Stuttklippt Kim Kardashian vekur athygli netverja Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. september 2023 14:30 Stjórstjarnan Kim Kardashian rokkaði stutt hár árið 2012 og nú aftur 2023. Bauer-Griffin/GC Images Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýnir á sér glænýjar hliðar í myndaþætti sem hún birti af sjálfri sér á samfélagsmiðlinum Instagram í gær. Myndasyrpan, sem er listræn og óhefðbundin, birtist einnig í tískutímaritinu CR Fashion Book. Tímaritið er hugarfóstur fyrrum ritstjóra franska Vogue, Carine Roitfeld og var stofnað fyrir átatugi síðan. Kim Kardashian og Carine Roitfeld eru góðar vinkonur.Dimitrios Kambouris/Getty Images for Tom Ford Kim prýðir einnig forsíðu tímaritsins en hún og Carine hafa unnið saman í gegnum tíðina. „Sturlað að ég hafi verið á fyrstu forsíðu tímaritsins og nú tíu árum síðar er ég enn undir innblæstri Carine Roitfeld. Ég elska þig. Takk fyrir að hafa mig með,“ skrifar Kim á Instagram. Þá skrifar Carine Roitfeld að Kim hafi verið fyrsta listagyðja (e. muse) tímaritsins. View this post on Instagram A post shared by CR Fashion Book (@crfashionbook) Myndirnar sína Kim Kardashian alveg stuttklippta með mjóar augabrúnir. Hún er meðal annars mynduð með gleraugu, með klesstan varalit yfir andlitið og á brjóstahaldaranum að kveikja eld. Myndirnar eru teknar af tískuljósmyndaranum Nadia Lee Cohen. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Einnig birtist viðtal við Kim í tímaritinu þar sem hún ræðir meðal annars mikilvægi þess að berjast fyrir því sem maður vill, vera maður sjálfur án þess að afsaka sig og á sama tíma búa yfir hlýju og góðmennsku. Þá ræðir hún einnig réttarkerfið í Bandaríkjunum en undanfarin ár hefur Kim barist fyrir réttindum fanga og þá sérstaklega þeim sem eiga yfir höfði sér dauðarefsingu. „Ég held að það stærsta sem mér hefur enn ekki tekist að áorka, er stöðugt í forgangi hjá mér og ég get ekki áorkað á eigin spýtur, varðar réttarkerfið okkar og fangelsiskerfið og hvernig það er rekið. Ég vona að ég geti haft áhrif á það að einhverju leyti á minni lífsleið.“ Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Myndasyrpan, sem er listræn og óhefðbundin, birtist einnig í tískutímaritinu CR Fashion Book. Tímaritið er hugarfóstur fyrrum ritstjóra franska Vogue, Carine Roitfeld og var stofnað fyrir átatugi síðan. Kim Kardashian og Carine Roitfeld eru góðar vinkonur.Dimitrios Kambouris/Getty Images for Tom Ford Kim prýðir einnig forsíðu tímaritsins en hún og Carine hafa unnið saman í gegnum tíðina. „Sturlað að ég hafi verið á fyrstu forsíðu tímaritsins og nú tíu árum síðar er ég enn undir innblæstri Carine Roitfeld. Ég elska þig. Takk fyrir að hafa mig með,“ skrifar Kim á Instagram. Þá skrifar Carine Roitfeld að Kim hafi verið fyrsta listagyðja (e. muse) tímaritsins. View this post on Instagram A post shared by CR Fashion Book (@crfashionbook) Myndirnar sína Kim Kardashian alveg stuttklippta með mjóar augabrúnir. Hún er meðal annars mynduð með gleraugu, með klesstan varalit yfir andlitið og á brjóstahaldaranum að kveikja eld. Myndirnar eru teknar af tískuljósmyndaranum Nadia Lee Cohen. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Einnig birtist viðtal við Kim í tímaritinu þar sem hún ræðir meðal annars mikilvægi þess að berjast fyrir því sem maður vill, vera maður sjálfur án þess að afsaka sig og á sama tíma búa yfir hlýju og góðmennsku. Þá ræðir hún einnig réttarkerfið í Bandaríkjunum en undanfarin ár hefur Kim barist fyrir réttindum fanga og þá sérstaklega þeim sem eiga yfir höfði sér dauðarefsingu. „Ég held að það stærsta sem mér hefur enn ekki tekist að áorka, er stöðugt í forgangi hjá mér og ég get ekki áorkað á eigin spýtur, varðar réttarkerfið okkar og fangelsiskerfið og hvernig það er rekið. Ég vona að ég geti haft áhrif á það að einhverju leyti á minni lífsleið.“
Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira