fjármálum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því hins vegar í ræðu sinni á fundum að sveitarfélögin yrðu að sýna ábyrgari fjármálastjórn. Hann segir ríkisstjórnina nú þegar hafa uppfyllt skilyrði rammasamkomulagsins um húsnæðisuppbyggingu. „Ég held að ríkið sé nú þegar vel að standa undir því sem við höfum gefið út að við myndum vilja gera í þessu félagslega húsnæði. Það sem ég hef meiri áhyggjur af er að það hægi á framkvæmdum vegna íbúða á almennum markaði vegna vaxtahækkana og mögulega vegna þess að lóðir eru ekki tilbúnar,“ segir Bjarni. „Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika segir svo þetta um stöðuna á húsnæðismarkaðnum í dag: „Það virðist vera nægt framboð í dag. Ef við berum saman uppbyggingu húsnæðis við mannfjöldaþróun á Íslandi er ekki verið að byggja nóg til að mæta eftirspurn á næstu árum. Það hefur náttúrulega verið mikill kraftur í atvinnulífinu og ferðaþjónustan hefur verið drifin áfram af erlendu vinnuafli að hluta og einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa,“ segir Gunnar.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Fasteignamarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Sjá meira