Fækkun heimilisfólks ástæðan fyrir á fjórða tug uppsagna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2023 17:13 Gísli Páll Pálsson (t.v.) er stjórnarformaður og fyrrverandi forstjóri Grundarheimilanna. Karl Óttar Einarsson tók við sem forstjóri í vor. Aðsend Forstjóri Grundarheimilanna segir að 38 störf séu úr sögunni hjá fyrirtækinu og engar frekari uppsagnir fyrirhugaðar. Reksturinn hafi þyngst um nokkurn tíma og ástæðan sé fækkun heimilisfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Karli Óttari Einarssyni, forstjóra Grundarheimilanna. Vísir greindi frá því síðdegis í gær að stefndi í að á fjórða tug starfsmanna Grundarheimilanna yrði sagt upp. Vísaði Vísir í tölvupóst Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem uppýsti félagsmenn Eflingar hjá Grundarheimilunum um áformin í tölvupósti í gær. Harmar aðdragandann Starfsfólki hafði ekki verið tilkynnt um uppsagnirnar á þeim tímapunkti. Karl Óttar segir uppsagnirnar afar erfiðar. „Starfsfólk Grundarheimilanna á skilið þá virðingu að tilkynning um starfslok berist þeim með eðlilegum hætti, með viðeigandi útskýringum og tækifæri á samtali okkar á milli. Ég harma þess vegna mjög að í aðdraganda þessara þungbæru aðgerða hafi ótímabærar og ónákvæmar upplýsingar borist starfsfólki áður en slíkt tækifæri gafst.“ Karl Óttar rekur ástæðu uppsagnanna. Starfsfólk í Hveragerði sem Sólveig Anna heimsótti í dag.Efling „Um nokkurn tíma hefur rekstur Grundarheimilanna þyngst. Skýringuna má að mestu finna í fækkun heimilisfólks, meðal annars vegna breytinga á húsnæði og vegna þess að rýmin henta síður veikara fólki sem fjölgar ört. Á síðustu árum hefur heimilisfólki í Ási fækkað um 25 og á Grund um 13 (auk tímabundinnar fækkunar vegna framkvæmda). Rekstrarkostnaður ýmissar stoðþjónustu hefur ekki lækkað í sama hlutfalli og þar með geta heimilin ekki staðið undir honum til framtíðar að óbreyttu. Því þarf að ráðast í mjög þungbærar en nauðsynlegar skipulagsbreytingar,“ segir Karl Óttar. Ekki frekari uppsagnir í kortunum „Þessar aðgerðir snerta því miður 38 störf bæði með beinum uppsögnum sem og nokkrum tímabundnum ráðningum sem að ekki verða endurnýjaðar. Öll laun og réttindi eru tryggð og verða greidd út í samræmi við reglur kjarasamninga.“ Skipulagsbreytingarnar séu eftirfarandi: Þvottahús Grundarheimilanna í Hveragerði verður lagt niður og leitað til einkaaðila við þvott á líni og einkafatnaði. Ræstingardeild í Ási verður lögð niður og þjónustan keypt annars staðar frá. Verkstjórum í fasteignaviðhaldi í Ási verður fækkað um einn. Einn verkstjóri verður þar með með trésmíðaverkstæði og útideild, í stað tveggja áður. Dregið verður úr umfangi garðyrkjustöðvar. Einn starfsmaður verður í fullu starfi við að sinna viðhaldi garða heimilanna með aðstoðarfólki yfir sumartímann. Ræktun í garðyrkjustöð dregst því saman eða hættir jafnvel alveg. Starf vinnuskýrslufulltrúa á mannauðsdeild verður lagt niður. Stöðum iðnaðarmanna á Grund fækkar um eina. Aðgerðirnar muni ekki hafa bein áhrif á umönnun og þjónustu við heimilisfólk til lengri tíma. Þá séu engar frekari uppsagnir fyrirhugaðar. Uppsagnir séu ávallt erfiðar. „Þeim sem að missa vinnuna býðst aðstoð við atvinnuleit. Einnig er þeim boðið upp á stuðning fagfólks sem og samstarfsfólki. Samtalsfundir með starfsfólki verða haldnir á hverju heimili til að ræða þessar breytingar frekar og þar gefst tækifæri til að spyrja og fá svör,“ segir Karl Óttar. Hann segist ekki munu tjá sig frekar um málið. Hjúkrunarheimili Vinnumarkaður Eldri borgarar Hveragerði Tengdar fréttir Segir ræstingakonum sagt upp svo karlarnir geti grætt meira Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að hún muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá stjórnendur Grundarheimila til þess að hætta við ákvörðun sína um að segja upp 33 starfsmönnum í ræstingum og í þvottahúsi. 28. september 2023 07:01 33 starfsmönnum Grundarheimila verði sagt upp Allt stefnir í að 33 starfsmönnum Grundarheimilanna verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins. Þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði. Þá verða breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. 27. september 2023 17:37 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Karli Óttari Einarssyni, forstjóra Grundarheimilanna. Vísir greindi frá því síðdegis í gær að stefndi í að á fjórða tug starfsmanna Grundarheimilanna yrði sagt upp. Vísaði Vísir í tölvupóst Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem uppýsti félagsmenn Eflingar hjá Grundarheimilunum um áformin í tölvupósti í gær. Harmar aðdragandann Starfsfólki hafði ekki verið tilkynnt um uppsagnirnar á þeim tímapunkti. Karl Óttar segir uppsagnirnar afar erfiðar. „Starfsfólk Grundarheimilanna á skilið þá virðingu að tilkynning um starfslok berist þeim með eðlilegum hætti, með viðeigandi útskýringum og tækifæri á samtali okkar á milli. Ég harma þess vegna mjög að í aðdraganda þessara þungbæru aðgerða hafi ótímabærar og ónákvæmar upplýsingar borist starfsfólki áður en slíkt tækifæri gafst.“ Karl Óttar rekur ástæðu uppsagnanna. Starfsfólk í Hveragerði sem Sólveig Anna heimsótti í dag.Efling „Um nokkurn tíma hefur rekstur Grundarheimilanna þyngst. Skýringuna má að mestu finna í fækkun heimilisfólks, meðal annars vegna breytinga á húsnæði og vegna þess að rýmin henta síður veikara fólki sem fjölgar ört. Á síðustu árum hefur heimilisfólki í Ási fækkað um 25 og á Grund um 13 (auk tímabundinnar fækkunar vegna framkvæmda). Rekstrarkostnaður ýmissar stoðþjónustu hefur ekki lækkað í sama hlutfalli og þar með geta heimilin ekki staðið undir honum til framtíðar að óbreyttu. Því þarf að ráðast í mjög þungbærar en nauðsynlegar skipulagsbreytingar,“ segir Karl Óttar. Ekki frekari uppsagnir í kortunum „Þessar aðgerðir snerta því miður 38 störf bæði með beinum uppsögnum sem og nokkrum tímabundnum ráðningum sem að ekki verða endurnýjaðar. Öll laun og réttindi eru tryggð og verða greidd út í samræmi við reglur kjarasamninga.“ Skipulagsbreytingarnar séu eftirfarandi: Þvottahús Grundarheimilanna í Hveragerði verður lagt niður og leitað til einkaaðila við þvott á líni og einkafatnaði. Ræstingardeild í Ási verður lögð niður og þjónustan keypt annars staðar frá. Verkstjórum í fasteignaviðhaldi í Ási verður fækkað um einn. Einn verkstjóri verður þar með með trésmíðaverkstæði og útideild, í stað tveggja áður. Dregið verður úr umfangi garðyrkjustöðvar. Einn starfsmaður verður í fullu starfi við að sinna viðhaldi garða heimilanna með aðstoðarfólki yfir sumartímann. Ræktun í garðyrkjustöð dregst því saman eða hættir jafnvel alveg. Starf vinnuskýrslufulltrúa á mannauðsdeild verður lagt niður. Stöðum iðnaðarmanna á Grund fækkar um eina. Aðgerðirnar muni ekki hafa bein áhrif á umönnun og þjónustu við heimilisfólk til lengri tíma. Þá séu engar frekari uppsagnir fyrirhugaðar. Uppsagnir séu ávallt erfiðar. „Þeim sem að missa vinnuna býðst aðstoð við atvinnuleit. Einnig er þeim boðið upp á stuðning fagfólks sem og samstarfsfólki. Samtalsfundir með starfsfólki verða haldnir á hverju heimili til að ræða þessar breytingar frekar og þar gefst tækifæri til að spyrja og fá svör,“ segir Karl Óttar. Hann segist ekki munu tjá sig frekar um málið.
Hjúkrunarheimili Vinnumarkaður Eldri borgarar Hveragerði Tengdar fréttir Segir ræstingakonum sagt upp svo karlarnir geti grætt meira Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að hún muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá stjórnendur Grundarheimila til þess að hætta við ákvörðun sína um að segja upp 33 starfsmönnum í ræstingum og í þvottahúsi. 28. september 2023 07:01 33 starfsmönnum Grundarheimila verði sagt upp Allt stefnir í að 33 starfsmönnum Grundarheimilanna verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins. Þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði. Þá verða breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. 27. september 2023 17:37 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Segir ræstingakonum sagt upp svo karlarnir geti grætt meira Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að hún muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá stjórnendur Grundarheimila til þess að hætta við ákvörðun sína um að segja upp 33 starfsmönnum í ræstingum og í þvottahúsi. 28. september 2023 07:01
33 starfsmönnum Grundarheimila verði sagt upp Allt stefnir í að 33 starfsmönnum Grundarheimilanna verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins. Þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði. Þá verða breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. 27. september 2023 17:37