„Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. september 2023 10:41 Um ungt og hraust karldýr var að ræða sem að sögn dýralæknis var í ótrúlega góðu standi miðað við hvað hann hafði verið lengi á landi. Sjöfn Sæmundsdóttir Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. Fyrstu fréttir bárust síðdegis á fimmtudag um að háhyrningur lægi strandaður í fjöru við Gilsfjörð. Gilsfjörður skilur milli Vestfjarða og Vesturlands við norðanverðan botn Breiðarfjarðar. Lögregla fór á staðinn en erfitt var að komast að dýrinu þar sem aðgengi var slæmt. Í fyrstu var talið að hann væri dauður þar sem lögregla varð ekki vör við nein lífsmörk. Á myndbandinu hér fyrir neðan sem Bergþór Jónsson tók, má sjá háhyrninginn kominn á flot eftir að honum var komið til bjargar. Að sögn Þóru Jóhönnu Jónasdóttur, dýralæknis hjá Matvælastofnun var það ekki fyrr en byrjaði að flæða að þegar sást að hann væri á lífi og var Matvælastofnun tilkynnt um málið um tíuleitið í gærmorgun . „Þá var mjög stutt í aðalflóðið og reynt var að bregðast hratt við og fá fólk á staðinn til að aðstoða,“ segir Þóra. „En það var erfitt að komast að honum, það var mikil leðja og drulla og því tókst ekki að koma dýrinu á flot í því flóði. Hinvegar barst hann á annan stað þar sem vissulega var betra aðgengi en verra undirlag fyrir dýrið til að komast í meiri dýpt.“ Fjölmennur hópur viðbragðsaðila kom að björgun háhyrningsins í gær. Hann komst á flot um miðnætti og tók strauið út í sjó og kallaði á hópinn sinn.Sjöfn Sæmundsdóttir Háhyrningurinn var skoðaður og metinn og afstaða tekin til þess hvort bíða ætti eftir næsta flóði. „Það eru alltaf minni líkur á að dýrið lifi af ef það þarf að bíða af sér fleiri fjörur. Þessi dýr eru hönnuð til að vera á sjó, á floti, en ekki liggja með öllum sínum þunga í landi,“ segir Þóra. Mikilvægt að ganga ekki að hvölum og klappa þeim Eftir að myndir og myndbönd höfðu verið tekin og líkamlegt ástand dýrsins kannað var háhyrningurinn metinn í góðu ástandi og í góðum holdum. Um ungt og hraust karldýr var að ræða. Í millitíðinni var mikilvægt að halda honum rökum og voru blaut teppi lögð yfir hann. Þóra segir að ekki hafi síst verið mikilvægt að halda fólki frá. „Það er sérstaklega mikilvægt að fólk gangi ekki að strönduðum hvölum eða fari að klappa þeim. Það stressar dýrið mjög mikið og hreinlega minnkar lífslíkur þeirra.“ Í gær mynduðust slíkar aðstæður þegar fjöldi fólks safnaðist saman í fjörunni. Háhyrningnum var bjargað um miðnætti. Hann var frelsinu fegin. Bergþór Jónsson „Það er rétt og því miður áttar fólk sig ekki á því hvaða stressi þetta veldur dýrinu. En það sást að hann fór að anda örar, það stressaði hann mikið. En um leið og fólk var beðið að bakka og það brást vel við því, þá róaðist öndunin.“ Stóð þetta tæpt? „Það verður að segjast að miðað við að vera þetta lengi á landi var hann í ótrúleg góðu standi, trúlega því þetta var ungt og sterkt dýr. En þegar hann er kominn á flot þá heyrist á myndbandi að hann er byrjaður að kalla væntanlega á hópinn sinn. Hann tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó.“ Mikilvægt er að nálgast ekki strandaðan hval þar sem það getur leitt til stress og oföndunar hjá dýrinu.Sjöfn Sæmundsdóttir Þóra segir alls ekki algengt að háhyrningar strandi. „Og það er oft miklu erfiðara að bjarga þeim. Við sjáum miklu oftar grindhvali í flokkum og oftar en ekki þegar háhyrningar stranda eru þetta veik eða eldri dýr. En þarna hefur ungt dýr farið sér að voða, það hefur hætt sér of nálægt landi og flætt of hratt undan því. En það er ekki alveg gefið að bjarga háhyrning sem strandar, þannig vel tókst til í þetta sinn.“ Enginn bjargi hval einn Þóra vill koma á framfæri þökkum til viðbragðsaðila sem hafi lagt á sig mikla vinnu og tíma til að bjarga dýrinu. Um tuttugu manna hópur frá björgunarsveitum kom að aðgerðum, auk viðbragðsteymisins Hvalir í neyð sem Matvælastofnun heldur utan um. Í því eru sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá MAST, sérfræðingur frá Háskóla íslands og fulltrúar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, Ríkislögreglu, Landhelgisgæslu og Hafrannsóknarstofnun. Fulltrúi sveitarfélags studdi aðgerðir, en það er viðkomandi sveitarfélag sem ber ábyrgð á að brugðist sé við ef villt dýr er í neyð. „Það gerir þetta enginn einn, að bjarga hval, þetta er teymisvinna. Við erum með viðbragðsáætlun sem fer í gang þegar þarf að bjarga hval. Þetta þarf að gerast fljótt og vel því annars hreinlega missir maður tækifærið til að koma dýrinu á flot og það lifir ekki af margar fjörur eða mörg flóð. Það er ekki mikill tími til að spá og spegúlera,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun. Dýr Dýraheilbrigði Hvalir Reykhólahreppur Tengdar fréttir Reyna að bjarga háhyrningnum Reynt verður að bjarga ungum háhyrningi sem strandaði í Gilsfirði í dag. Stefnt er að því að koma honum út í sjó í kvöld. 22. september 2023 15:43 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Fyrstu fréttir bárust síðdegis á fimmtudag um að háhyrningur lægi strandaður í fjöru við Gilsfjörð. Gilsfjörður skilur milli Vestfjarða og Vesturlands við norðanverðan botn Breiðarfjarðar. Lögregla fór á staðinn en erfitt var að komast að dýrinu þar sem aðgengi var slæmt. Í fyrstu var talið að hann væri dauður þar sem lögregla varð ekki vör við nein lífsmörk. Á myndbandinu hér fyrir neðan sem Bergþór Jónsson tók, má sjá háhyrninginn kominn á flot eftir að honum var komið til bjargar. Að sögn Þóru Jóhönnu Jónasdóttur, dýralæknis hjá Matvælastofnun var það ekki fyrr en byrjaði að flæða að þegar sást að hann væri á lífi og var Matvælastofnun tilkynnt um málið um tíuleitið í gærmorgun . „Þá var mjög stutt í aðalflóðið og reynt var að bregðast hratt við og fá fólk á staðinn til að aðstoða,“ segir Þóra. „En það var erfitt að komast að honum, það var mikil leðja og drulla og því tókst ekki að koma dýrinu á flot í því flóði. Hinvegar barst hann á annan stað þar sem vissulega var betra aðgengi en verra undirlag fyrir dýrið til að komast í meiri dýpt.“ Fjölmennur hópur viðbragðsaðila kom að björgun háhyrningsins í gær. Hann komst á flot um miðnætti og tók strauið út í sjó og kallaði á hópinn sinn.Sjöfn Sæmundsdóttir Háhyrningurinn var skoðaður og metinn og afstaða tekin til þess hvort bíða ætti eftir næsta flóði. „Það eru alltaf minni líkur á að dýrið lifi af ef það þarf að bíða af sér fleiri fjörur. Þessi dýr eru hönnuð til að vera á sjó, á floti, en ekki liggja með öllum sínum þunga í landi,“ segir Þóra. Mikilvægt að ganga ekki að hvölum og klappa þeim Eftir að myndir og myndbönd höfðu verið tekin og líkamlegt ástand dýrsins kannað var háhyrningurinn metinn í góðu ástandi og í góðum holdum. Um ungt og hraust karldýr var að ræða. Í millitíðinni var mikilvægt að halda honum rökum og voru blaut teppi lögð yfir hann. Þóra segir að ekki hafi síst verið mikilvægt að halda fólki frá. „Það er sérstaklega mikilvægt að fólk gangi ekki að strönduðum hvölum eða fari að klappa þeim. Það stressar dýrið mjög mikið og hreinlega minnkar lífslíkur þeirra.“ Í gær mynduðust slíkar aðstæður þegar fjöldi fólks safnaðist saman í fjörunni. Háhyrningnum var bjargað um miðnætti. Hann var frelsinu fegin. Bergþór Jónsson „Það er rétt og því miður áttar fólk sig ekki á því hvaða stressi þetta veldur dýrinu. En það sást að hann fór að anda örar, það stressaði hann mikið. En um leið og fólk var beðið að bakka og það brást vel við því, þá róaðist öndunin.“ Stóð þetta tæpt? „Það verður að segjast að miðað við að vera þetta lengi á landi var hann í ótrúleg góðu standi, trúlega því þetta var ungt og sterkt dýr. En þegar hann er kominn á flot þá heyrist á myndbandi að hann er byrjaður að kalla væntanlega á hópinn sinn. Hann tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó.“ Mikilvægt er að nálgast ekki strandaðan hval þar sem það getur leitt til stress og oföndunar hjá dýrinu.Sjöfn Sæmundsdóttir Þóra segir alls ekki algengt að háhyrningar strandi. „Og það er oft miklu erfiðara að bjarga þeim. Við sjáum miklu oftar grindhvali í flokkum og oftar en ekki þegar háhyrningar stranda eru þetta veik eða eldri dýr. En þarna hefur ungt dýr farið sér að voða, það hefur hætt sér of nálægt landi og flætt of hratt undan því. En það er ekki alveg gefið að bjarga háhyrning sem strandar, þannig vel tókst til í þetta sinn.“ Enginn bjargi hval einn Þóra vill koma á framfæri þökkum til viðbragðsaðila sem hafi lagt á sig mikla vinnu og tíma til að bjarga dýrinu. Um tuttugu manna hópur frá björgunarsveitum kom að aðgerðum, auk viðbragðsteymisins Hvalir í neyð sem Matvælastofnun heldur utan um. Í því eru sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá MAST, sérfræðingur frá Háskóla íslands og fulltrúar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, Ríkislögreglu, Landhelgisgæslu og Hafrannsóknarstofnun. Fulltrúi sveitarfélags studdi aðgerðir, en það er viðkomandi sveitarfélag sem ber ábyrgð á að brugðist sé við ef villt dýr er í neyð. „Það gerir þetta enginn einn, að bjarga hval, þetta er teymisvinna. Við erum með viðbragðsáætlun sem fer í gang þegar þarf að bjarga hval. Þetta þarf að gerast fljótt og vel því annars hreinlega missir maður tækifærið til að koma dýrinu á flot og það lifir ekki af margar fjörur eða mörg flóð. Það er ekki mikill tími til að spá og spegúlera,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun.
Dýr Dýraheilbrigði Hvalir Reykhólahreppur Tengdar fréttir Reyna að bjarga háhyrningnum Reynt verður að bjarga ungum háhyrningi sem strandaði í Gilsfirði í dag. Stefnt er að því að koma honum út í sjó í kvöld. 22. september 2023 15:43 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Reyna að bjarga háhyrningnum Reynt verður að bjarga ungum háhyrningi sem strandaði í Gilsfirði í dag. Stefnt er að því að koma honum út í sjó í kvöld. 22. september 2023 15:43