Milik kom heimamönnum yfir á 57. mínútu eftir stoðsendingu frá Adrien Rabiot og þrátt fyrir mikla yfirburði Juventus reyndist það eina mark leiksins.
FT | Torniamo subito alla vittoria! pic.twitter.com/VWgUn02yqc
— JuventusFC (@juventusfc) September 26, 2023
Juventus er því komið aftur á sigurbraut eftir 4-2 tap gegn Sassuolo í síðustu umferð. Liðið situr nú í öðru sæti ítölsku deildarinnar með 13 stig eftir sex leiki, tveimur stigum meira en Lecce sem var að tapa sínum fyrsta leik á tímabilinu og situr nú í fjórða sæti.