„Það er gaman að vinna Breiðablik“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 28. september 2023 21:54 Hólmar Örn Eyjólfsson segir það extra sætt að vinna Breiðablik. Vísir/Diego Valsmenn tryggðu sér í kvöld annað sæti Bestu deildarinnar með sigri á Breiðablik. Lokatölur 4-2 á Hlíðarenda í fjörugum leik. Valsmenn leiddu í hálfleik 2-1 eftir að Blikar hefðu jafnað leikinn á 40. mínútu. Blikar jöfnuðu svo á 63. mínútu en Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir heimamenn á síðustu tíu mínútum leiksins og kláraði leikinn með þrennu eftir að hafa skorað eitt í fyrri hálfleik. „Mér fannst þetta voðalega kaflaskipt. Við vorum yfir að hluta til og þeir að hluta til. Allir að pressa út um allan völl, bæði lið, og þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegur leikur til að horfa á,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, beint eftir leik. Honum fannst sínir menn spila vel í kvöld og vera hugrakkir ásamt því að hafa Patrick Pedersen í stuði.„Það er alltaf gott að vera með Patrick frammi að setjan inn, hann er alltaf vel staðsettur og klárar færin sín vel. En mér fannst við samt vera þéttir, mér fannst við spila vel, hugrakkir líka á boltanum sem skiptir höfuð máli í svona leikjum. Þeir pressa virkilega grimmilega og ef þú ert aðeins kúl á þessu þá er hægt að finna lausnir á pressunni og þá getur komið þér oft í góðar stöður.“ Eins og áður segir hafa Valsmenn tryggt sér annað sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Hólmar Örn sér þó hvatningu í því að klára tímabilið á góðum nótum. „Við höfum í rauninni ekkert að spila fyrir nema bara stoltinu og slípa okkur saman fyrir næsta ár. Við þurfum að motivera okkur í þá leiki og skila góðri frammistöðu þar.“ Hólmar Örn er uppalinn HK-ingur og finnst því extra sætt að vinna Breiðablik. „Já, það er það sko,“ sagði Hólmar og hló. „Maður ólst upp alla yngri flokkana í HK og maður átti svolítið undir högg að sækja þar en jú jú það er gaman að vinna Breiðablik.“ Orri Sigurður Ómarsson, miðvörður Vals, spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik í kvöld eftir að hafa slitið krossband í fyrra. Hann kláraði leikinn og hrósaði fyrirliðinn honum í hástert. „Veistu það, ég hef farið í gegnum krossbandameiðsli sjálfur og mér fannst hann algjörlega frábær í dag. Mér fannst hann öruggur í öllum sínum aðgerðum hvort sem það var varnarlega eða sóknarlega og hann var bara virkilega flottur í dag og getur verið mjög stoltur af fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum til baka,“ sagði Hólmar Örn að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Valur vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Patrick Pedersen hlóð í þrennu fyrir Valsmenn og með sigrinum tryggði Valur sér annað sæti deildarinnar. 28. september 2023 21:08 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Valsmenn leiddu í hálfleik 2-1 eftir að Blikar hefðu jafnað leikinn á 40. mínútu. Blikar jöfnuðu svo á 63. mínútu en Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir heimamenn á síðustu tíu mínútum leiksins og kláraði leikinn með þrennu eftir að hafa skorað eitt í fyrri hálfleik. „Mér fannst þetta voðalega kaflaskipt. Við vorum yfir að hluta til og þeir að hluta til. Allir að pressa út um allan völl, bæði lið, og þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegur leikur til að horfa á,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, beint eftir leik. Honum fannst sínir menn spila vel í kvöld og vera hugrakkir ásamt því að hafa Patrick Pedersen í stuði.„Það er alltaf gott að vera með Patrick frammi að setjan inn, hann er alltaf vel staðsettur og klárar færin sín vel. En mér fannst við samt vera þéttir, mér fannst við spila vel, hugrakkir líka á boltanum sem skiptir höfuð máli í svona leikjum. Þeir pressa virkilega grimmilega og ef þú ert aðeins kúl á þessu þá er hægt að finna lausnir á pressunni og þá getur komið þér oft í góðar stöður.“ Eins og áður segir hafa Valsmenn tryggt sér annað sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Hólmar Örn sér þó hvatningu í því að klára tímabilið á góðum nótum. „Við höfum í rauninni ekkert að spila fyrir nema bara stoltinu og slípa okkur saman fyrir næsta ár. Við þurfum að motivera okkur í þá leiki og skila góðri frammistöðu þar.“ Hólmar Örn er uppalinn HK-ingur og finnst því extra sætt að vinna Breiðablik. „Já, það er það sko,“ sagði Hólmar og hló. „Maður ólst upp alla yngri flokkana í HK og maður átti svolítið undir högg að sækja þar en jú jú það er gaman að vinna Breiðablik.“ Orri Sigurður Ómarsson, miðvörður Vals, spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik í kvöld eftir að hafa slitið krossband í fyrra. Hann kláraði leikinn og hrósaði fyrirliðinn honum í hástert. „Veistu það, ég hef farið í gegnum krossbandameiðsli sjálfur og mér fannst hann algjörlega frábær í dag. Mér fannst hann öruggur í öllum sínum aðgerðum hvort sem það var varnarlega eða sóknarlega og hann var bara virkilega flottur í dag og getur verið mjög stoltur af fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum til baka,“ sagði Hólmar Örn að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Valur vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Patrick Pedersen hlóð í þrennu fyrir Valsmenn og með sigrinum tryggði Valur sér annað sæti deildarinnar. 28. september 2023 21:08 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Breiðablik 4-2 | Patrick skoraði þrennu og Valsmenn tryggðu annað sætið Valur vann góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðabliki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Patrick Pedersen hlóð í þrennu fyrir Valsmenn og með sigrinum tryggði Valur sér annað sæti deildarinnar. 28. september 2023 21:08