Enginn skjálfti í HK-ingum: Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 16:46 Leifur Þór Leifsson er fyrirliði HK-liðsins. Vísir/Hulda Margrét HK mætir Fylki í kvöld í neðri hluta Bestu deildar karla en þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Bestu deildinni. HK er með fjögurra stiga forskot á Fylki og fimm stigum frá fallsæti og eru HK-ingar því í mun betri stöðu en Árbæingar. „Þeir eru með bakið upp við vegg og við erum búnir að grafa okkur eigin holu. Þetta er því virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ sagði Leifur Þór Leifsson, fyrirliði HK, í samtali við Val Pál Eiríksson. Það er langt síðan HK vann síðasta leik sinn því liðið hefur ekki unnið leik síðan 9. ágúst. HK hefur leikir sex deildarleiki í röð án þess að vinna. Hvað orsakar þetta? „Þegar líða fór á mótið þá vorum við í góðri stöðu. Við fórum kannski of mikið í það að reyna að halda sigrunum. Við vorum ekki að tefla of miklu í sóknina þegar við vorum yfir og vorum að fá mörk á okkur á lokamínútunum,“ sagði Leifur Þór. „Núna erum við bara komnir með smá pressu á okkur og vonandi förum við að sækja sigrana aftur,“ sagði Leifur Þór. HK tapaði fyrir botnliði Keflavíkur í síðasta leik. Er eitthvað sérstakt sem HK þarf að bæta frá þeim leik? „Já við tökum alltaf eitthvað út úr leikjunum en við leggjum þá líka upp á misjafnan hátt. Munurinn núna er kannski sá að við erum komnir inn í Kór og okkur líður vel þar. Við höfum trú á því að við sækjum sigurinn,“ sagði Leifur Þór. HK er að sogast nær fallsætinu en er kominn einhver skjálfti í menn? „Nei ég myndi ekki segja það. Við erum með tveggja leikja forystu á þessi þrjú lið og Keflavík á ekki möguleika á því að ná okkur. Við þurfum bara einn sigur og við vitum það alveg. Við eigum tvo heimaleiki núna sem er gott fyrir okkur,“ sagði Leifur Þór. „Við fórum upp með Fylki í fyrra og þeir unnu þá deildina. Við viljum bara sanna fyrir þeim að við erum betra lið en þeir. Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra,“ sagði Leifur Þór. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30. Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
HK er með fjögurra stiga forskot á Fylki og fimm stigum frá fallsæti og eru HK-ingar því í mun betri stöðu en Árbæingar. „Þeir eru með bakið upp við vegg og við erum búnir að grafa okkur eigin holu. Þetta er því virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ sagði Leifur Þór Leifsson, fyrirliði HK, í samtali við Val Pál Eiríksson. Það er langt síðan HK vann síðasta leik sinn því liðið hefur ekki unnið leik síðan 9. ágúst. HK hefur leikir sex deildarleiki í röð án þess að vinna. Hvað orsakar þetta? „Þegar líða fór á mótið þá vorum við í góðri stöðu. Við fórum kannski of mikið í það að reyna að halda sigrunum. Við vorum ekki að tefla of miklu í sóknina þegar við vorum yfir og vorum að fá mörk á okkur á lokamínútunum,“ sagði Leifur Þór. „Núna erum við bara komnir með smá pressu á okkur og vonandi förum við að sækja sigrana aftur,“ sagði Leifur Þór. HK tapaði fyrir botnliði Keflavíkur í síðasta leik. Er eitthvað sérstakt sem HK þarf að bæta frá þeim leik? „Já við tökum alltaf eitthvað út úr leikjunum en við leggjum þá líka upp á misjafnan hátt. Munurinn núna er kannski sá að við erum komnir inn í Kór og okkur líður vel þar. Við höfum trú á því að við sækjum sigurinn,“ sagði Leifur Þór. HK er að sogast nær fallsætinu en er kominn einhver skjálfti í menn? „Nei ég myndi ekki segja það. Við erum með tveggja leikja forystu á þessi þrjú lið og Keflavík á ekki möguleika á því að ná okkur. Við þurfum bara einn sigur og við vitum það alveg. Við eigum tvo heimaleiki núna sem er gott fyrir okkur,“ sagði Leifur Þór. „Við fórum upp með Fylki í fyrra og þeir unnu þá deildina. Við viljum bara sanna fyrir þeim að við erum betra lið en þeir. Það situr enn í okkur að þeir hafi unnið deildina í fyrra,“ sagði Leifur Þór. 25. umferð Bestu deildar karla fer öll fram í dag. Dagurinn byrjar á leik KA og ÍBV sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 16.15. Hinir leikirnir fara allir fram klukkan 19.15. Leikur Vals og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Hinir þrír leikirnir, Víkingur-FH, Fram-Keflavík og HK-Fylkir, verða sýndir á Bestu deildar stöðvunum. Stúkan verður síðan í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 21.30.
Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira