Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Lovísa Arnardóttir skrifar 3. október 2023 16:38 Magnús Kristinn er fæddur árið 1987. Hann hefur verið týndur í Dóminíska lýðveldinu frá 10. september. Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. Bróðir Magnúsar Kristins Magnússonar er nú á leið til Dóminíska lýðveldisins til að aðstoða við leit að Magnúsi. Ekkert hefur spurst til Magnúsar síðan 10. september þegar hann átti flug heim til Íslands, í gegnum Frankfurt, frá Dóminíska lýðveldinu. Hann fór ekki um borð í flugið en farangur hans fannst þó á flugvellinum. Hluti af farangrinum er á leið til landsins að sögn vinar Magnúsar sem hefur undanfarnar vikur aðstoðað fjölskyldu hans við leit og samskipti við lögregluna ytra. Sést í mynd yfirgefa flugvöllinn Greint var frá því á vef RÚV fyrr í dag þar sem einnig kom fram að rannsóknarlögreglumenn ríkislögreglu Dóminíska lýðveldisins hafi farið á flugvöllinn í tengslum við leitina. Þar er vísað í frétt á fréttavefnum Listin Diario þar sem segir að lögreglan hafi skoðað myndefni á flugvellinum þar sem megi sjá Magnús yfirgefa flugvöllinn og setjast um borð í bíl. Samkvæmt fréttinni er ekki vitað í hvaða átt hann hélt að því loknu. „Það virðist vera nokkur þungi settur í þessa rannsókn,“ segir vinurinn sem ekki vill láta nafns síns getið, í samtali við fréttastofu. Hann segir að fjölskyldan hafi samt ekki heyrt af þessari myndbandsupptöku fyrr en þarna. Hann segir íslensku lögregluna aðstoða eins og þau geta en vegna fjarlægðar sé það auðvitað erfitt. Í frétt Listin Diario segir einnig að lögreglan hafi heimsótt hótel og spilavíti nálægt ferðamannastöðunum, Boca Chica, Juan Dolio og La Romana vegna gruns um að hann gæti dvalið þar. Systir Rannveigar lýsti því í viðtali við Bítið á Bylgjunni um miðjan septembermánuð að fjölskyldan óttaðist að andleg veikindi Magnúsar hefðu tekið sig upp aftur á ferðalagi hans. Hann hafi glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Leitin að Magnúsi Kristni Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bróðir Magnúsar Kristins Magnússonar er nú á leið til Dóminíska lýðveldisins til að aðstoða við leit að Magnúsi. Ekkert hefur spurst til Magnúsar síðan 10. september þegar hann átti flug heim til Íslands, í gegnum Frankfurt, frá Dóminíska lýðveldinu. Hann fór ekki um borð í flugið en farangur hans fannst þó á flugvellinum. Hluti af farangrinum er á leið til landsins að sögn vinar Magnúsar sem hefur undanfarnar vikur aðstoðað fjölskyldu hans við leit og samskipti við lögregluna ytra. Sést í mynd yfirgefa flugvöllinn Greint var frá því á vef RÚV fyrr í dag þar sem einnig kom fram að rannsóknarlögreglumenn ríkislögreglu Dóminíska lýðveldisins hafi farið á flugvöllinn í tengslum við leitina. Þar er vísað í frétt á fréttavefnum Listin Diario þar sem segir að lögreglan hafi skoðað myndefni á flugvellinum þar sem megi sjá Magnús yfirgefa flugvöllinn og setjast um borð í bíl. Samkvæmt fréttinni er ekki vitað í hvaða átt hann hélt að því loknu. „Það virðist vera nokkur þungi settur í þessa rannsókn,“ segir vinurinn sem ekki vill láta nafns síns getið, í samtali við fréttastofu. Hann segir að fjölskyldan hafi samt ekki heyrt af þessari myndbandsupptöku fyrr en þarna. Hann segir íslensku lögregluna aðstoða eins og þau geta en vegna fjarlægðar sé það auðvitað erfitt. Í frétt Listin Diario segir einnig að lögreglan hafi heimsótt hótel og spilavíti nálægt ferðamannastöðunum, Boca Chica, Juan Dolio og La Romana vegna gruns um að hann gæti dvalið þar. Systir Rannveigar lýsti því í viðtali við Bítið á Bylgjunni um miðjan septembermánuð að fjölskyldan óttaðist að andleg veikindi Magnúsar hefðu tekið sig upp aftur á ferðalagi hans. Hann hafi glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum.
Leitin að Magnúsi Kristni Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21
Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31
Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21
Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14