Fótbolti

Mourinho segir tapið fyrir Alberti og félögum það versta á ferlinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rómverjarnir hans Josés Mourinho fara illa af stað á tímabilinu.
Rómverjarnir hans Josés Mourinho fara illa af stað á tímabilinu. getty/Jonathan Moscrop

José Mourinho var ekki sáttur eftir að Roma tapaði fyrir Alberti Guðmundssyni og félögum í Genoa, 4-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær.

Albert kom Genoa á bragðið í leiknum í gær og Mateo Retegui, Morten Thorsby og Junior Messias bættu svo við mörkum. Bryan Cristante skoraði mark Roma sem hefur aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni.

Mourinho blés hressilega eftir leik en varði líka árangur sinn með Roma síðan hann tók við liðinu fyrir tveimur árum.

„Þetta er það versta á ferlinum,“ sagði Mourinho um tapið. „En ég held að þetta sé líka í fyrsta sinn sem Roma spilar tvo úrslitaleiki í Evrópukeppni í röð.“

Roma vann Sambandsdeild Evrópu undir stjórn Mourinhos í fyrra og komst svo í úrslit Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði fyrir Sevilla.

Roma er í 16. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar en Genoa í því ellefta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×