Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Karl Lúðvíksson skrifar 26. september 2023 09:22 Tungufljót í Biskupstungum er ein af þessum uppsveitarám sem getur komið veiðimönnum verulega á óvart í haustveiðinni. Þær eru nokkrar árnar í uppsveitum suðurlands sem eiga oft góða endaspretti með stórlöxum og má þar nefna sem dæmi Stóru Laxá, Fossá, Kálfá og Sogið en Tungufljót er klárlega í þessum hóp. Þeir sem hafa verið þar við veiðar í haust hafa sett í marga væna laxa og tíðrætt hefur verið milli þeirra sem hafa verið þarna við veiðar að í Faxa liggji rígvænn hængur sem hefur sloppið af í það minnsta eitt skipti hjá veiðimanni eftir tæpa klukkustundar baráttu. 102 sm hængur sem veiddist í Tungufljóti í Biskupstungum í gærMynd: Arni Bald FB Við teljum nokkuð ljóst að þessi hængur sé loksins búinn að lúta í lægra hald gagnvart veiðimanni en í gær var 102 sm hæng landað í Faxa og eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er þetta þykkur og fallegur hausthængur. Eins og það þurfi að toppa þetta þá setti sama veiðigengi í 102 sm hrygnu. Veiði fer senn að ljúka í Tungufljóti en ef það eru lausir dagar er þetta klárlega eitthvað til að skoða því það eru fleiri vænir laxar sem hafa verið að sýna sig í ánni síðustu daga. Stangveiði Mest lesið Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði Laxveiðileyfi undir 20 þúsund krónum Veiði 24 laxar á einum degi í Svalbarðsá Veiði Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði 107 sm lax úr Jöklu Veiði Mikið nýtt frá Loop og Guideline Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði
Þær eru nokkrar árnar í uppsveitum suðurlands sem eiga oft góða endaspretti með stórlöxum og má þar nefna sem dæmi Stóru Laxá, Fossá, Kálfá og Sogið en Tungufljót er klárlega í þessum hóp. Þeir sem hafa verið þar við veiðar í haust hafa sett í marga væna laxa og tíðrætt hefur verið milli þeirra sem hafa verið þarna við veiðar að í Faxa liggji rígvænn hængur sem hefur sloppið af í það minnsta eitt skipti hjá veiðimanni eftir tæpa klukkustundar baráttu. 102 sm hængur sem veiddist í Tungufljóti í Biskupstungum í gærMynd: Arni Bald FB Við teljum nokkuð ljóst að þessi hængur sé loksins búinn að lúta í lægra hald gagnvart veiðimanni en í gær var 102 sm hæng landað í Faxa og eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er þetta þykkur og fallegur hausthængur. Eins og það þurfi að toppa þetta þá setti sama veiðigengi í 102 sm hrygnu. Veiði fer senn að ljúka í Tungufljóti en ef það eru lausir dagar er þetta klárlega eitthvað til að skoða því það eru fleiri vænir laxar sem hafa verið að sýna sig í ánni síðustu daga.
Stangveiði Mest lesið Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði Laxveiðileyfi undir 20 þúsund krónum Veiði 24 laxar á einum degi í Svalbarðsá Veiði Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Veiði 107 sm lax úr Jöklu Veiði Mikið nýtt frá Loop og Guideline Veiði 6 punda bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði