Spennandi nýjungar hjá Sumac Sumac 2. október 2023 09:01 Nýi matseðillinn hjá Sumac inniheldur marga nýja rétti auk eldri rétta í nýjum búningi. Sumac býður einnig upp á nýjan og spennandi vínseðil þessa dagana. Veitingastaðurinn Sumac við Laugaveg í Reykjavík kynnir þessa dagana nýja og spennandi mat- og vínseðla. Sumac hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins frá því hann opnaði árið 2017 og víst að fjölmargir reglulegir og nýir viðskiptavinir eru spenntir yfir því sjá útkomuna. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi. Breytingarnar á vínseðlinum snúa mest að því að við erum auka úrvalið og innleiða fleiri merkingar á seðilinn,“ segir Oddný Ingólfsdóttir, veitingastjóri og vínþjónn hússins. Oddný Ingólfsdóttir er veitingastjóri og vínþjónn hússins. „Okkur langaði að gera listann auðlæsilegri svo við ákváðum að bæta við upplýsingum sem fólk getur stutt sig við þegar það fær seðilinn í hendurnar. Nú bjóðum við upp á enn fleiri úrvalsvín frá Líbanon auk þess sem við höfum bætt við Bordeaux vínum. Ég get fullyrt að Sumac býður upp á vín sem fást hvergi annars staðar á landinu. Vinsælasta vínið okkar er Chateau Musar frá Líbanon en við bjóðum upp á fjóra úrvals árganga, 1997, 1998, 2000 og 2016 sem allir eru á fínu verði hjá okkur. Þetta eru heimsklassa vín.“ Í næstu viku mun Sumac einnig kynna til sögunnar nýjan kokteilalista þar sem nokkrir nýir og spennandi kokteilar munu bætast í hópinn. „Barþjóninn Leó Snæfeld Pálsson stjórnar kokteilbarnum að stakri snilld enda barþjónn á heimsklassa sem er alltaf með puttann á púlsinum. Hann var m.a. valinn besti barþjónn Íslands í barþjónakeppninni Bartenders Choice Awards sem haldin var í Kaupmannahöfn fyrr á þessu ári. Í sömu keppni var kokteillinn okkar Funiks valinn besti „signature“ kokteilinn á Ísland en hann, og Sumac kokteillinn okkar, hafa báðir verið mjög vinsælir undanfarin ár.“ Nýir og bragðgóðir réttir Nýi matseðillinn á Sumac samanstendur af nýjum réttum, endurbættum eldri réttum og svo nokkrum klassískum réttum sem hafa verið á matseðlinum undanfarin ár og njóta mikilla vinsælda að sögn Þráins Freys Vigfússonar matreiðslumeistara og eiganda Sumac. „Eins og áður erum við undir áhrifum frá Norður Afríku og Líbanon og bjóðum upp á gott úrval af grænmetis-, fiski- og kjötréttum. Meðal nýjunga má nefna nýja og spennandi ídýfu með flatbrauðinu og rauðrófusnakk sem kemur mjög sterkt inn og hefur fengið góð viðbrögð. Einnig bjóðum við upp á brasseraða geit frá Háafelli en geitin er sérlega vinsæll haustréttur.“ Meðal annarra nýrra rétta nefnir Þráinn grillaðan steinbít á beini sem er mjög skemmtilegur réttur og nauta ribeye á spjóti sem er kryddað með papriku marmelaði. „Svo erum við aðeins að leika okkur með íslensku rófuna en allt í allt erum við að bjóða upp á tíu nýja rétti á matseðlinum. Sjö rétta matseðillinn okkar nýtur einnig alltaf mikilla vinsælda en hann breytist á hverjum degi eftir lagerstöðu og stemningu. Þar fá gestir oft að smakka á nýjum réttum sem eru eftir að fara inn á hefðbundna matseðilinn okkar. Nánari upplýsingar á sumac.is. Matur Veitingastaðir Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira
Breytingarnar á vínseðlinum snúa mest að því að við erum auka úrvalið og innleiða fleiri merkingar á seðilinn,“ segir Oddný Ingólfsdóttir, veitingastjóri og vínþjónn hússins. Oddný Ingólfsdóttir er veitingastjóri og vínþjónn hússins. „Okkur langaði að gera listann auðlæsilegri svo við ákváðum að bæta við upplýsingum sem fólk getur stutt sig við þegar það fær seðilinn í hendurnar. Nú bjóðum við upp á enn fleiri úrvalsvín frá Líbanon auk þess sem við höfum bætt við Bordeaux vínum. Ég get fullyrt að Sumac býður upp á vín sem fást hvergi annars staðar á landinu. Vinsælasta vínið okkar er Chateau Musar frá Líbanon en við bjóðum upp á fjóra úrvals árganga, 1997, 1998, 2000 og 2016 sem allir eru á fínu verði hjá okkur. Þetta eru heimsklassa vín.“ Í næstu viku mun Sumac einnig kynna til sögunnar nýjan kokteilalista þar sem nokkrir nýir og spennandi kokteilar munu bætast í hópinn. „Barþjóninn Leó Snæfeld Pálsson stjórnar kokteilbarnum að stakri snilld enda barþjónn á heimsklassa sem er alltaf með puttann á púlsinum. Hann var m.a. valinn besti barþjónn Íslands í barþjónakeppninni Bartenders Choice Awards sem haldin var í Kaupmannahöfn fyrr á þessu ári. Í sömu keppni var kokteillinn okkar Funiks valinn besti „signature“ kokteilinn á Ísland en hann, og Sumac kokteillinn okkar, hafa báðir verið mjög vinsælir undanfarin ár.“ Nýir og bragðgóðir réttir Nýi matseðillinn á Sumac samanstendur af nýjum réttum, endurbættum eldri réttum og svo nokkrum klassískum réttum sem hafa verið á matseðlinum undanfarin ár og njóta mikilla vinsælda að sögn Þráins Freys Vigfússonar matreiðslumeistara og eiganda Sumac. „Eins og áður erum við undir áhrifum frá Norður Afríku og Líbanon og bjóðum upp á gott úrval af grænmetis-, fiski- og kjötréttum. Meðal nýjunga má nefna nýja og spennandi ídýfu með flatbrauðinu og rauðrófusnakk sem kemur mjög sterkt inn og hefur fengið góð viðbrögð. Einnig bjóðum við upp á brasseraða geit frá Háafelli en geitin er sérlega vinsæll haustréttur.“ Meðal annarra nýrra rétta nefnir Þráinn grillaðan steinbít á beini sem er mjög skemmtilegur réttur og nauta ribeye á spjóti sem er kryddað með papriku marmelaði. „Svo erum við aðeins að leika okkur með íslensku rófuna en allt í allt erum við að bjóða upp á tíu nýja rétti á matseðlinum. Sjö rétta matseðillinn okkar nýtur einnig alltaf mikilla vinsælda en hann breytist á hverjum degi eftir lagerstöðu og stemningu. Þar fá gestir oft að smakka á nýjum réttum sem eru eftir að fara inn á hefðbundna matseðilinn okkar. Nánari upplýsingar á sumac.is.
Matur Veitingastaðir Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira