Íslenski boltinn

Missti af leik vegna barneigna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Pétur Bjarnason í leik með Fylki gegn ÍBV.
Pétur Bjarnason í leik með Fylki gegn ÍBV. Vísir/Diego

Pétur Bjarnason var ekki í leikmannahópi Fylkis þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við HK í neðri hluta Bestu deildarinnar í gær. Leikmaðurinn hafði komið við sögu í öllum nema einum leik Fylkis á þessu tímabili og spurningar vöknuðu um ástæðu fjarverunnar. 

Í fyrsta skipti síðan 14. maí var Pétur Bjarnason ekki í leikmannahópi Fylkis í gær. Liðið gerði 2-2 jafntefli við HK í gríðarlega mikilvægum leik þar sem Fylkir berst fyrir lífi sínu í Bestu deildinni. Þeir lentu manni og marki undir strax á 6. mínútu en tókst að klóra sig til baka í og sækja stigið. 

Áhorfendur veltu vöngum yfir því hvers vegna framherjinn væri ekki með liðinu, en hann hafði ekki misst af leik síðan í maí, þá vegna meiðsla og engar fréttir höfðu borist um slíkt. Þá ákvað Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fylki, að birta færslu á X sem útskýrði fjarveru Péturs. 

Pétur hefur sem áður segir spilað alla leiki nema einn með Fylki í sumar, alls 25 í deild og bikar og skorað í þeim 5 mörk. Hann kom til Fylkis fyrir tímabilið frá uppeldisfélagi sínu Vestra, þar sem hann spilaði 105 leiki og skoraði 32 mörk. 

Hann snýr væntanlega aftur á völlinn þegar Fylkir spilar næst gegn Keflavík á sunnudaginn kemur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×