Allt stefndi í björgun en eftir bátsbilun var háhyrningurinn aflífaður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. september 2023 12:08 Frá björgunaraðgerðunum sem báru því miður ekki árangur. ARIANNE GÄHWILLER Aflífa þurfti háhyrning eftir að björgunaraðgerðir í Gilsfirði, sem framan af gengu vonum framar, mistókust þegar bátur sem átti að toga dýrið út bilaði. Sérgreinadýralæknir hjá MAST segir að ekki hafi verið hægt að leggja meira á dýrið í ljósi þess að það hafði beðið í fimm daga. Ungt og hraust karldýr lokaðist innan brúar í Gilsfirði en þar hafði hann verið fastur í nokkra daga. Bíða þurfti átekta vegna gulrar veðurviðvörunar. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, tók þátt í björgunaraðgerðunum, sem hófust í raun í fyrradag. „Í gær stóð til stóra aðgerðin að koma honum á flot og sigla með hann þessa fjögurra kílómetra leið sem hann þurfti að fara og undir brú í Gilsfirðinum. Brúin er stóra áskorunin vegna þess að hún er ekki fær fyrir þetta stórt dýr nema í hástreymisflóði af því það er sirka á tveggja vikna fresti sem það er. [...] Þarna er einhver hálftímagluggi sem við höfum til að komast undir brúna. Hún er það þröng og það kemur gífurlega mikið vatn þarna inn á flóðinu með þungum straumi og glugginn er akkúrat þegar skiptir í að flæða út aftur.“ Að aðgerðunum komu Landhelgisgæslan, slysavarnafélagið Landsbjörg, fulltrúi sveitarfélagsins, Hafrannsóknarstofnun, hvalasérfræðingur frá Háskóla Íslands og hvalaþjálfari. Fulltrúi sveitarfélagsins tekur ákvarðanir en út frá ráðgjöf fagfólksins. Háhyrningurinn, sem kallaður var Sævar-strand, var afskaplega samvinnuþýður allan tímann. „Þegar við þurftum að komast undir haus þá lyfti hann haus og þegar við settum seglið undir sporðinn þá lyfti hann sporðinum. Það var mjög hjálplegt.“ Allt hafði gengið vel framan af en síðan tók að síga á ógæfuhliðina. „Við göngum þarna út með hvalinn í taum og jú, það er í fyrsta skiptið sem við förum í göngutúr með háhyrning í taum. Það er það grunnt þarna við gátum gengið nokkurn spöl tvær bara og toguðum hann með okkur og svo þegar kom að því að við náðum ekki að fóta okkur lengur og dýptin orðin of mikil og báturinn átti að veita okkur tog þá bara fer hann ekki í gang.“ Eftir að báturinn bilaði og enginn annar tækjakostur í augnsýn, hvorki í gær né í dag, þurfti að taka erfiða ákvörðun. „Þá töldum við bara rétt að aflífun væri eina rétta ákvörðunin til að tryggja hans velferð í þessu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Dýr Reykhólahreppur Hvalir Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ungt og hraust karldýr lokaðist innan brúar í Gilsfirði en þar hafði hann verið fastur í nokkra daga. Bíða þurfti átekta vegna gulrar veðurviðvörunar. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, tók þátt í björgunaraðgerðunum, sem hófust í raun í fyrradag. „Í gær stóð til stóra aðgerðin að koma honum á flot og sigla með hann þessa fjögurra kílómetra leið sem hann þurfti að fara og undir brú í Gilsfirðinum. Brúin er stóra áskorunin vegna þess að hún er ekki fær fyrir þetta stórt dýr nema í hástreymisflóði af því það er sirka á tveggja vikna fresti sem það er. [...] Þarna er einhver hálftímagluggi sem við höfum til að komast undir brúna. Hún er það þröng og það kemur gífurlega mikið vatn þarna inn á flóðinu með þungum straumi og glugginn er akkúrat þegar skiptir í að flæða út aftur.“ Að aðgerðunum komu Landhelgisgæslan, slysavarnafélagið Landsbjörg, fulltrúi sveitarfélagsins, Hafrannsóknarstofnun, hvalasérfræðingur frá Háskóla Íslands og hvalaþjálfari. Fulltrúi sveitarfélagsins tekur ákvarðanir en út frá ráðgjöf fagfólksins. Háhyrningurinn, sem kallaður var Sævar-strand, var afskaplega samvinnuþýður allan tímann. „Þegar við þurftum að komast undir haus þá lyfti hann haus og þegar við settum seglið undir sporðinn þá lyfti hann sporðinum. Það var mjög hjálplegt.“ Allt hafði gengið vel framan af en síðan tók að síga á ógæfuhliðina. „Við göngum þarna út með hvalinn í taum og jú, það er í fyrsta skiptið sem við förum í göngutúr með háhyrning í taum. Það er það grunnt þarna við gátum gengið nokkurn spöl tvær bara og toguðum hann með okkur og svo þegar kom að því að við náðum ekki að fóta okkur lengur og dýptin orðin of mikil og báturinn átti að veita okkur tog þá bara fer hann ekki í gang.“ Eftir að báturinn bilaði og enginn annar tækjakostur í augnsýn, hvorki í gær né í dag, þurfti að taka erfiða ákvörðun. „Þá töldum við bara rétt að aflífun væri eina rétta ákvörðunin til að tryggja hans velferð í þessu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun.
Dýr Reykhólahreppur Hvalir Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira