Segir blendnar tilfinningar fylgja lokun Bragabúðar á Vopnafirði Helena Rós Sturludóttir skrifar 24. september 2023 13:25 Vopnafjörður Vísir/Vilhelm Versluninni Bragabúð á Vopnafirði var endanlega skellt í lás í gær eftir að hafa veitt Vopnfirðingum þjónustu um rúmlega þrjátíu ára skeið. Eigandi verslunarinnar segir blendnar tilfinningar fylgja lokuninni. Í Bragabúð gafst Vopnfirðingum kostur á að kaupa málningarvörur, verkfæri og ýmsar smávörur líkt og skrúfur, nagla og fleira. Síðasti opnunardagur búðarinnar var í gær og nú þurfa íbúar Vopnafjarðar að leita öllu lengra en venjulega eftir byggingarvörum. Austurfrétt greindi fyrst frá. Ingólfur Arason eigandi verslunarinnar segir ákveðinn söknuð fylgja lokuninni. Blendnar tilfinningar „Það eru svona blendnar tilfinningar að sumu leyti er maður kannski fenginn þetta er bara búið en það er líka svona söknuður þetta er líka gaman sko,“ segir Ingólfur. Hann muni sakna samskipta við viðskiptavinina einna helst. Nokkrar ástæður séu fyrir lokun búðarinnar. „Kannski aðalástæðan er sú að í fyrra haust var tekin af okkur litablöndunarvél, við gátum blandað liti hér á staðnum, og við fengum ekki aðra nýja í staðin þannig að þá var nú eiginlega grundvöllurinn brostinn fyrir þessum rekstri,“ segir Ingólfur og bætir við að Slippfélagið hafi greint honum frá því að blöndunartækið hafi vantað á annan stað. Grundvöllurinn brostinn „Kannski hefur ekki verið nóg sala ég veit það ekki. Þetta snýst allt um það að þá má enginn vera lítill í dag,“ segir Ingólfur. Hann sé þó einnig kominn á aldur og hyggist nú einbeita sér alfarið að sínu aðalstarfi sem málari. Í gær var síðasti opnunardagur verslunarinnar og var allt á fjörutíu prósenta afslætti. „Það komu gríðarlega margir og gekk bara mjög vel og það seldist alveg hellingur. Það var bara ánægjulegt,“ segir Ingólfur. Vopnafjörður Verslun Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira
Í Bragabúð gafst Vopnfirðingum kostur á að kaupa málningarvörur, verkfæri og ýmsar smávörur líkt og skrúfur, nagla og fleira. Síðasti opnunardagur búðarinnar var í gær og nú þurfa íbúar Vopnafjarðar að leita öllu lengra en venjulega eftir byggingarvörum. Austurfrétt greindi fyrst frá. Ingólfur Arason eigandi verslunarinnar segir ákveðinn söknuð fylgja lokuninni. Blendnar tilfinningar „Það eru svona blendnar tilfinningar að sumu leyti er maður kannski fenginn þetta er bara búið en það er líka svona söknuður þetta er líka gaman sko,“ segir Ingólfur. Hann muni sakna samskipta við viðskiptavinina einna helst. Nokkrar ástæður séu fyrir lokun búðarinnar. „Kannski aðalástæðan er sú að í fyrra haust var tekin af okkur litablöndunarvél, við gátum blandað liti hér á staðnum, og við fengum ekki aðra nýja í staðin þannig að þá var nú eiginlega grundvöllurinn brostinn fyrir þessum rekstri,“ segir Ingólfur og bætir við að Slippfélagið hafi greint honum frá því að blöndunartækið hafi vantað á annan stað. Grundvöllurinn brostinn „Kannski hefur ekki verið nóg sala ég veit það ekki. Þetta snýst allt um það að þá má enginn vera lítill í dag,“ segir Ingólfur. Hann sé þó einnig kominn á aldur og hyggist nú einbeita sér alfarið að sínu aðalstarfi sem málari. Í gær var síðasti opnunardagur verslunarinnar og var allt á fjörutíu prósenta afslætti. „Það komu gríðarlega margir og gekk bara mjög vel og það seldist alveg hellingur. Það var bara ánægjulegt,“ segir Ingólfur.
Vopnafjörður Verslun Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira