McIlroy segist ekki hafa hitt kylfusveininn eftir derhúfumálið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2023 15:30 Joe LaCava veifaði derhúfu sinni eftir að Patrick Cantley setti niður pútt. Það fór í taugarnar á Rory McIlroy. Rory McIlroy þvertekur fyrir að hafa hitt kylfusvein Patricks Cantley eftir að þeim lenti saman á öðrum keppnisdegi Ryder-bikarsins. McIlroy var ósáttur með þegar Joe LaCava, 68 ára kylfusveinn Cantleys, fagnaði pútti Bandaríkjamannsins vel og innilega. Hann veifaði meðal annars derhúfu sinni sem virtist fara sérstaklega í taugarnar á McIlroy. Eftir keppnisdaginn sáust McIlroy og LaCava munnhöggvast úti á bílaplani. Öryggisvörður gekk á milli áður en liðsfélagi McIlroys, Shane Lowry leiddi hann inn í bíl. Í gær bárust fréttir af því LaCava hefði sett sig í samband við McIlroy til að hreinsa loftið. Aðspurður kannaðist norður-írski kylfingurinn ekkert við það. „Ég hef ekki hitt Joe,“ sagði McIlroy. Þrátt fyrir uppákomuna á laugardaginn var McIlroy í góðum gír í gær þar sem hann sigraði Sam Burns, 3&1, í einliðaleiknum. „Ég lét þetta efla mig og ekki eyðileggja frábæra viku. Ég nýtti mér þetta mér í hag,“ sagði McIlroy um atvikið. McIlroy og félagar hans í evrópska liðinu unnu Ryder-bikarinn örugglega, 16 1/2-11 1/2. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
McIlroy var ósáttur með þegar Joe LaCava, 68 ára kylfusveinn Cantleys, fagnaði pútti Bandaríkjamannsins vel og innilega. Hann veifaði meðal annars derhúfu sinni sem virtist fara sérstaklega í taugarnar á McIlroy. Eftir keppnisdaginn sáust McIlroy og LaCava munnhöggvast úti á bílaplani. Öryggisvörður gekk á milli áður en liðsfélagi McIlroys, Shane Lowry leiddi hann inn í bíl. Í gær bárust fréttir af því LaCava hefði sett sig í samband við McIlroy til að hreinsa loftið. Aðspurður kannaðist norður-írski kylfingurinn ekkert við það. „Ég hef ekki hitt Joe,“ sagði McIlroy. Þrátt fyrir uppákomuna á laugardaginn var McIlroy í góðum gír í gær þar sem hann sigraði Sam Burns, 3&1, í einliðaleiknum. „Ég lét þetta efla mig og ekki eyðileggja frábæra viku. Ég nýtti mér þetta mér í hag,“ sagði McIlroy um atvikið. McIlroy og félagar hans í evrópska liðinu unnu Ryder-bikarinn örugglega, 16 1/2-11 1/2.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira