Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. september 2023 21:15 Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. Skýrsla sem nefnist loftslagsþolið Ísland var kynnt í dag en hún er afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði og var falið að meta hvaða skerf þurfi að taka til þess að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Hún er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Er þetta einhvers konar uppgjöf - að einblína á aðlögun að loftslagsbreytingum? „Já og nei, þetta er veruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Sorglegt en staðreynd. Við þurfum að aðlagast og maðurinn er vanur að aðlagast alls konar aðstæðum,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, einn skýrsluhöfunda og skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands. Breytingarnar séu að eiga sér stað mun hraðar en áður og þegar farnar að koma fram í aukinni náttúruvá. „Við erum að sjá fleiri skriður, fleiri flóð, við erum að sjá breytt úrkomumynstur; öfgakenndari úrkomu á styttra tímabili og svo þurrka á lengra tímabili,“ segir Anna. Í skýrslunni kemur fram að rýna þurfi vátryggingalög með tilliti til loftslagsbreytinga, meðal annars hvað varðar hlutverk og ábyrgðaraðila.vísir/Vilhelm Meiri tjónahætta Áhrifin af þessum hættum eru rakin í skýrslunni. Þurrkadögum fylgir hætta á gróðureldum og þannig gætu mannslíf verið í hættu auk þess sem líkur eru á að mannvirki munu brenna. Hlýnun leiðir til breytinga á lífríki og smitsjúkdómahættu, öfgakenndari rigningu fylgir flóðahætta með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum. Árfarvegir breytast með bráðnun jökla og skriður fylgja bráðnun síferna með tilheyrandi hættu. Þá breytist lífríkið í sjónum með súrnun og hlýnun sjávar - sem leiðir til breytinga á samsetningu sjávaraflans. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Meðal forgangsaðgerða er að koma upp svokölluðum loftslagsatlas sem á að vera myndræn framsetning á sviðsmyndum Sameinuðu þjóðanna varðandi loftslagsbreytingar. Fyrirmynd af þessu er til í Kanada en þar má til dæmis nálgast upplýsingar um breytingu á úrkomu, hita og öðrum þáttum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, er nú með skýrsluna á sínu borði.Vísir/Vilhelm Þá á að vinna vöktuaráætlun á áhrifum loftslagsbreytinga, koma upp gagnagátt þar sem hægt verður að nálgast söguleg gögn um náttúruvá og greina áhættuþætti sem fylgja loftslagsbreytingum á heimsvísu. Þar má til dæmis nefna hvaða áhrif breytingar gætu haft á aðfangakeðjur og straum flóttamanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverifsráðherra, segir aðgerðirnar að einhverju leyti fjármagnaðar en telur að einnig megi nýta mannauðinn betur. „Ef við ætlum að einfalda það sem þarna kemur fram, að þá er lagt til að þegar við erum að fara í mótvægisaðgerðir í aðgerðaáætlun og í aðlögun að þá sé horft á það með yfirsýn að leiðarljósi. Að sami hópur stýri þeirri vinnu. Og svo hitt að við séum að miðla sem bestum upplýsingum til allra - og þá sérstaklega til þeirra sem eru að skipuleggja innviði og landsvæði hér,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veður Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Skýrsla sem nefnist loftslagsþolið Ísland var kynnt í dag en hún er afrakstur stýrihóps sem umhverfisráðherra skipaði og var falið að meta hvaða skerf þurfi að taka til þess að aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Hún er unnin út frá þeirri staðreynd að loftslagsbreytingar séu orðnar að veruleika. Er þetta einhvers konar uppgjöf - að einblína á aðlögun að loftslagsbreytingum? „Já og nei, þetta er veruleiki sem við stöndum frammi fyrir. Sorglegt en staðreynd. Við þurfum að aðlagast og maðurinn er vanur að aðlagast alls konar aðstæðum,“ segir Anna Hulda Ólafsdóttir, einn skýrsluhöfunda og skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands. Breytingarnar séu að eiga sér stað mun hraðar en áður og þegar farnar að koma fram í aukinni náttúruvá. „Við erum að sjá fleiri skriður, fleiri flóð, við erum að sjá breytt úrkomumynstur; öfgakenndari úrkomu á styttra tímabili og svo þurrka á lengra tímabili,“ segir Anna. Í skýrslunni kemur fram að rýna þurfi vátryggingalög með tilliti til loftslagsbreytinga, meðal annars hvað varðar hlutverk og ábyrgðaraðila.vísir/Vilhelm Meiri tjónahætta Áhrifin af þessum hættum eru rakin í skýrslunni. Þurrkadögum fylgir hætta á gróðureldum og þannig gætu mannslíf verið í hættu auk þess sem líkur eru á að mannvirki munu brenna. Hlýnun leiðir til breytinga á lífríki og smitsjúkdómahættu, öfgakenndari rigningu fylgir flóðahætta með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum. Árfarvegir breytast með bráðnun jökla og skriður fylgja bráðnun síferna með tilheyrandi hættu. Þá breytist lífríkið í sjónum með súrnun og hlýnun sjávar - sem leiðir til breytinga á samsetningu sjávaraflans. Huga þarf að fjölmörgum þáttum samkvæmt skýrslunni og meðal annars þarf að skoða vátryggingakerfið vegna tjónahættu. Fjórar forgangsaðgerðir eru hins vegar lagðar til sem snúa fyrst og fremst að upplýsingaöflun og miðlun gagna. Meðal forgangsaðgerða er að koma upp svokölluðum loftslagsatlas sem á að vera myndræn framsetning á sviðsmyndum Sameinuðu þjóðanna varðandi loftslagsbreytingar. Fyrirmynd af þessu er til í Kanada en þar má til dæmis nálgast upplýsingar um breytingu á úrkomu, hita og öðrum þáttum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, er nú með skýrsluna á sínu borði.Vísir/Vilhelm Þá á að vinna vöktuaráætlun á áhrifum loftslagsbreytinga, koma upp gagnagátt þar sem hægt verður að nálgast söguleg gögn um náttúruvá og greina áhættuþætti sem fylgja loftslagsbreytingum á heimsvísu. Þar má til dæmis nefna hvaða áhrif breytingar gætu haft á aðfangakeðjur og straum flóttamanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverifsráðherra, segir aðgerðirnar að einhverju leyti fjármagnaðar en telur að einnig megi nýta mannauðinn betur. „Ef við ætlum að einfalda það sem þarna kemur fram, að þá er lagt til að þegar við erum að fara í mótvægisaðgerðir í aðgerðaáætlun og í aðlögun að þá sé horft á það með yfirsýn að leiðarljósi. Að sami hópur stýri þeirri vinnu. Og svo hitt að við séum að miðla sem bestum upplýsingum til allra - og þá sérstaklega til þeirra sem eru að skipuleggja innviði og landsvæði hér,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Veður Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira