33 starfsmönnum Grundarheimila verði sagt upp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2023 17:37 Dvalarheimilið Ás í Hveragerði. Allt stefnir í að 33 starfsmönnum Grundarheimilanna verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins. Þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði. Þá verða breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafði starfsfólki ekki verið tilkynnt um uppsagnirnar þegar Efling sendi tölvupóstinn og lýsir starfsmaður í samtali við Vísi mikilli óreiðu. Grundarheimilin eru þrjú, Grund og Mörk í Reykjavík og Ás í Hveragerði. Grund annast auk þess rekstur 152 leiguíbúða Markarinnar 60+ í Mörkinni og rekur í Hveragerði eigið eldhús og þvottahús sem þjónustar öll Grundarheimilin. Íbúar eru alls um 370 talsins og fjöldi starfsmanna verið í kringum 700. Í apríl síðastliðnum tók Karl Óttar Einarson við forstjórastöðunn af Gísla Páli Pálssyni, sem nú er stjórnarformaður Grundar. Karl Óttar segist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir að boðað hafi verið til starfsmannafundar bæði á morgun og á föstudag. Þjónustan keypt frá einkaaðilum Í pósti Eflingar til starfsmanna segir að stjórnendur hafi tilkynnt sér í gær um uppsagnirnar. Tilgangurinn sé að spara peninga og segir Efling að stjórnendur ætli sér í staðinn að kaupa þjónustu frá einkaaðilum. „Efling hefur þegar komið á framfæri mótmælum. Ég ræddi sjálf í dag í síma við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundarheimilanna og kom mótmælum félagsins á framfæri. Ég hvatti Gísla til að snúa þessari ákvörðun við, Grundarheimilin hafa ekki komið til móts við þau mótmæli.“ Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Hveragerði Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafði starfsfólki ekki verið tilkynnt um uppsagnirnar þegar Efling sendi tölvupóstinn og lýsir starfsmaður í samtali við Vísi mikilli óreiðu. Grundarheimilin eru þrjú, Grund og Mörk í Reykjavík og Ás í Hveragerði. Grund annast auk þess rekstur 152 leiguíbúða Markarinnar 60+ í Mörkinni og rekur í Hveragerði eigið eldhús og þvottahús sem þjónustar öll Grundarheimilin. Íbúar eru alls um 370 talsins og fjöldi starfsmanna verið í kringum 700. Í apríl síðastliðnum tók Karl Óttar Einarson við forstjórastöðunn af Gísla Páli Pálssyni, sem nú er stjórnarformaður Grundar. Karl Óttar segist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið. Hann segir að boðað hafi verið til starfsmannafundar bæði á morgun og á föstudag. Þjónustan keypt frá einkaaðilum Í pósti Eflingar til starfsmanna segir að stjórnendur hafi tilkynnt sér í gær um uppsagnirnar. Tilgangurinn sé að spara peninga og segir Efling að stjórnendur ætli sér í staðinn að kaupa þjónustu frá einkaaðilum. „Efling hefur þegar komið á framfæri mótmælum. Ég ræddi sjálf í dag í síma við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundarheimilanna og kom mótmælum félagsins á framfæri. Ég hvatti Gísla til að snúa þessari ákvörðun við, Grundarheimilin hafa ekki komið til móts við þau mótmæli.“
Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Hveragerði Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira