Ryder bikarinn: Ósætti innan bandaríska hópsins Siggeir Ævarsson skrifar 30. september 2023 14:20 Patrick Cantlay og Wyndham Clark stilla sér upp fyrir viðureign þeirra við Matt Fitzpatrick og Rory McIlroy. Cantlay er sagður hafa neitað að bera húfu liðsins í mótmælaskyni Vísir/Getty Bandaríkjamenn hafa farið herfilega af stað í Ryder bikarnum en freista þess að rétta hlut sinn í seinni viðureignum dagsins. Til að bætu gráu ofan á svart berast fréttir af ósætti innan hópsins. Patrick Cantlay ku vera ósáttur við að bandarísku kylfingarnir fái ekki greitt fyrir þátttöku sína í mótinu og í mótmælaskyni neitar hann að bera derhúfu liðsins á vellinum en hún er hluti af búningi liðsins. Cantlay er ekki á neinu flæðiskeri staddur en hann þénaði um 15 milljónir dollara í fyrra og er kominn yfir 13 milljónir þetta árið. Þá hafa borist fréttir af því að Cantlay og Xander Schauffele, sem eru nánir vinir, séu ósammála um þessi mál og sitji nú eins langt frá öðrum og þeir geta í búningsklefa liðsins. Seinni umferð dagsins er nú í fullum gangi í Róm og leiða Bandaríkjamenn með fjórum stigum í þeim tveimur viðureignum sem eru lengst komnar en leiknar hafa verið 14 og tólf holur í þeim viðureignum. Morikawa puts USA 6 UP with six to play! #RyderCup pic.twitter.com/8vOCSix6qy— Ryder Cup (@rydercup) September 30, 2023 Evrópuliðin eru aftur á móti í forystu í seinni tveimur viðureignum dagsins en leiða þó aðeins með einu stigi í hvorri viðureign. Fylgjast má með stöðunni í viðureignunum á vefsíðu mótsins. Ryder bikarinn verður sýndur í beinni útsendingu alla helgina á Vodafone Sport. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Patrick Cantlay ku vera ósáttur við að bandarísku kylfingarnir fái ekki greitt fyrir þátttöku sína í mótinu og í mótmælaskyni neitar hann að bera derhúfu liðsins á vellinum en hún er hluti af búningi liðsins. Cantlay er ekki á neinu flæðiskeri staddur en hann þénaði um 15 milljónir dollara í fyrra og er kominn yfir 13 milljónir þetta árið. Þá hafa borist fréttir af því að Cantlay og Xander Schauffele, sem eru nánir vinir, séu ósammála um þessi mál og sitji nú eins langt frá öðrum og þeir geta í búningsklefa liðsins. Seinni umferð dagsins er nú í fullum gangi í Róm og leiða Bandaríkjamenn með fjórum stigum í þeim tveimur viðureignum sem eru lengst komnar en leiknar hafa verið 14 og tólf holur í þeim viðureignum. Morikawa puts USA 6 UP with six to play! #RyderCup pic.twitter.com/8vOCSix6qy— Ryder Cup (@rydercup) September 30, 2023 Evrópuliðin eru aftur á móti í forystu í seinni tveimur viðureignum dagsins en leiða þó aðeins með einu stigi í hvorri viðureign. Fylgjast má með stöðunni í viðureignunum á vefsíðu mótsins. Ryder bikarinn verður sýndur í beinni útsendingu alla helgina á Vodafone Sport.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira