Verstappen með níu fingur á titlinum Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 10:32 Max Verstappen með verðlaunagripinn eftir sigurinn í Japan Vísir/Getty Max Verstappen bar sigur úr býtum í Japanskappakstrinum í morgun með miklum yfirburðum en hann kom í mark 19 sekúndum á undan Lando Norris ökumanni McLaren Mercedes. Verstappen var á ráspól og gerðu þeir Lando Norris og Charles Leclerc harða atlögu að honum í fyrstu beygjum brautarinnar en Verstappen sýndi af hverju hann er langefstur í keppni ökumanna og náði að halda þeim báðum fyrir aftan sig. Eftir þennan hasar í byrjun lét Verstappen forystuna aldrei af hendi en baráttan um 2. sætið var gríðarlega spennandi þar sem Lando Norris og Oscar Piastri, báðir ökumenn McLaren, tókust á. Norris hafði að lokum betur og kom 17 sekúndum á undan Piastri í mark. Þrátt fyrir að koma þriðji í mark var Piastri valinn ökumaður dagsins að keppni lokinni, en þetta var í fyrsta sinn sem Ástralinn ungi kemst á verðlaunapall á þessum tímabili. Totally deserved @OscarPiastri is your #F1DriverOfTheDay #F1 #JapaneseGP @salesforce pic.twitter.com/K7PHfDd8vO— Formula 1 (@F1) September 24, 2023 Sigur Verstappen og þau 26 stig sem hann hlaut að launum færa hann í 400 stig slétt. Sá eini sem á tölfræðilegan möguleika á að safna fleiri stigum en hann úr þessu er samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, sem átti hræðilegan dag og náði ekki að klára keppnina. Verstappen er því kominn með níu fingur á titilinn sem hann getur tryggt sér í Katar eftir tvær vikur. Yrði það þriðji titilinn Verstappen í röð. Akstursíþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Verstappen var á ráspól og gerðu þeir Lando Norris og Charles Leclerc harða atlögu að honum í fyrstu beygjum brautarinnar en Verstappen sýndi af hverju hann er langefstur í keppni ökumanna og náði að halda þeim báðum fyrir aftan sig. Eftir þennan hasar í byrjun lét Verstappen forystuna aldrei af hendi en baráttan um 2. sætið var gríðarlega spennandi þar sem Lando Norris og Oscar Piastri, báðir ökumenn McLaren, tókust á. Norris hafði að lokum betur og kom 17 sekúndum á undan Piastri í mark. Þrátt fyrir að koma þriðji í mark var Piastri valinn ökumaður dagsins að keppni lokinni, en þetta var í fyrsta sinn sem Ástralinn ungi kemst á verðlaunapall á þessum tímabili. Totally deserved @OscarPiastri is your #F1DriverOfTheDay #F1 #JapaneseGP @salesforce pic.twitter.com/K7PHfDd8vO— Formula 1 (@F1) September 24, 2023 Sigur Verstappen og þau 26 stig sem hann hlaut að launum færa hann í 400 stig slétt. Sá eini sem á tölfræðilegan möguleika á að safna fleiri stigum en hann úr þessu er samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, sem átti hræðilegan dag og náði ekki að klára keppnina. Verstappen er því kominn með níu fingur á titilinn sem hann getur tryggt sér í Katar eftir tvær vikur. Yrði það þriðji titilinn Verstappen í röð.
Akstursíþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira