Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. september 2023 18:59 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. „Þetta er afleiðing af þessum skelfilegu útlendingalögum sem voru sett, og varað var við að myndu hafa skelfilegar afleiðingar. Fólk yrði sett út á götu. Það voru einhverjir sem trúðu því ekki, og meira að segja fólk sem samþykki lögin sem trúði því ekki að til þess kæmi,“ Sú hafi hins vegar verið raunin, og skjólstæðingar Stígamóta, mansalsþolendur, hafi þurft að treysta á að einstaklingar og samtök skjóti yfir þá skjólshúsi eftir að hafa lent á götunni. „Við skulum hafa það í huga að þetta er fólk sem getur ekkert endilega farið af landi brott,“ sagði Drífa. Ekki ásættanlegur kostur Einhverjir virðist fagna neyðarskýlunum, sem Drífa telur þó ekki tilefni til. „Þetta neyðarskýli er ekki framtíðarlausn, þetta er ekki athvarf og þú getur ekki búið þarna. Þú ert bara þarna yfir blánóttina. Þannig færast mörkin til í þessari umræðu, allt í einu er þetta orðið ásættanlegi kosturinn,“ segir Drífa. Hún segir að hinn raunverulegi ásættanlegi kostur væri að farið yrði að alþjóðasáttmálum og -samningum. „Að vera ekki að henda mansalsþolendum og fólki í viðkvæmri stöðu á götuna. Það er ekki ásættanlegt. Og síðan bara að sýna þá lágmarksmennsku að hafa húsaskjól og athvarf þar sem fólk getur verið og kallað einhvers konar heimili, og fengið framfærslu, sem það er svipt núna.“ Hún segir ástand mansalsþolenda sem leitað hafi til Stígamóta að undanförnu vera misjanft. Hjálparsamtök hafi hlaupið undir bagga til að aðstoða, en þolinmæði, orka og fjármunir séu að klárast. „Þannig að þetta mátti ekki seinna vera, að koma með einhvers konar úrræði. En það er ennþá mjög mikið af spurningum um öryggi fólks inni í þessu úrræði, og hvað tekur svo við.“ Flóttamenn Hælisleitendur Málefni heimilislausra Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mansal Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Þetta er afleiðing af þessum skelfilegu útlendingalögum sem voru sett, og varað var við að myndu hafa skelfilegar afleiðingar. Fólk yrði sett út á götu. Það voru einhverjir sem trúðu því ekki, og meira að segja fólk sem samþykki lögin sem trúði því ekki að til þess kæmi,“ Sú hafi hins vegar verið raunin, og skjólstæðingar Stígamóta, mansalsþolendur, hafi þurft að treysta á að einstaklingar og samtök skjóti yfir þá skjólshúsi eftir að hafa lent á götunni. „Við skulum hafa það í huga að þetta er fólk sem getur ekkert endilega farið af landi brott,“ sagði Drífa. Ekki ásættanlegur kostur Einhverjir virðist fagna neyðarskýlunum, sem Drífa telur þó ekki tilefni til. „Þetta neyðarskýli er ekki framtíðarlausn, þetta er ekki athvarf og þú getur ekki búið þarna. Þú ert bara þarna yfir blánóttina. Þannig færast mörkin til í þessari umræðu, allt í einu er þetta orðið ásættanlegi kosturinn,“ segir Drífa. Hún segir að hinn raunverulegi ásættanlegi kostur væri að farið yrði að alþjóðasáttmálum og -samningum. „Að vera ekki að henda mansalsþolendum og fólki í viðkvæmri stöðu á götuna. Það er ekki ásættanlegt. Og síðan bara að sýna þá lágmarksmennsku að hafa húsaskjól og athvarf þar sem fólk getur verið og kallað einhvers konar heimili, og fengið framfærslu, sem það er svipt núna.“ Hún segir ástand mansalsþolenda sem leitað hafi til Stígamóta að undanförnu vera misjanft. Hjálparsamtök hafi hlaupið undir bagga til að aðstoða, en þolinmæði, orka og fjármunir séu að klárast. „Þannig að þetta mátti ekki seinna vera, að koma með einhvers konar úrræði. En það er ennþá mjög mikið af spurningum um öryggi fólks inni í þessu úrræði, og hvað tekur svo við.“
Flóttamenn Hælisleitendur Málefni heimilislausra Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mansal Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira