Íbúum Snæfellsbæjar fjölgar smátt og smátt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. september 2023 13:30 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar á skrifstofunni sinni þar sem hann hefur meira en nóg að gera. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum Snæfellsbæjar er smátt og smátt að fjölga en vandamálið þar eins og svo víða í öðrum sveitarfélögum úti á landi er vöntun á húsnæði fyrir nýja íbúa. Þá hefur fjöldi ferðamanna í Snæfellsbæ sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í sumar og haust. Íbúar í Snæfellsbæ hafa síðustu ár verið um sautján hundruð en á þessu ári hefur þeim fjölgað um þrjátíu, sem er gleðiefni að sögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra en það er þó eitt vandamál í stöðunni. „Okkur vantar bara meira húsnæði fyrir fólk. Það er næg atvinna, okkur vantar ofboðslega mikið af fólki í öll störf en til þess að geta tekið á móti því þá þurfum við að byggja meira húsnæði, sem við höfum aðeins verið að gera núna en mætti vera meira. Hér er alltaf nóg að gera og hefur alltaf verið,“ segir Kristinn. Ferðamennirnir eru út um allt á Snæfellsnesi. Hér eru ferðamenn til dæmis að fara í skoðunarferð í Vatnshellirinn, sem er í Purkhólahrauni sunnan við Snæfellsjökul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðaþjónusta í Snæfellsbæ blómstrar en Kristinn segist sjaldan eða aldrei hafa séð eins mikið af ferðamönnum í sveitarfélaginu eins og í sumar og í haust. „Já, það er alltaf mikið af ferðamönnum í sveitarfélaginu og við höfum gert það með skipulögðum hætti að byggja upp áningarstaði á svæðinu þannig að við getum tekið á móti fólki þannig að sómi sé af,“ segir bæjarstjórinn og bætir við. Það eru mikil umsvif í kringum Snæfellsjökuls þjóðgarð þegar ferðamenn eru annars vegar, íslenskir og erlendir.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þjóðgarðurinn er náttúrulega rosalega öflugur og skiptir okkur miklu máli að hafa svona öflugan þjóðgarð og hann hefur verið að byggja upp innviðina líka. Þannig að sveitarfélagið og þjóðgarðurinn hefur verið að gera þetta til þess að geta tekið á móti. Við erum til dæmis líka sveitarfélagið með mjög flott tjaldsvæði þannig að við erum alltaf að reyna að bæta okkur á hverjum degi til að gera betur en við gerðum í gær,“ segir Kristinn. Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mannfjöldi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Íbúar í Snæfellsbæ hafa síðustu ár verið um sautján hundruð en á þessu ári hefur þeim fjölgað um þrjátíu, sem er gleðiefni að sögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra en það er þó eitt vandamál í stöðunni. „Okkur vantar bara meira húsnæði fyrir fólk. Það er næg atvinna, okkur vantar ofboðslega mikið af fólki í öll störf en til þess að geta tekið á móti því þá þurfum við að byggja meira húsnæði, sem við höfum aðeins verið að gera núna en mætti vera meira. Hér er alltaf nóg að gera og hefur alltaf verið,“ segir Kristinn. Ferðamennirnir eru út um allt á Snæfellsnesi. Hér eru ferðamenn til dæmis að fara í skoðunarferð í Vatnshellirinn, sem er í Purkhólahrauni sunnan við Snæfellsjökul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðaþjónusta í Snæfellsbæ blómstrar en Kristinn segist sjaldan eða aldrei hafa séð eins mikið af ferðamönnum í sveitarfélaginu eins og í sumar og í haust. „Já, það er alltaf mikið af ferðamönnum í sveitarfélaginu og við höfum gert það með skipulögðum hætti að byggja upp áningarstaði á svæðinu þannig að við getum tekið á móti fólki þannig að sómi sé af,“ segir bæjarstjórinn og bætir við. Það eru mikil umsvif í kringum Snæfellsjökuls þjóðgarð þegar ferðamenn eru annars vegar, íslenskir og erlendir.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þjóðgarðurinn er náttúrulega rosalega öflugur og skiptir okkur miklu máli að hafa svona öflugan þjóðgarð og hann hefur verið að byggja upp innviðina líka. Þannig að sveitarfélagið og þjóðgarðurinn hefur verið að gera þetta til þess að geta tekið á móti. Við erum til dæmis líka sveitarfélagið með mjög flott tjaldsvæði þannig að við erum alltaf að reyna að bæta okkur á hverjum degi til að gera betur en við gerðum í gær,“ segir Kristinn.
Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mannfjöldi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira