Hreyfingin til bjargar eftir sáran sonarmissi Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 1. október 2023 20:01 Daníel Sæberg starfar bæði við einkaþjálfun og sem plötusnúður. Hann er 32 ára gamall. Vísir/Vilhelm Daníel Sæberg Hrólfsson segist reyna að gera sitt allra besta til þess að vera þakklátur fyrir litlu stundirnar í lífinu og lifa í núinu eftir að hafa misst fjögurra ára gamlan son sinn af slysförum fyrir tveimur árum. Hann sé gott dæmi um að hægt sé að lifa mjög góðu lífi þrátt fyrir slíka lífsreynslu. Daníel ræðir fráfall sonar síns og viðbrögð sín í kjölfarið í hlaðvarpsþættinum Normið. Hann segist áður hafa verið fórnarlamb í eigin lífi. Í dag segist hann óhræddur við að taka ábyrgð. Setti upp í sig hlut úr nagladekki „Þetta gerist í apríl 2021. Þá fæ ég símtal. Þá bara stoppaði tíminn,“ segir Daníel um augnablikið þar sem hann fékk að heyra að sonur hans hefði verið fluttur á sjúkrahús. Niðurstaðan var sú versta mögulega. Sá litli lést aðeins fjögurra ára. „Hann hefði byrjað í skóla núna og myndi verða sjö ára í mars á næsta ári,“ segir Daníel og ræðir slysið. „Hann lendir í því að hann setur upp í sig hlut sem er úr nagladekki á jeppa. Þetta er svona aðeins stærra en venjulegt nagladekk og það í rauninni bara fer í hálsinn á honum. Þau eru með svo lítið kok að það bara skorðast og við náum ekki að fá hann til baka.“ Var á milli vonar og ótta í viku Daníel lýsir því að litli drengurinn hafi farið í hjartastopp. Læknarnir hafi fengið hjartað til að slá á ný en langur tími hafi liðið. Því fór súrefni ekki almennilega upp í heila. „Við reynum að fá hann til baka. Þetta er vika sem hann er uppi á spítala. Þá byggir maður upp von og dúndrar henni aftur niður og byggir aftur upp von á hverjum einasta degi. Það er magnað með hausinn hvernig hann reynir að byggja upp vonina. En svo endar það þannig að við náum honum ekki til baka og hann er úrskurðaður látinn.“ Daníel segist hafi átt afar erfitt uppdráttar í kjölfar andláts sonar síns en hann hafi strax ákveðið að halda í jákvætt hugarfar. „Ég hef þessa grunnhugsun: „Við getum ekkert gert.“ Hann kemur ekki til baka og þá get ég allt eins gert eitthvað gott og styrkt minninguna hans. Ég er að gera þetta út af honum.“ Áttar sig á því hvað er mikilvægt Daníel segist ekki hafa getað tekið ábyrgð á eigin tilfinningum áður. Í dag taki hann ábyrgð á þeim öllum og segist hafa áttað sig á því hvað sé mikilvægt í lífinu. Hann hefur áður birt mynd af sér með syni sínum á samfélagsmiðlum, þar sem þeir sátu um borð í flugvél. „Á þessari mynd er ég með honum stráknum mínum, en ég man lítið sem ekkert eftir þessu mómenti,“ skrifar Daníel. Kannski hafi hann ekki verið nógu mikið í mómentinu eða ekki gert sér fyrir því hve dýrmæt þessi stund væri. „Við lifum í mjög krefjandi og hröðu samfélagi þar sem allt er á fleygi ferð og það sem ég vil segja: Reynum okkar besta að staldra við, leyfum okkum að njóta og knúsum okkar fólk. Einhver sem ég hélt að myndi fylgja mér allt mitt líf er bara skyndilega farinn.“ Í Norminu segist hann gera sitt allra besta til að iðka núvitund og vera þakklátur fyrir hverja einustu stund. „Þetta var mikilvæg stund fyrir mig, en ég man bara ekki neitt. Sem þýðir bara að maður er bara á fullu. Svona er bara lífið og maður heldur einhvern veginn bara áfram og heldur að maður sé að gera gott og fattar ekki hvað maður er með í höndunum. Ég er enn þá á fullu að reyna að berjast fyrir því að komast í núið. Af því að við dettum alltaf í þennan autopilot. Við erum bara hönnuð þannig og við þurfum að æfa okkur til þess að komast í núið.“ Hreyfingin breytti öllu Fyrstu sex mánuðina eftir andlát sonar síns segist Daníel hafa átt erfitt með að koma sér fram úr rúminu. Þá hafi hann brugðið á það ráð að fá sér hund til að það hefði tilgang að fara á fætur. „Ég varð að vakna klukkan sjö til að fara út að labba,“ segir Daníel sem áttaði sig þó síðar á því að hann hefði ekki tíma fyrir hund. En hann fann hve nauðsynlegan hreyfingin var. Hann byrjaði að hreyfa sig reglulega og fann að það hjálpaði gríðarlega. Í dag er Daníel þjálfari í Crossfit og búinn að skrá sig í áframhaldandi nám í styrktarþjálfun. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á hlaðvarpsþáttinn Normið þar sem rætt var við Daníel. „Ég fann að það losnaði um hundrað kíló á bringunni bara við það að byrja að hreyfa mig. Plús það að hitta fólk, það hjálpar auðvitað líka. Ég er rosaleg félagsvera. Það er rosalega einfalt að einangra sig og auðvitað bara vorkenna sjálfum sér.“ Ekki endilega það versta Í dag segist Daníel sjá margt jákvætt við þessa lífsreynslu. „Ég sé þetta ekki endilega sem það versta. Ég get verið dæmi um það að það sé hægt að lifa mjög góðu lífi eftir þetta, það er það sem ég meina.“ Daníel segir ríkt hjá karlmönnum að vinna ekki í sér inn á við eftir áföll. Hreyfing og mikil sjálfsvinna hafi komið honum í gegnum þá skelfilegu reynslu að missa ungan son sinn. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa fundið hversu mikið hreyfingin hjálpaði segir Daníel enn að eitthvað hafa vantað, það hafi enn allt verið að stikna inni í honum. Hann leitaði því líka til sálfræðings og fór í endurhæfingu hjá Virk. Hann segir ríkt hjá karlmönnum að vinna ekki í sér inn á við. „Þetta er ógeðslega erfitt. Þú þarft alveg að kafa djúpt og rifja upp slæmar minningar. Þá kemur tilfinningaflóðið upp. Ekki forðast þetta.“ „Fólk að lifa lífinu en ég var í ruglinu“ Aðspurður um hvernig sjónarhorn hans á lífið hafi breyst tekur Daníel dæmi um vikurnar sem sonur hans var á spítala. Foreldrarnir voru beðnir um að fara aðeins út og breyta um umhverfi. Daníel var gestur í Já-kastinu í fyrra. „Ég man að ég fer út í búð. Ég er að labba og það er bara eins og mig sé að dreyma. Það er allt svart einhvern veginn og mér finnst allt gerast svo hægt, allir samt einhvern veginn að lifa lífinu, en ég bara eins og einhver vofa þarna. Fólk að lifa lífinu en ég var í ruglinu. Ef einhver hefði rekist utan í mig, ég veit ekki einu sinni hvernig ég hefði brugðist við.“ Vitundarvakningin felist í að átta sig á því að við vitum ekki hvað fólk sé að ganga í gegnum. „Fólk sem við rekumst á út í búð. Það eru allir að díla við eitthvað. Allir. Ef einhver er ekki að því, þá er hann bara að ljúga.“ Stóri bróðir með í öllu ferlinu Eldri sonur Daníels var með í öllu ferlinu þegar bróðir hans lést. Hann var þá sex ára gamall. Hann var með á sjúkrahúsinu og fór í kistulagninguna. Daníel segir mikilvægt að hann hafi áttað sig á hvað var að gerast og hafi fengið lokun. „Ég hafði svo miklar áhyggjur af honum. Hann var alltaf með honum og svo var allt í einu bróðir hans horfinn. Sex ára hefur náttúrulega engan skilning á þessu.“ Í dag sækir eldri bróðirinn þjónustu hjá Erninum sem er stuðningsstarf fyrir börn sem hafa upplifað missi. Það hafi hjálpað mikið. „Núna um daginn þá vorum við að horfa á Spiderman, og eins og þið vitið með Spiderman þá ganga þeir alltaf í gegnum það að missa einhvern nákominn,“ segir Daníel. „Þá fer hann bara að grínast með að við gætum þá orðið Spiderman. Honum fannst það geggjað fyndið. Þegar ég fattaði að hann gæti grínast með þetta svona, þá var ég bara: „heyrðu við erum á góðum stað.““ Daníel og kærasta hans, Díana Petra eiga vona á barni í desember. View this post on Instagram A post shared by Daníel Sæberg Hrólfsson (@dannisaeberg) Börn og uppeldi CrossFit Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Daníel ræðir fráfall sonar síns og viðbrögð sín í kjölfarið í hlaðvarpsþættinum Normið. Hann segist áður hafa verið fórnarlamb í eigin lífi. Í dag segist hann óhræddur við að taka ábyrgð. Setti upp í sig hlut úr nagladekki „Þetta gerist í apríl 2021. Þá fæ ég símtal. Þá bara stoppaði tíminn,“ segir Daníel um augnablikið þar sem hann fékk að heyra að sonur hans hefði verið fluttur á sjúkrahús. Niðurstaðan var sú versta mögulega. Sá litli lést aðeins fjögurra ára. „Hann hefði byrjað í skóla núna og myndi verða sjö ára í mars á næsta ári,“ segir Daníel og ræðir slysið. „Hann lendir í því að hann setur upp í sig hlut sem er úr nagladekki á jeppa. Þetta er svona aðeins stærra en venjulegt nagladekk og það í rauninni bara fer í hálsinn á honum. Þau eru með svo lítið kok að það bara skorðast og við náum ekki að fá hann til baka.“ Var á milli vonar og ótta í viku Daníel lýsir því að litli drengurinn hafi farið í hjartastopp. Læknarnir hafi fengið hjartað til að slá á ný en langur tími hafi liðið. Því fór súrefni ekki almennilega upp í heila. „Við reynum að fá hann til baka. Þetta er vika sem hann er uppi á spítala. Þá byggir maður upp von og dúndrar henni aftur niður og byggir aftur upp von á hverjum einasta degi. Það er magnað með hausinn hvernig hann reynir að byggja upp vonina. En svo endar það þannig að við náum honum ekki til baka og hann er úrskurðaður látinn.“ Daníel segist hafi átt afar erfitt uppdráttar í kjölfar andláts sonar síns en hann hafi strax ákveðið að halda í jákvætt hugarfar. „Ég hef þessa grunnhugsun: „Við getum ekkert gert.“ Hann kemur ekki til baka og þá get ég allt eins gert eitthvað gott og styrkt minninguna hans. Ég er að gera þetta út af honum.“ Áttar sig á því hvað er mikilvægt Daníel segist ekki hafa getað tekið ábyrgð á eigin tilfinningum áður. Í dag taki hann ábyrgð á þeim öllum og segist hafa áttað sig á því hvað sé mikilvægt í lífinu. Hann hefur áður birt mynd af sér með syni sínum á samfélagsmiðlum, þar sem þeir sátu um borð í flugvél. „Á þessari mynd er ég með honum stráknum mínum, en ég man lítið sem ekkert eftir þessu mómenti,“ skrifar Daníel. Kannski hafi hann ekki verið nógu mikið í mómentinu eða ekki gert sér fyrir því hve dýrmæt þessi stund væri. „Við lifum í mjög krefjandi og hröðu samfélagi þar sem allt er á fleygi ferð og það sem ég vil segja: Reynum okkar besta að staldra við, leyfum okkum að njóta og knúsum okkar fólk. Einhver sem ég hélt að myndi fylgja mér allt mitt líf er bara skyndilega farinn.“ Í Norminu segist hann gera sitt allra besta til að iðka núvitund og vera þakklátur fyrir hverja einustu stund. „Þetta var mikilvæg stund fyrir mig, en ég man bara ekki neitt. Sem þýðir bara að maður er bara á fullu. Svona er bara lífið og maður heldur einhvern veginn bara áfram og heldur að maður sé að gera gott og fattar ekki hvað maður er með í höndunum. Ég er enn þá á fullu að reyna að berjast fyrir því að komast í núið. Af því að við dettum alltaf í þennan autopilot. Við erum bara hönnuð þannig og við þurfum að æfa okkur til þess að komast í núið.“ Hreyfingin breytti öllu Fyrstu sex mánuðina eftir andlát sonar síns segist Daníel hafa átt erfitt með að koma sér fram úr rúminu. Þá hafi hann brugðið á það ráð að fá sér hund til að það hefði tilgang að fara á fætur. „Ég varð að vakna klukkan sjö til að fara út að labba,“ segir Daníel sem áttaði sig þó síðar á því að hann hefði ekki tíma fyrir hund. En hann fann hve nauðsynlegan hreyfingin var. Hann byrjaði að hreyfa sig reglulega og fann að það hjálpaði gríðarlega. Í dag er Daníel þjálfari í Crossfit og búinn að skrá sig í áframhaldandi nám í styrktarþjálfun. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á hlaðvarpsþáttinn Normið þar sem rætt var við Daníel. „Ég fann að það losnaði um hundrað kíló á bringunni bara við það að byrja að hreyfa mig. Plús það að hitta fólk, það hjálpar auðvitað líka. Ég er rosaleg félagsvera. Það er rosalega einfalt að einangra sig og auðvitað bara vorkenna sjálfum sér.“ Ekki endilega það versta Í dag segist Daníel sjá margt jákvætt við þessa lífsreynslu. „Ég sé þetta ekki endilega sem það versta. Ég get verið dæmi um það að það sé hægt að lifa mjög góðu lífi eftir þetta, það er það sem ég meina.“ Daníel segir ríkt hjá karlmönnum að vinna ekki í sér inn á við eftir áföll. Hreyfing og mikil sjálfsvinna hafi komið honum í gegnum þá skelfilegu reynslu að missa ungan son sinn. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa fundið hversu mikið hreyfingin hjálpaði segir Daníel enn að eitthvað hafa vantað, það hafi enn allt verið að stikna inni í honum. Hann leitaði því líka til sálfræðings og fór í endurhæfingu hjá Virk. Hann segir ríkt hjá karlmönnum að vinna ekki í sér inn á við. „Þetta er ógeðslega erfitt. Þú þarft alveg að kafa djúpt og rifja upp slæmar minningar. Þá kemur tilfinningaflóðið upp. Ekki forðast þetta.“ „Fólk að lifa lífinu en ég var í ruglinu“ Aðspurður um hvernig sjónarhorn hans á lífið hafi breyst tekur Daníel dæmi um vikurnar sem sonur hans var á spítala. Foreldrarnir voru beðnir um að fara aðeins út og breyta um umhverfi. Daníel var gestur í Já-kastinu í fyrra. „Ég man að ég fer út í búð. Ég er að labba og það er bara eins og mig sé að dreyma. Það er allt svart einhvern veginn og mér finnst allt gerast svo hægt, allir samt einhvern veginn að lifa lífinu, en ég bara eins og einhver vofa þarna. Fólk að lifa lífinu en ég var í ruglinu. Ef einhver hefði rekist utan í mig, ég veit ekki einu sinni hvernig ég hefði brugðist við.“ Vitundarvakningin felist í að átta sig á því að við vitum ekki hvað fólk sé að ganga í gegnum. „Fólk sem við rekumst á út í búð. Það eru allir að díla við eitthvað. Allir. Ef einhver er ekki að því, þá er hann bara að ljúga.“ Stóri bróðir með í öllu ferlinu Eldri sonur Daníels var með í öllu ferlinu þegar bróðir hans lést. Hann var þá sex ára gamall. Hann var með á sjúkrahúsinu og fór í kistulagninguna. Daníel segir mikilvægt að hann hafi áttað sig á hvað var að gerast og hafi fengið lokun. „Ég hafði svo miklar áhyggjur af honum. Hann var alltaf með honum og svo var allt í einu bróðir hans horfinn. Sex ára hefur náttúrulega engan skilning á þessu.“ Í dag sækir eldri bróðirinn þjónustu hjá Erninum sem er stuðningsstarf fyrir börn sem hafa upplifað missi. Það hafi hjálpað mikið. „Núna um daginn þá vorum við að horfa á Spiderman, og eins og þið vitið með Spiderman þá ganga þeir alltaf í gegnum það að missa einhvern nákominn,“ segir Daníel. „Þá fer hann bara að grínast með að við gætum þá orðið Spiderman. Honum fannst það geggjað fyndið. Þegar ég fattaði að hann gæti grínast með þetta svona, þá var ég bara: „heyrðu við erum á góðum stað.““ Daníel og kærasta hans, Díana Petra eiga vona á barni í desember. View this post on Instagram A post shared by Daníel Sæberg Hrólfsson (@dannisaeberg)
Börn og uppeldi CrossFit Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira