Einhliða ákvörðun að framlengja ekki samning Rúnars Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. október 2023 08:00 Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. Vísir/Dúi Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir ákvörðunina hafa verið einhliða að framlengja ekki samnings Rúnars Kristinssonar sem aðalþjálfara liðsins. Hann þakkar þjálfaranum vel unnin störf en telur tímabært að hrista upp í hlutunum. Tilkynningin barst í gær að Rúnar Kristinsson myndi láta af störfum sem þjálfari KR eftir tímabilið. Rúnar hefur stýrt liðinu í fjölda ára, fyrst frá 2010–14 og tók svo aftur við þeim árið 2017. Páll taldi það best í stöðunni að tilkynna þetta áður en tímabilið klárast. „Okkur þótti viðeigandi að tilkynna þetta þannig að fólk gæti haft tækifæri til að þakka honum vel unnin störf. Vonandi fjölmenna KR-ingar á völlinn og þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins“ sagði hann í viðtali við Val Pál Eiríksson, fréttamann Vísis og Stöðvar 2. Rúnar mun stýra liðinu í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. KR hefur að litlu að spila öðru en stoltinu, tímabilið fór afar illa af stað hjá KR en þeim tókst að rétta úr kútnum þegar líða fór á mótið og enda í efri hluta deildarinnar, liðið á þó ekki lengur möguleika á Evrópusæti. „Stundum þarf að hrista upp í hlutunum, fá nýtt líf og nýtt blóð inn í félagið og það var ákvörðun stjórnar að nú væri tímabært að gera þessar breytingar. Rúnar hefur skilað frábæru starfi, fjölda titla og við eigum honum allt gott að þakka en við töldum þörf á breytingum.“ Páll segir ákvörðunina hafa verið einhliða og hann efast ekki um að hefði Rúnar verið með í ráðum hefði hann kosið að halda áfram þjálfun KR. „Ég tilkynnti honum það sjálfur að stjórnin myndi ekki framlengja samning eða fara í viðræður um það, þannig að þetta er einhliða ákvörðun stjórnarinnar. Ef ég þekki Rúnar rétt hefur hann án nokkurs vafa viljað vera áfram, fá tækifæri til að snúa við hlutunum og hann hefur verið á góðri vegferð með liðinu á þessum tímabili.“ Páll ítrekar þó að um sé að ræða samningslok, ekki uppsögn eða brottrekstur. Hann segir jafnframt að félagið sé byrjað að líta í kringum sig að eftirmanni. „Það er ekki verið að segja neinum upp eða reka neinn. Það er verið að taka ákvörðun um það að endurnýja ekki samning... Auðvitað erum við farin að líta í kringum okkur, vega og meta, tengja okkur við mögulega aðila.“ KR er sem áður segir í 6. sæti deildarinnar. Eftir mikla taphrinu í byrjun tímabils tókst þeim að snúa gengi sínu við og voru á tímapunkti ósigraðir í tíu leikjum. En árangurinn hefur ekki staðist væntingarnar sem gerðar voru til liðsins. „Mér finnst að liðið eigi að gera miklu betur. Ég hafði miklar væntingar til liðsins margar ytri aðstæður höfðu áhrif á gengi liðsins, margt sem hefur áhrif og þetta skrifast ekki allt á þjálfarann eða einstaka leikmenn... Það eru miklar kröfur í Vesturbænum, við erum í sjötta sæti og viljum gera betur þannig að við höldum áfram þeirri vegferð.“ Páll segist bjartsýnn á komandi tíma hjá KR. Mál félagsins hafa mikið borið á góma síðustu misseri, en nú er tími breytinga, deiliskipulag Reykjavíkurborgar hefur verið samþykkt og uppbygging á að hefjast í Vesturbæ. „Það horfir til bjartari tíma, allt hjal og tal um stöðnun eða metnaðarleysi er bull og vitleysa. KR er bara á sama stað og alltaf, við urðum meistarar í þessari aðstöðu á sínum tíma en auðvitað má gera betur en við erum með sama metnaðinn og fyrr.“ Síðasti heimaleikur Rúnars fer fram í dag er KR mætir Breiðabliki klukkan 14:00 að Meistaravöllum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Pál Kristjánsson Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Tilkynningin barst í gær að Rúnar Kristinsson myndi láta af störfum sem þjálfari KR eftir tímabilið. Rúnar hefur stýrt liðinu í fjölda ára, fyrst frá 2010–14 og tók svo aftur við þeim árið 2017. Páll taldi það best í stöðunni að tilkynna þetta áður en tímabilið klárast. „Okkur þótti viðeigandi að tilkynna þetta þannig að fólk gæti haft tækifæri til að þakka honum vel unnin störf. Vonandi fjölmenna KR-ingar á völlinn og þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins“ sagði hann í viðtali við Val Pál Eiríksson, fréttamann Vísis og Stöðvar 2. Rúnar mun stýra liðinu í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. KR hefur að litlu að spila öðru en stoltinu, tímabilið fór afar illa af stað hjá KR en þeim tókst að rétta úr kútnum þegar líða fór á mótið og enda í efri hluta deildarinnar, liðið á þó ekki lengur möguleika á Evrópusæti. „Stundum þarf að hrista upp í hlutunum, fá nýtt líf og nýtt blóð inn í félagið og það var ákvörðun stjórnar að nú væri tímabært að gera þessar breytingar. Rúnar hefur skilað frábæru starfi, fjölda titla og við eigum honum allt gott að þakka en við töldum þörf á breytingum.“ Páll segir ákvörðunina hafa verið einhliða og hann efast ekki um að hefði Rúnar verið með í ráðum hefði hann kosið að halda áfram þjálfun KR. „Ég tilkynnti honum það sjálfur að stjórnin myndi ekki framlengja samning eða fara í viðræður um það, þannig að þetta er einhliða ákvörðun stjórnarinnar. Ef ég þekki Rúnar rétt hefur hann án nokkurs vafa viljað vera áfram, fá tækifæri til að snúa við hlutunum og hann hefur verið á góðri vegferð með liðinu á þessum tímabili.“ Páll ítrekar þó að um sé að ræða samningslok, ekki uppsögn eða brottrekstur. Hann segir jafnframt að félagið sé byrjað að líta í kringum sig að eftirmanni. „Það er ekki verið að segja neinum upp eða reka neinn. Það er verið að taka ákvörðun um það að endurnýja ekki samning... Auðvitað erum við farin að líta í kringum okkur, vega og meta, tengja okkur við mögulega aðila.“ KR er sem áður segir í 6. sæti deildarinnar. Eftir mikla taphrinu í byrjun tímabils tókst þeim að snúa gengi sínu við og voru á tímapunkti ósigraðir í tíu leikjum. En árangurinn hefur ekki staðist væntingarnar sem gerðar voru til liðsins. „Mér finnst að liðið eigi að gera miklu betur. Ég hafði miklar væntingar til liðsins margar ytri aðstæður höfðu áhrif á gengi liðsins, margt sem hefur áhrif og þetta skrifast ekki allt á þjálfarann eða einstaka leikmenn... Það eru miklar kröfur í Vesturbænum, við erum í sjötta sæti og viljum gera betur þannig að við höldum áfram þeirri vegferð.“ Páll segist bjartsýnn á komandi tíma hjá KR. Mál félagsins hafa mikið borið á góma síðustu misseri, en nú er tími breytinga, deiliskipulag Reykjavíkurborgar hefur verið samþykkt og uppbygging á að hefjast í Vesturbæ. „Það horfir til bjartari tíma, allt hjal og tal um stöðnun eða metnaðarleysi er bull og vitleysa. KR er bara á sama stað og alltaf, við urðum meistarar í þessari aðstöðu á sínum tíma en auðvitað má gera betur en við erum með sama metnaðinn og fyrr.“ Síðasti heimaleikur Rúnars fer fram í dag er KR mætir Breiðabliki klukkan 14:00 að Meistaravöllum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Pál Kristjánsson
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira