Eyþóra nældi í ÓL-sæti og komst sjálf í úrslit: „Mjög, mjög ánægð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2023 13:55 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir sýnir hér glæsilegt stökk í einni af æfingum sínum í undankeppninni. AP/Virginia Mayo Hollensk-íslenska fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stendur sig vel á heimsmeistaramótinu í fimleikum en hún keppir fyrir Holland. Eyþóra og félagar hennar í hollenska liðinu urðu í sjötta sæti í undankeppni liðakeppninnar sem tryggði þeim ekki aðeins sæti í úrslitunum heldur einnig farseðilinn á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Eyþóra á þar möguleika á að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum því hún var einnig með í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Eyþóra sjálf komst einnig í úrslit í fjölþrautinni með því að ná 24. besta árangrinum. Langefst var hin bandaríska Simone Biles. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir í einu af stökkum sínum.EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Biles fékk 58.865 stig en landa hennar Shilese Jones var næst með 56.932 stig. Eyþóra náði í 52.199 stig og var næsthæst af hollensku stelpunum á eftir Naomi Visser (54.332 stig). „Komnar með farseðilinn á Ólympíuleikana í vasann. Komumst líka í úrslit liða og ég komst í úrslit í fjölþraut á HM í fyrsta sinn á ferlinum. Mjög, mjög ánægð,“ skrifaði Eyþóra á Instagram. Þetta er því sögulegt fyrir okkar konu sem hafði aldrei komist í úrslit í fjölþraut á heimsmeistaramóti. Því hefur hún aftur á móti náð á Ólympíuleikum því Eyþóra endaði í níunda sæti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún hefur einnig komust í úrslit á Evrópumeistaramótinu. Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir kepptu fyrir hönd Íslands í undankeppninni. Thelma náði þar sínum besta persónulega árangur í fjölþraut á HM með því að ná í 49.099 stig. Það voru aðeins ein mistök á slánni sem settu strik í reikninginn hjá henni. Margrét Lea lauk keppni með 45.965 stig. Thelma endaði í 66. sætinu en Margrét Lea í 99. sæti. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Eyþóra og félagar hennar í hollenska liðinu urðu í sjötta sæti í undankeppni liðakeppninnar sem tryggði þeim ekki aðeins sæti í úrslitunum heldur einnig farseðilinn á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Eyþóra á þar möguleika á að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum því hún var einnig með í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Eyþóra sjálf komst einnig í úrslit í fjölþrautinni með því að ná 24. besta árangrinum. Langefst var hin bandaríska Simone Biles. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir í einu af stökkum sínum.EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Biles fékk 58.865 stig en landa hennar Shilese Jones var næst með 56.932 stig. Eyþóra náði í 52.199 stig og var næsthæst af hollensku stelpunum á eftir Naomi Visser (54.332 stig). „Komnar með farseðilinn á Ólympíuleikana í vasann. Komumst líka í úrslit liða og ég komst í úrslit í fjölþraut á HM í fyrsta sinn á ferlinum. Mjög, mjög ánægð,“ skrifaði Eyþóra á Instagram. Þetta er því sögulegt fyrir okkar konu sem hafði aldrei komist í úrslit í fjölþraut á heimsmeistaramóti. Því hefur hún aftur á móti náð á Ólympíuleikum því Eyþóra endaði í níunda sæti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún hefur einnig komust í úrslit á Evrópumeistaramótinu. Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir kepptu fyrir hönd Íslands í undankeppninni. Thelma náði þar sínum besta persónulega árangur í fjölþraut á HM með því að ná í 49.099 stig. Það voru aðeins ein mistök á slánni sem settu strik í reikninginn hjá henni. Margrét Lea lauk keppni með 45.965 stig. Thelma endaði í 66. sætinu en Margrét Lea í 99. sæti. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira