Segir blendnar tilfinningar fylgja lokun Bragabúðar á Vopnafirði Helena Rós Sturludóttir skrifar 24. september 2023 13:25 Vopnafjörður Vísir/Vilhelm Versluninni Bragabúð á Vopnafirði var endanlega skellt í lás í gær eftir að hafa veitt Vopnfirðingum þjónustu um rúmlega þrjátíu ára skeið. Eigandi verslunarinnar segir blendnar tilfinningar fylgja lokuninni. Í Bragabúð gafst Vopnfirðingum kostur á að kaupa málningarvörur, verkfæri og ýmsar smávörur líkt og skrúfur, nagla og fleira. Síðasti opnunardagur búðarinnar var í gær og nú þurfa íbúar Vopnafjarðar að leita öllu lengra en venjulega eftir byggingarvörum. Austurfrétt greindi fyrst frá. Ingólfur Arason eigandi verslunarinnar segir ákveðinn söknuð fylgja lokuninni. Blendnar tilfinningar „Það eru svona blendnar tilfinningar að sumu leyti er maður kannski fenginn þetta er bara búið en það er líka svona söknuður þetta er líka gaman sko,“ segir Ingólfur. Hann muni sakna samskipta við viðskiptavinina einna helst. Nokkrar ástæður séu fyrir lokun búðarinnar. „Kannski aðalástæðan er sú að í fyrra haust var tekin af okkur litablöndunarvél, við gátum blandað liti hér á staðnum, og við fengum ekki aðra nýja í staðin þannig að þá var nú eiginlega grundvöllurinn brostinn fyrir þessum rekstri,“ segir Ingólfur og bætir við að Slippfélagið hafi greint honum frá því að blöndunartækið hafi vantað á annan stað. Grundvöllurinn brostinn „Kannski hefur ekki verið nóg sala ég veit það ekki. Þetta snýst allt um það að þá má enginn vera lítill í dag,“ segir Ingólfur. Hann sé þó einnig kominn á aldur og hyggist nú einbeita sér alfarið að sínu aðalstarfi sem málari. Í gær var síðasti opnunardagur verslunarinnar og var allt á fjörutíu prósenta afslætti. „Það komu gríðarlega margir og gekk bara mjög vel og það seldist alveg hellingur. Það var bara ánægjulegt,“ segir Ingólfur. Vopnafjörður Verslun Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Í Bragabúð gafst Vopnfirðingum kostur á að kaupa málningarvörur, verkfæri og ýmsar smávörur líkt og skrúfur, nagla og fleira. Síðasti opnunardagur búðarinnar var í gær og nú þurfa íbúar Vopnafjarðar að leita öllu lengra en venjulega eftir byggingarvörum. Austurfrétt greindi fyrst frá. Ingólfur Arason eigandi verslunarinnar segir ákveðinn söknuð fylgja lokuninni. Blendnar tilfinningar „Það eru svona blendnar tilfinningar að sumu leyti er maður kannski fenginn þetta er bara búið en það er líka svona söknuður þetta er líka gaman sko,“ segir Ingólfur. Hann muni sakna samskipta við viðskiptavinina einna helst. Nokkrar ástæður séu fyrir lokun búðarinnar. „Kannski aðalástæðan er sú að í fyrra haust var tekin af okkur litablöndunarvél, við gátum blandað liti hér á staðnum, og við fengum ekki aðra nýja í staðin þannig að þá var nú eiginlega grundvöllurinn brostinn fyrir þessum rekstri,“ segir Ingólfur og bætir við að Slippfélagið hafi greint honum frá því að blöndunartækið hafi vantað á annan stað. Grundvöllurinn brostinn „Kannski hefur ekki verið nóg sala ég veit það ekki. Þetta snýst allt um það að þá má enginn vera lítill í dag,“ segir Ingólfur. Hann sé þó einnig kominn á aldur og hyggist nú einbeita sér alfarið að sínu aðalstarfi sem málari. Í gær var síðasti opnunardagur verslunarinnar og var allt á fjörutíu prósenta afslætti. „Það komu gríðarlega margir og gekk bara mjög vel og það seldist alveg hellingur. Það var bara ánægjulegt,“ segir Ingólfur.
Vopnafjörður Verslun Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira