Varð vinsælasti söngvari í sögu Spánar í stað þess að verða atvinnumaður í fótbolta Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. september 2023 14:01 Afmælisbarn dagsins, Julio Iglesias, fyrir sléttum 40 árum. Tímaritið Forbes segir hann vera einn auðugasta tónlistarmann veraldar, en eignir hans eru metnar á 800 milljónir evra, andvirði 115 milljarða íslenskra króna. Bertrand LAFORET/Getty Images Spænski hjartaknúsarinn Julio Iglesias er áttræður í dag. Hann er vinsælasti söngvari í sögu Spánar og enginn söngvari hefur gefið út plötur á eins mörgum tungumálum. Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta Það var ekki skrifað í skýin að Julio Iglesias ætti eftir að bræða hjörtu kvenna um allan heim árum og áratugum saman. Öðru nær... hann var afskaplega efnilegur markvörður hjá ekki minna liði en Real Madrid, en þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi, rétt tvítugur þá slokknuðu draumarnir um frægð og frama í atvinnumennsku í fótbolta. Hann var nokkur ár að ná sér og til þess að drepa tímann fór hann að læra á gítar og klambra saman lögum. Hann lauk síðan laganámi en þegar hann vann söngvakeppni á Benidorm árið 1968 varð ekki aftur snúið. Hann söng í Eurovision árið 1970, hafnaði í 4. sæti og svo lagði hann hvert landið á fætur öðru að fótum sér. Hefur selt meira en 300 milljónir platna Á þeirri rúmlega hálfu öld sem liðin er síðan, hefur Julio Iglesias gefið út meira en 80 plötur sem alls hafa selst í meira en 300 milljónum eintaka á heimsvísu á 14 tungumálum. Hann hefur haldið meira en 5.000 tónleika sem yfir 60 milljónir manna hafa sótt. Og svo haldið sé áfram í tölfræðinni þá hefur hann fengið um 2.600 gull- og platínuplötur á ferlinum, hann er tvígiftur og á átta börn með eiginkonum sínum, auk þess sem maður að nafni Javier Sáncez hefur í 30 ár barist fyrir því að fá viðurkenningu á því að hann sé sonur söngvarans. Javier þessi lítur reyndar út fyrir að hafa verið snýtt út úr annarri nös Julios, svo líkir eru þeir. Er sagður hafa verið frekar fjöllyndur Þá hefur því verið haldið fram um langt árabil að Julio hafi sængað hjá meira en 3.000 konum á lífsleiðinni, en því vísar hann staðfastlega á bug. Það verður lítið um hátíðahöld af hans hálfu í dag, herma spænskir fjölmiðlar, nema bara með eiginkonu, börnum og barnabörnum. Hann hefur hafnað þátttöku í öllum sjónvarpsþáttum og heimildamyndum í tengslum við afmælið, en fimm ár eru síðan hann kom síðast fram opinberlega. Þegar maður gleymir sjálfum sér Hér er hægt að hlýða á eitt allra vinsælasta lag Julio Iglesias, "Me olvidé de vivir" (Ég gleymdi að lifa). Hann samdi það seint á 8. áratugnum og syngur þar tregafullt um þær fórnir sem honum fannst hann hafa fært fyrir frægðina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=o7LkZhKeY_o">watch on YouTube</a> Spánn Menning Tímamót Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta Það var ekki skrifað í skýin að Julio Iglesias ætti eftir að bræða hjörtu kvenna um allan heim árum og áratugum saman. Öðru nær... hann var afskaplega efnilegur markvörður hjá ekki minna liði en Real Madrid, en þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi, rétt tvítugur þá slokknuðu draumarnir um frægð og frama í atvinnumennsku í fótbolta. Hann var nokkur ár að ná sér og til þess að drepa tímann fór hann að læra á gítar og klambra saman lögum. Hann lauk síðan laganámi en þegar hann vann söngvakeppni á Benidorm árið 1968 varð ekki aftur snúið. Hann söng í Eurovision árið 1970, hafnaði í 4. sæti og svo lagði hann hvert landið á fætur öðru að fótum sér. Hefur selt meira en 300 milljónir platna Á þeirri rúmlega hálfu öld sem liðin er síðan, hefur Julio Iglesias gefið út meira en 80 plötur sem alls hafa selst í meira en 300 milljónum eintaka á heimsvísu á 14 tungumálum. Hann hefur haldið meira en 5.000 tónleika sem yfir 60 milljónir manna hafa sótt. Og svo haldið sé áfram í tölfræðinni þá hefur hann fengið um 2.600 gull- og platínuplötur á ferlinum, hann er tvígiftur og á átta börn með eiginkonum sínum, auk þess sem maður að nafni Javier Sáncez hefur í 30 ár barist fyrir því að fá viðurkenningu á því að hann sé sonur söngvarans. Javier þessi lítur reyndar út fyrir að hafa verið snýtt út úr annarri nös Julios, svo líkir eru þeir. Er sagður hafa verið frekar fjöllyndur Þá hefur því verið haldið fram um langt árabil að Julio hafi sængað hjá meira en 3.000 konum á lífsleiðinni, en því vísar hann staðfastlega á bug. Það verður lítið um hátíðahöld af hans hálfu í dag, herma spænskir fjölmiðlar, nema bara með eiginkonu, börnum og barnabörnum. Hann hefur hafnað þátttöku í öllum sjónvarpsþáttum og heimildamyndum í tengslum við afmælið, en fimm ár eru síðan hann kom síðast fram opinberlega. Þegar maður gleymir sjálfum sér Hér er hægt að hlýða á eitt allra vinsælasta lag Julio Iglesias, "Me olvidé de vivir" (Ég gleymdi að lifa). Hann samdi það seint á 8. áratugnum og syngur þar tregafullt um þær fórnir sem honum fannst hann hafa fært fyrir frægðina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=o7LkZhKeY_o">watch on YouTube</a>
Spánn Menning Tímamót Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira