Trukkar flækist ítrekað um hálendið eftirlitslaust Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. október 2023 20:21 Úr myndbandi þýsks ferðamanns sem festi fjórtán tonna hertrukk á fáförnum slóða í Þjórsárverum. skjáskot Formaður vina Þjórsárvera segir ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum sem þýskur hertrukkur festist á fyrr í mánuðinum. Hún segist ítrekað hafa kallað eftir úrbótum en talað fyrir lokuðum eyrum. Við höfum haft áhyggjur af þessum slóða í mörg ár,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland.“ Í friðlöndum eru strangari skilyrði um akstur. Hertrukkurinn sem rataði í fréttirnar í gær var fjórtán tonna þungur en slóðinn er aðeins fyrir léttari bíla. Sigþrúður segir slóðann aðeins hafa haft hlutverki að gegna á meðan smalarar gistu á Bólstað skammt frá Sóleyjarhöfða. „Því var hætt 1984 og því hefur þessi slóði ekki haft neinn tilgang síðan, og honum ekki verið viðhaldið. Ég hef séð menn keyra þarna síðustu árin sem eru að skemma slóðann. Við höfum því haft áhyggjur af því að þetta sé að valda landsspjöllum,“ segir Sigþrúður sem vill því loka slóðanum á meðan engar viðgerðir séu í farvatninu. Enginn hafi enda hag af því að viðhalda slóðanum í dag. Ekkert eftirlit á fáförnum slóðum Hún segist hafa talað fyrir lokuðum eyrum varðandi slóðann. „Við höfum veirð að ýta á Umhverfisstofnun, ábyrgðin er að vissu leyti þar. Það eru margir slóðar inni á kortinu sem ættu ekkert að vera þar. Þessi slóði var reiðleið, hin forna leið milli suðurs og norðurs. En nú hefur greinilega orðið hræðilegt slys.“ Þjórsárver sunnan Hofsjökuls. Ein af óteljandi perlum hálendisins.vísir/vilhelm Sigþrúður ætlar að kanna aðstæður nánar á morgun. „Þetta er auðvitað í 580 metra hæð yfir sjávarmáli, þannig að það er ekki mjög auðvelt að laga svona skemmdir, svona hátt yfir sjó.“ Í ljósi þess að það vantaði allar merkingar, var þetta þá ekki alfarið Þjóðverjanum að kenna, sem kom sér í þessar aðstæður? „Hann er greinilega frekur. Þarna vantar merkingar en að fara á þungum trukki eftir moldargötu er líka algjört dómgreindarleysi. Hann er útlendingur og áttar sig kannski ekki alveg á aðstæðum en ég ætla ekki að fara að verja hann á nokkurn hátt. Hann er að gera hluti sem hann átti að kynna sér betur. Þegar maður er í ókunnugu landi þarftu að kynna þér aðstæður,“ segir Sigþrúður sem hefur ítrekað orðið var við trukka sem flækist um hálendið eftirlitslaust. „Á erlendum númerum, frá Þýskalandi og Austurríki. Þetta fólk er bara að fara stjórnlaust um landið og algjörlega eftirlitslaust. Vegna þess að það er nánast ekkert eftirlit á þessu svæði, enginn landvörður sem hefur aðstæður. Enda er þetta mjög fáfarið,“ segir Sigþrúður að lokum. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Við höfum haft áhyggjur af þessum slóða í mörg ár,“ segir Sigþrúður Jónsdóttir formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland.“ Í friðlöndum eru strangari skilyrði um akstur. Hertrukkurinn sem rataði í fréttirnar í gær var fjórtán tonna þungur en slóðinn er aðeins fyrir léttari bíla. Sigþrúður segir slóðann aðeins hafa haft hlutverki að gegna á meðan smalarar gistu á Bólstað skammt frá Sóleyjarhöfða. „Því var hætt 1984 og því hefur þessi slóði ekki haft neinn tilgang síðan, og honum ekki verið viðhaldið. Ég hef séð menn keyra þarna síðustu árin sem eru að skemma slóðann. Við höfum því haft áhyggjur af því að þetta sé að valda landsspjöllum,“ segir Sigþrúður sem vill því loka slóðanum á meðan engar viðgerðir séu í farvatninu. Enginn hafi enda hag af því að viðhalda slóðanum í dag. Ekkert eftirlit á fáförnum slóðum Hún segist hafa talað fyrir lokuðum eyrum varðandi slóðann. „Við höfum veirð að ýta á Umhverfisstofnun, ábyrgðin er að vissu leyti þar. Það eru margir slóðar inni á kortinu sem ættu ekkert að vera þar. Þessi slóði var reiðleið, hin forna leið milli suðurs og norðurs. En nú hefur greinilega orðið hræðilegt slys.“ Þjórsárver sunnan Hofsjökuls. Ein af óteljandi perlum hálendisins.vísir/vilhelm Sigþrúður ætlar að kanna aðstæður nánar á morgun. „Þetta er auðvitað í 580 metra hæð yfir sjávarmáli, þannig að það er ekki mjög auðvelt að laga svona skemmdir, svona hátt yfir sjó.“ Í ljósi þess að það vantaði allar merkingar, var þetta þá ekki alfarið Þjóðverjanum að kenna, sem kom sér í þessar aðstæður? „Hann er greinilega frekur. Þarna vantar merkingar en að fara á þungum trukki eftir moldargötu er líka algjört dómgreindarleysi. Hann er útlendingur og áttar sig kannski ekki alveg á aðstæðum en ég ætla ekki að fara að verja hann á nokkurn hátt. Hann er að gera hluti sem hann átti að kynna sér betur. Þegar maður er í ókunnugu landi þarftu að kynna þér aðstæður,“ segir Sigþrúður sem hefur ítrekað orðið var við trukka sem flækist um hálendið eftirlitslaust. „Á erlendum númerum, frá Þýskalandi og Austurríki. Þetta fólk er bara að fara stjórnlaust um landið og algjörlega eftirlitslaust. Vegna þess að það er nánast ekkert eftirlit á þessu svæði, enginn landvörður sem hefur aðstæður. Enda er þetta mjög fáfarið,“ segir Sigþrúður að lokum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira