Varð vinsælasti söngvari í sögu Spánar í stað þess að verða atvinnumaður í fótbolta Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. september 2023 14:01 Afmælisbarn dagsins, Julio Iglesias, fyrir sléttum 40 árum. Tímaritið Forbes segir hann vera einn auðugasta tónlistarmann veraldar, en eignir hans eru metnar á 800 milljónir evra, andvirði 115 milljarða íslenskra króna. Bertrand LAFORET/Getty Images Spænski hjartaknúsarinn Julio Iglesias er áttræður í dag. Hann er vinsælasti söngvari í sögu Spánar og enginn söngvari hefur gefið út plötur á eins mörgum tungumálum. Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta Það var ekki skrifað í skýin að Julio Iglesias ætti eftir að bræða hjörtu kvenna um allan heim árum og áratugum saman. Öðru nær... hann var afskaplega efnilegur markvörður hjá ekki minna liði en Real Madrid, en þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi, rétt tvítugur þá slokknuðu draumarnir um frægð og frama í atvinnumennsku í fótbolta. Hann var nokkur ár að ná sér og til þess að drepa tímann fór hann að læra á gítar og klambra saman lögum. Hann lauk síðan laganámi en þegar hann vann söngvakeppni á Benidorm árið 1968 varð ekki aftur snúið. Hann söng í Eurovision árið 1970, hafnaði í 4. sæti og svo lagði hann hvert landið á fætur öðru að fótum sér. Hefur selt meira en 300 milljónir platna Á þeirri rúmlega hálfu öld sem liðin er síðan, hefur Julio Iglesias gefið út meira en 80 plötur sem alls hafa selst í meira en 300 milljónum eintaka á heimsvísu á 14 tungumálum. Hann hefur haldið meira en 5.000 tónleika sem yfir 60 milljónir manna hafa sótt. Og svo haldið sé áfram í tölfræðinni þá hefur hann fengið um 2.600 gull- og platínuplötur á ferlinum, hann er tvígiftur og á átta börn með eiginkonum sínum, auk þess sem maður að nafni Javier Sáncez hefur í 30 ár barist fyrir því að fá viðurkenningu á því að hann sé sonur söngvarans. Javier þessi lítur reyndar út fyrir að hafa verið snýtt út úr annarri nös Julios, svo líkir eru þeir. Er sagður hafa verið frekar fjöllyndur Þá hefur því verið haldið fram um langt árabil að Julio hafi sængað hjá meira en 3.000 konum á lífsleiðinni, en því vísar hann staðfastlega á bug. Það verður lítið um hátíðahöld af hans hálfu í dag, herma spænskir fjölmiðlar, nema bara með eiginkonu, börnum og barnabörnum. Hann hefur hafnað þátttöku í öllum sjónvarpsþáttum og heimildamyndum í tengslum við afmælið, en fimm ár eru síðan hann kom síðast fram opinberlega. Þegar maður gleymir sjálfum sér Hér er hægt að hlýða á eitt allra vinsælasta lag Julio Iglesias, "Me olvidé de vivir" (Ég gleymdi að lifa). Hann samdi það seint á 8. áratugnum og syngur þar tregafullt um þær fórnir sem honum fannst hann hafa fært fyrir frægðina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=o7LkZhKeY_o">watch on YouTube</a> Spánn Menning Tímamót Hollywood Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta Það var ekki skrifað í skýin að Julio Iglesias ætti eftir að bræða hjörtu kvenna um allan heim árum og áratugum saman. Öðru nær... hann var afskaplega efnilegur markvörður hjá ekki minna liði en Real Madrid, en þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi, rétt tvítugur þá slokknuðu draumarnir um frægð og frama í atvinnumennsku í fótbolta. Hann var nokkur ár að ná sér og til þess að drepa tímann fór hann að læra á gítar og klambra saman lögum. Hann lauk síðan laganámi en þegar hann vann söngvakeppni á Benidorm árið 1968 varð ekki aftur snúið. Hann söng í Eurovision árið 1970, hafnaði í 4. sæti og svo lagði hann hvert landið á fætur öðru að fótum sér. Hefur selt meira en 300 milljónir platna Á þeirri rúmlega hálfu öld sem liðin er síðan, hefur Julio Iglesias gefið út meira en 80 plötur sem alls hafa selst í meira en 300 milljónum eintaka á heimsvísu á 14 tungumálum. Hann hefur haldið meira en 5.000 tónleika sem yfir 60 milljónir manna hafa sótt. Og svo haldið sé áfram í tölfræðinni þá hefur hann fengið um 2.600 gull- og platínuplötur á ferlinum, hann er tvígiftur og á átta börn með eiginkonum sínum, auk þess sem maður að nafni Javier Sáncez hefur í 30 ár barist fyrir því að fá viðurkenningu á því að hann sé sonur söngvarans. Javier þessi lítur reyndar út fyrir að hafa verið snýtt út úr annarri nös Julios, svo líkir eru þeir. Er sagður hafa verið frekar fjöllyndur Þá hefur því verið haldið fram um langt árabil að Julio hafi sængað hjá meira en 3.000 konum á lífsleiðinni, en því vísar hann staðfastlega á bug. Það verður lítið um hátíðahöld af hans hálfu í dag, herma spænskir fjölmiðlar, nema bara með eiginkonu, börnum og barnabörnum. Hann hefur hafnað þátttöku í öllum sjónvarpsþáttum og heimildamyndum í tengslum við afmælið, en fimm ár eru síðan hann kom síðast fram opinberlega. Þegar maður gleymir sjálfum sér Hér er hægt að hlýða á eitt allra vinsælasta lag Julio Iglesias, "Me olvidé de vivir" (Ég gleymdi að lifa). Hann samdi það seint á 8. áratugnum og syngur þar tregafullt um þær fórnir sem honum fannst hann hafa fært fyrir frægðina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=o7LkZhKeY_o">watch on YouTube</a>
Spánn Menning Tímamót Hollywood Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“