Gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk verður í Borgartúni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2023 18:30 Gylfir Þór segir mikla þörf fyrir neyðarskýlið. Skýlið verður opið frá 17 síðdegis til 10 á morgnanna fram í maí. Vísir/Einar Gistiskýli fyrir hælisleitendur, sem fengið hafa endanlega synjun og fá ekki þjónustu, verður í sérstöku húsnæði í Borgartúni. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf á úrræðin. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið tilkynnti í morgun um að hafa samið við Rauða krossins um að útlendingar, sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt lengur á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði. „Þetta er með sama fyrirkomulagi og neyðarskýlin eru fyrir aðra heimilislausa. Þessi hópur sem er, að mati ríkisins, réttindalaus hér á landi er kennitölulaus og fær þar af leiðandi ekki gistingu í neyðarskýlunum. Þetta er þar af leiðandi neyðarskýli ætlað þeim hópi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson teymisstjóri hjá Rauða krossinum. „Fólk getur komið þarna inn klukkan fimm á daginn og þarf að vera farið út klukkan tíu á morgnana.“ Leitað til margra félagasamtaka undanfarna mánuði Úrræðið verður staðsett í Borgartúni en verið er að ganga frá samningum um það. Gylfi segir að Rauði krossinn viti af reynslunni að svona úrræði geti þurft að stækka mjög hratt og það hafi verið til hliðsjónar við val á húsnæði. Staða þessa hóps hefur verið mjög óviss hingað til frá því að ný útlendingalög voru samþykkt á alþingi síðasta vetur. Fjöldi hjálparsamtaka hefur undanfarnar vikur varað við því að mannúðarkrísa sé í uppsiglingu í landinu vegna heimilislauss flóttafólks. „Fólk í þessari stöðu hefur verið að leita til margra félagasamtaka að undanförnum vikum og mánuðum. Þörfin er til staðar, einhverjir hafa verið að koma til okkar og við höfum fylgst með. Öll þessi félagasamtök hafa verið í góðu samtali frá því að þessi lög tóku gildi og við verðum það áfram,“ segir Gylfi. Vetur framundan og viðbrögð í samræmi Nú er komin lausn á málinu, allavega tímabundin, en samið var við Rauða krossinn um að annast verkefnið fram í maí. „Ef framkvæmd laganna verður áfram eins og hún er í dag þá verður einhvers konar þörf áfram. En það er ómögulegt að segja, það er undir stjórnvöldum komið,“ segir Gylfi. „Við erum allavega að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi. Það er að koma vetur, það er að kólna. Fólk er á götunni. Við því verður að bregðast og við erum að því.“ Samband íslenskra sveitarfélaga mjög ósátt Samband íslenskra sveitarfélaga lýsti síðdegis yfir miklum vonbrigðum og algerri andstöðu við „einhliða“ aðgerðum ráðherrans. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að ráðherra hafi boðað fulltrúa sambandsins á fund í morgun og hann tilkynnt að hann hefði sent sveitarfélögum tilmæli vegna aðstoðar til þessa hóps. Jafnframt hefði hann gert breytingar á reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Reglurnar sem ráðuneytið hefur breytt eru nr. 520/2021 og settar á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í þeim er kveðið á um aðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna þeirrar aðstoðar. „Stjórn sambandsins ítrekar þá afstöðu sem sambandið hefur talað fyrir undanfarnar vikur um að sveitarfélögum sé hvorki heimilt né skylt að veita þeim erlendu ríkisborgurum fjárhagsaðstoð, sem vísað hefur verið úr þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn viðkomandi um alþjóðlega vernd, skv. útlendingalögum,“ segir í yfirlýsingunni. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. 27. september 2023 16:30 Segir lögin hafa verið alveg skýr um afdrif þjónustulausra hælisleitenda Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur samið við Rauða krossinn um að útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í samræmi við það sem tíðkast í gistiskýlum fyrir heimilislausa. Ráðherra segist ánægður að engir í þessum hópi þurfi nú að sofa úti. 27. september 2023 12:01 Samið um neyðaraðstoð við fólk sem hefur fengið endanlega synjun um vernd Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. 27. september 2023 08:48 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið tilkynnti í morgun um að hafa samið við Rauða krossins um að útlendingar, sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt lengur á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði. „Þetta er með sama fyrirkomulagi og neyðarskýlin eru fyrir aðra heimilislausa. Þessi hópur sem er, að mati ríkisins, réttindalaus hér á landi er kennitölulaus og fær þar af leiðandi ekki gistingu í neyðarskýlunum. Þetta er þar af leiðandi neyðarskýli ætlað þeim hópi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson teymisstjóri hjá Rauða krossinum. „Fólk getur komið þarna inn klukkan fimm á daginn og þarf að vera farið út klukkan tíu á morgnana.“ Leitað til margra félagasamtaka undanfarna mánuði Úrræðið verður staðsett í Borgartúni en verið er að ganga frá samningum um það. Gylfi segir að Rauði krossinn viti af reynslunni að svona úrræði geti þurft að stækka mjög hratt og það hafi verið til hliðsjónar við val á húsnæði. Staða þessa hóps hefur verið mjög óviss hingað til frá því að ný útlendingalög voru samþykkt á alþingi síðasta vetur. Fjöldi hjálparsamtaka hefur undanfarnar vikur varað við því að mannúðarkrísa sé í uppsiglingu í landinu vegna heimilislauss flóttafólks. „Fólk í þessari stöðu hefur verið að leita til margra félagasamtaka að undanförnum vikum og mánuðum. Þörfin er til staðar, einhverjir hafa verið að koma til okkar og við höfum fylgst með. Öll þessi félagasamtök hafa verið í góðu samtali frá því að þessi lög tóku gildi og við verðum það áfram,“ segir Gylfi. Vetur framundan og viðbrögð í samræmi Nú er komin lausn á málinu, allavega tímabundin, en samið var við Rauða krossinn um að annast verkefnið fram í maí. „Ef framkvæmd laganna verður áfram eins og hún er í dag þá verður einhvers konar þörf áfram. En það er ómögulegt að segja, það er undir stjórnvöldum komið,“ segir Gylfi. „Við erum allavega að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi. Það er að koma vetur, það er að kólna. Fólk er á götunni. Við því verður að bregðast og við erum að því.“ Samband íslenskra sveitarfélaga mjög ósátt Samband íslenskra sveitarfélaga lýsti síðdegis yfir miklum vonbrigðum og algerri andstöðu við „einhliða“ aðgerðum ráðherrans. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að ráðherra hafi boðað fulltrúa sambandsins á fund í morgun og hann tilkynnt að hann hefði sent sveitarfélögum tilmæli vegna aðstoðar til þessa hóps. Jafnframt hefði hann gert breytingar á reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Reglurnar sem ráðuneytið hefur breytt eru nr. 520/2021 og settar á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í þeim er kveðið á um aðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna þeirrar aðstoðar. „Stjórn sambandsins ítrekar þá afstöðu sem sambandið hefur talað fyrir undanfarnar vikur um að sveitarfélögum sé hvorki heimilt né skylt að veita þeim erlendu ríkisborgurum fjárhagsaðstoð, sem vísað hefur verið úr þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn viðkomandi um alþjóðlega vernd, skv. útlendingalögum,“ segir í yfirlýsingunni.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. 27. september 2023 16:30 Segir lögin hafa verið alveg skýr um afdrif þjónustulausra hælisleitenda Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur samið við Rauða krossinn um að útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í samræmi við það sem tíðkast í gistiskýlum fyrir heimilislausa. Ráðherra segist ánægður að engir í þessum hópi þurfi nú að sofa úti. 27. september 2023 12:01 Samið um neyðaraðstoð við fólk sem hefur fengið endanlega synjun um vernd Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. 27. september 2023 08:48 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. 27. september 2023 16:30
Segir lögin hafa verið alveg skýr um afdrif þjónustulausra hælisleitenda Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur samið við Rauða krossinn um að útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í samræmi við það sem tíðkast í gistiskýlum fyrir heimilislausa. Ráðherra segist ánægður að engir í þessum hópi þurfi nú að sofa úti. 27. september 2023 12:01
Samið um neyðaraðstoð við fólk sem hefur fengið endanlega synjun um vernd Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. 27. september 2023 08:48