Hvalveiðivertíð lokið og 24 hvalir veiddir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. september 2023 19:01 Vertíðin hófst í upphafi mánaðar eftir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fram ákvörðun sína um að leyfa hvalveiðar á ný með hertum skilyrðum. Vísir/Vilhelm Hvalveiðivertíð er nú lokið en 24 hvalir voru veiddir þá 24 daga sem hún stóð yfir. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú komin í land með þrjár langreyðar. Þetta staðfesti Kristján Loftsson forstjóri Hvals við Morgunblaðið. Kristján hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum fréttastofu til að ná tali af honum í dag. Spurningar um hvort vertíðinni væri lokið voru á lofti í dag eftir að aðgerðarsinninn Katrín Oddsdóttir birti færslu á Facebook-síðu sína um að svo væri. „Mikið vona ég að þar með hafi síðasta langreyðurin verið veidd fyrir fullt og allt,“ segir hún í færslunni. Alls voru 24 langreyðar veiddar á vertíðinni, í samanburði við 148 á vertíðinni í fyrra. Í september á síðasta ári veiddust 38 langreyðar. „Þeir skjóta sem þora“ Veiðar Hvals 8 voru stöðvaðar á dögunum eftir að veiðimenn hæfðu langreyð „utan tilgreinds marksvæðiðs“ með þeim afleiðingum að dauðastríð dýrsins varð lengra en ella. Um það bil 30 mínútur liðu þar til dýrið var skotið aftur eftir misheppnaða fyrstu tilraun. Þá var greint frá því síðustu helgi að nær fullvaxta kálfur hefði verið dreginn úr langreyði sem var drepin á föstudag. Í nýrri reglugerð matvælaráðherra um veiðarnar segir að ekki megi skjóta hvali sem kálfar fylgja. „Þeir skjóta sem þora,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið um mögulega stjórnvaldssekt vegna málsins. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. 21. september 2023 14:38 Kálfurinn dreginn úr móðurkviði nánast fullvaxta Kálfur sem dreginn var úr kelfdri langreyði sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í gær var nálægt því að vera fullvaxta. Líffræðingur segir nánast enga leið að sjá hvort dýrin séu kelfd en segir myndir af hvalverkuninni sláandi. Matvælastofnun telur engar reglur hafa verið brotnar. 23. september 2023 14:18 „Þeir skjóta sem þora“ segir Kristján um mögulega stjórnvaldssekt Matvælastofnun skoðar nú að leggja stjórnvaldssekt á Hval hf. vegna fráviks við veiðar Hvals 8. „Þeir skjóta sem þora,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals, um mögulega sektargerð. 25. september 2023 06:37 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Þetta staðfesti Kristján Loftsson forstjóri Hvals við Morgunblaðið. Kristján hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum fréttastofu til að ná tali af honum í dag. Spurningar um hvort vertíðinni væri lokið voru á lofti í dag eftir að aðgerðarsinninn Katrín Oddsdóttir birti færslu á Facebook-síðu sína um að svo væri. „Mikið vona ég að þar með hafi síðasta langreyðurin verið veidd fyrir fullt og allt,“ segir hún í færslunni. Alls voru 24 langreyðar veiddar á vertíðinni, í samanburði við 148 á vertíðinni í fyrra. Í september á síðasta ári veiddust 38 langreyðar. „Þeir skjóta sem þora“ Veiðar Hvals 8 voru stöðvaðar á dögunum eftir að veiðimenn hæfðu langreyð „utan tilgreinds marksvæðiðs“ með þeim afleiðingum að dauðastríð dýrsins varð lengra en ella. Um það bil 30 mínútur liðu þar til dýrið var skotið aftur eftir misheppnaða fyrstu tilraun. Þá var greint frá því síðustu helgi að nær fullvaxta kálfur hefði verið dreginn úr langreyði sem var drepin á föstudag. Í nýrri reglugerð matvælaráðherra um veiðarnar segir að ekki megi skjóta hvali sem kálfar fylgja. „Þeir skjóta sem þora,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið um mögulega stjórnvaldssekt vegna málsins.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. 21. september 2023 14:38 Kálfurinn dreginn úr móðurkviði nánast fullvaxta Kálfur sem dreginn var úr kelfdri langreyði sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í gær var nálægt því að vera fullvaxta. Líffræðingur segir nánast enga leið að sjá hvort dýrin séu kelfd en segir myndir af hvalverkuninni sláandi. Matvælastofnun telur engar reglur hafa verið brotnar. 23. september 2023 14:18 „Þeir skjóta sem þora“ segir Kristján um mögulega stjórnvaldssekt Matvælastofnun skoðar nú að leggja stjórnvaldssekt á Hval hf. vegna fráviks við veiðar Hvals 8. „Þeir skjóta sem þora,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals, um mögulega sektargerð. 25. september 2023 06:37 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. 21. september 2023 14:38
Kálfurinn dreginn úr móðurkviði nánast fullvaxta Kálfur sem dreginn var úr kelfdri langreyði sem áhöfnin á Hval 9 veiddi í gær var nálægt því að vera fullvaxta. Líffræðingur segir nánast enga leið að sjá hvort dýrin séu kelfd en segir myndir af hvalverkuninni sláandi. Matvælastofnun telur engar reglur hafa verið brotnar. 23. september 2023 14:18
„Þeir skjóta sem þora“ segir Kristján um mögulega stjórnvaldssekt Matvælastofnun skoðar nú að leggja stjórnvaldssekt á Hval hf. vegna fráviks við veiðar Hvals 8. „Þeir skjóta sem þora,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals, um mögulega sektargerð. 25. september 2023 06:37